Svipað var gert í kosningunum 1963, 1967 og 1971.

Í desember 1958 hófst samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um stjórn landsins, sem entist í næstum tólf ár.

Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem sat frá desember 1958 til hausts 1959 var dæmi um þau áhrif sem forseti Íslands getur haft þegar stjórnarkreppa ríkir.

Lausnin var snjöll; Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag vörðu stjórnina vantrausti næstu tíu mánuði, Sjálfstæðisflokkurinn fékk harðar efnahagsaðgerðir fyrir sinn snúð og bæði hann og Alþýðubandalag fengu fram langþráða leiðréttingu á misvægi atkvæða með gerbreytingu á kjördæmaskipaninni.

Ásgeir Ásgeirsson forseti var öllum hnútum kunnugur í völundarhúsi stjórnmálanna eftir þriggja áratuga þáttöku í þeim og hafði bæði verið forseti sameinaðs Alþingis, forsætisráðherra, þingmaður og síðar bankastjóri Útvegsbankans.

Ásgeir hafði bæði verið í Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum og utan flokka á ferli sínum.

Viðreisnarstjórnin svonefnda var mynduð haustið 1959 og fór í gegnum þrennar kosningar í laustengdu kosningabandalagi, sem byggði á því að leggja verk kjörtímabilsins í dóm kjósenda og lofa þeim svipuðu áframhaldi.

Það er því ekki beinlínis rétt að aldrei hafi verið slíkt kosningabandalag fyrr, og hugmyndin er ekki alveg ný, samanber Kaffibandalagið svonefnda 2006, bandalag þáverandi minnihlutaflokka, sem aldrei var þó meiri fastmælum bundið en svo, að Samfylkingin hljóp í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007.  

 


mbl.is Leggur til kosningabandalag stjórnarandstöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins, og hafa nú 35,3% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Frá síðustu alþingiskosningum, 2013, hafa Píratar fengið fylgi frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni en fyrst og fremst þeim sem þá kusu Framsóknarflokkinn í stað Samfylkingarinnar.

Fylgi Framsóknarflokksins fyrir þremur árum, í febrúar 2013, var samkvæmt skoðanakönnun Gallup 14,2% og er nú mjög svipað, 12%.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu samtals 38,5% í alþingiskosningunum 2009 og eru nú með nánast sama fylgi, 36,4%.

Þá var Framsókn með 14,8% fylgi en nú 12% og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7%, en nú 24,4%, og fékk 26,7% í síðustu alþingiskosningum, 2013.

Vinstri grænir eru nú með sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum, þannig að Píratar hafa ekki fengið fylgi frá þeim.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst lítið fylgi til Pírata.

Samfylkingin, Vinstri grænir og Borgarahreyfingin fengu samtals 58,7% í alþingiskosningunum 2009 og Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar eru nú með sama fylgi, 58,9%.

Og jafnaðarmannaflokkarnir Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð eru nú með 48,1% fylgi.

Fylgi Bjartrar framtíðar er hins vegar mjög lítið, 3,6%, og eins og staðan er núna er því líklegast að Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir, nú með samtals 55,3% fylgi, myndi næstu ríkisstjórn.

Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu, þar sem fylgi flokksins nú færi til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur.

Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.

Þorsteinn Briem, 12.2.2016 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband