Langt síðan vitað hvar helst væri þörf á aðgerðum.

Fyrir 20 árum átti ég sjónvarpsviðtal við þýskan háskólaprófessor og Íslandsvin sem hefur komið árlega til landsins með nokkra tugi nemenda sinna.

Hann lýsti yfir hryggð sinni yfir þeirri þjóðarskömm sem meðferðin á Geysisvæðinu og nokkrum öðrum svæðum, sem hann tiltók, væri.

Það hefur verið vitað um ástand Laugavegarins, Leirhnjúkssvæðisins og fleiri staða með vaxandi átroðningi í mörg ár.

Samt er meira að segja ekki einu sinni hægt að nýta það fé sem veitt er í að taka til hendi, af því að það er búið að trassa það að skipuleggja aðgerðir þannig að eitthvað verði hægt að gera af viti.

Enn er verið að "vinna að því að skoða málin."

Það hefur verið vitað í áratugi að stór hluti erlendra ferðamanna eru óvanir þeim aðstæðum sem víða eru á Íslandi, og þegar horft er á myndir af ferðamönnunum, sem eru í jakahlaupi á Jökulsárlóni, er ljóst, að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær fyrsta stórslysiðs verður og síðan hvert af öðru.

Fréttir í þessa veru eru daglega. Í ljós kemur til dæmis að ný verksmiðja á Grundatanga, sem þurfti ekki einu sinni að fara í mat á umhverfisáhrifum af því að starfsemi hennar átti að vera svo pottþétt, er "tilraunastarfsemi" að sögn formanns stjórnar verksmiðjunnar.

Og af því að þetta er "tilraunastarfsemi" þá eigum við ekkert með að vera fetta fingur út í það þótt hún heppnist ekki.  

Það leiðir hugann að því hvað verði uppi á teningnum varðandi kísilmálmverksmiðjuna nýju, sem átti að vera með svo frábæran og nýjan tæknibúnað, að mengunin yrði nær engin.

Mun talsmaður hennar koma líka og segja, ef á bjátar, að það sé bara eðlilegt af því að nýja vinnsluaðferðin sé "tilraunastarfsemi"? 


mbl.is Fastir á ísjaka í Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn miðvikudag:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði hún að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika,“ sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 19.2.2016 kl. 00:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

"United Silicon má ekki hefja kísilframleiðslu í Helguvík í vor, þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn áætlun um vöktun á umhverfisáhrifum verksmiðju þess.

Óvíst er hvernig framleiðsluúrgangi kísilmálmverksmiðjunnar verður ráðstafað og Umhverfisstofnun gagnrýnir að ekki hafi verið unnið úr sýnum sem tekin voru í haust í jarðvegi, tjörnum og gróðri við lóð fyrirtækisins.

Þá hafa forsvarsmenn United Silicon ekki lagt fram mæliáætlun sem lýsir því hvernig fylgst verður með mengun fyrirtækisins, sem því ber samkvæmt starfsleyfi að skila inn sex mánuðum fyrir gangsetningu verksmiðjunnar."

Umhverfisstofnun krefst svara um úrgang og vöktun stærstu kísilmálmverksmiðju heims í Helguvík

Þorsteinn Briem, 19.2.2016 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband