Því meira sem við vitum, því betur sjáum við hvað það er lítið.

"...enginn stöðvar tímans þunga nið..." er sungið í laginu "Sjá dagar koma."

Tíminn er næstum við því óskiljanlega stórt fyrirbæri, - hann byrjaði aldrei og hann mun aldrei taka enda.

Þekkt eru orð eins af fremstu vísindamönnum síðustu aldar þess efnis, að því meira, sem hann uppgötvaði og lærði um, því minna fyndist honum hann vita þegar hugsað væri til þess, hve lítil, já nánast örsmá þessi ógnarþekking hans væri, miðað við allt það sem mönnum væri hulið og þeir vissu ekki.

Og það er eins og því stærri og mikilfenglegri sem hver uppgötvun sé, því enn stærri og mikilfenglegra séu þau viðfangsefni sem í ljós kemur að fást þurfi við í framhaldinu.


mbl.is Uppgötvunin „magnað afrek“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tíminn er næstum við því óskiljanlega stórt fyrirbæri, - hann byrjaði aldrei og hann mun aldrei taka enda."

Jamm, það er margt skrítið.

Hér í vesturbæ Reykjavíkur er klukkan nú rúmlega ellefu að morgni og fyrir klukkutíma var hún rúmlega tíu.

En fyrir þá sem búa austan Elliðaáa er það áreiðanlega óskiljanlegt og óhugnanlega langt tímabil.

Og í Japan er klukkan nú rúmlega átta að kvöldi til, þannig að þeir sem þar eru staddir eru þá væntanlega í framtíðinni.

En þeir sem fljúga héðan frá Íslandi til Bandaríkjanna fara þá sennilega aftur í fortíðina.

Þorsteinn Briem, 15.2.2016 kl. 11:19

2 identicon

Er ekki alheimurinn bara til í höfðinu á okkur?

Hugmynd okkar um tilveruna er algerlega háð gerð skynfæranna og heilans eða hvað?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 12:16

3 identicon

"Því meira sem við vitum, því hlutfallslega minna vitum við." er rangt. Öll þekking er viðbót við þekkingu okkar. Þekkingarleysið sést bara betur eftir því sem þekking eykst.

Þegar við gerum okkur grein fyrir því hvað vantar upp á þekkinguna þá er það ekki viðbót. Þekkingarleysið var fyrir hendi þó við vissum ekki af því.

Dæmi: Þú opnar pakka og í honum er tæki. Áður en pakkinn var opnaður vissir þú ekki hvað var í honum og þú taldir það vera takmörk þekkingarleysisins. En eftir að þú opnar pakkann þá vakna spurningar um hvaða tæki þetta sé og hvernig skuli nota það. það er ekki viðbót við þekkingarleysið vegna þess að þú vissir það ekki heldur áður en þú opnaðir pakkann þó þú gerðir þér ekki grein fyrir því.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 13:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvenær byrjaði tíminn að líða og hvenær hættir hann að líða, Steini?

Ómar Ragnarsson, 15.2.2016 kl. 23:58

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég held að við séum að tala um það sama, Hábeinn, en ég hefði getað orðað það betur í fyrirsögninni og hef breytt henni í samræmi við það.

Ómar Ragnarsson, 16.2.2016 kl. 00:02

6 identicon

Að leita hinnar fullkomnu þekkingar er eins og að reyna að ganga undir regnbogann.

Þú sérð alltaf nýtt og nýtt landslag á göngu þinni en undir regnbogann kemst þú aldrei.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.2.2016 kl. 00:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tími og lengd eru hugtök, það sem menn geta mælt hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 16.2.2016 kl. 07:44

8 identicon

Tíminn er fjórða víddin í tímarúminu (spacetime). Án rúms, enginn tími. Ef við hreyfum okkur ekki í tímarúminu, líður tíminn (fyrir okkur) með hraða ljóssins. Hreyfum við okkur hinsvegar, minnkar hraði tímans og ljóseind (photon) sem varð til fyrir 13.72 milljörðum ára við stórahvell hefur ekki elst um eina sekúndi, tíminn haggast ekki á ferð hennar í rúminu.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2016 kl. 16:02

9 Smámynd: Sævar Helgason

Tíminn er uppfinning mannsins. Maðurinn fæðist og deyr Tími mannsins er þar á milli. Þessvegna er öllu mörkuð stund í mannsins tilveru. Tímamæling er honum nauðsyn . Tíminn er fyrir manninn. Að öðruleyti er enginn tími til. Eða hvað :-) 

Sævar Helgason, 16.2.2016 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband