"Heimsendaspámenn" höfðu áhrif á einum vettvangi.

Þeir eru mjög margir sem stimpla alla þá, sem hafa eitthvað við lifnaðarháttu okkar að athuga, sem "heimsendaspámenn" og þessir menn andmæla í einu og öllu að neinu þurfi að breyta varðandi umgengnina við jörðina, náttúru hennar og auðlindir.

Á forsendum slíkra allsherjar andmæla var andæft gegn því fyrir um fjórum áratugum að neitt væri athugavert við það að hið verjandi óson væri að eyðast af mannavöldum.

Fráleitt væri að neitt væri athugavert við notkun úðabrúsa, svo að dæmi séu tekin um umræðurnar.

Einn af slökkviliðsstjórum landsins sagði í viðtali við mig fráleitt að draga úr notkun halogens, enda væru mörg mannslíf í veði í brunum varðandi notkun þess í slökkvitækjum.

Ekki bólaði á því í hugsun hans að margfalt fleiri mannslíf væru í veði ef ósonlaginu yrði eytt.  

Þrátt fyrir þetta var gripið til ráðstafana, sem drógu úr hættunni á slíkri allsherjar eyðingu ósonsins, en hafa þó ekki komið nægilega í veg fyrir minnkun þess.


mbl.is Óvenjulágt óson yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ósönnuð tilgáta kallaði á bann og áratugum seinna er ekkert sem bendir til þess að bannið hafi haft áhrif.

Davíð12 (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband