Hvers vegna er fólkið ekki ráðið beint?

Hvers vegna er starfsfólk ekki ráðið beint til vinnu hjá fyrirtækjum? Líklegasta ástæða: Peningar, lægri launakostnaður. Einnig myndast þrýstingur á að leita til "verktaka" þegar framboð á vinnuafli er minni en eftirspurn.

Það er engin tilviljun að Ríó Tintó lætur meðal annars stranda á því í kjaraviðræðun, að fá ekki að ráða verktaka til starfa í álverinu.

Í raun þýðir svonefnd "launafrysting" að laun starfsfólksins lækka miðað við neysluvísitölu og fjölgun verktakaráðinna starfsmanna þýðir einfaldlega enn meiri launalækkun og beitingu mansals.

Fyrir næsta umhverfi mansals er það augljós hvati til að vera ekkert að skipta sér af svona löguðu, að þá minnka framleiðsla og gróði viðkomandi fyrirtækis og þar með tekjurnar af því fyrir samfélagið.

Nema að hægt sé að ráða í hvelli nýja "verktaka."

 

 

 


mbl.is Tvö önnur mansalsmál í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það eru ekki allir sem átta sig á því en samkvæmt samkvæmt reglum evrópska efnahagssvæðisins þá geta erlend fyrirtæki komið hingað og borgað starfsmönnum sínum laun í hálft ár samkvæmt taxtakaupi í heimalandinu. Þannig geta pólsk fyrirtæki, til dæmis pólskar starfsmannaleigur, borgað pólsk laun fyrir vinnu á Íslandi.Þess vegna eru þessar starfsmannaleigur svona vinsælar hjá atvinnurekendum. Og þess vegna eru flutt inn starfsfólk að vinna fyrir Isavia þrátt fyrir atvinnuleysi á Suðurnesjum.

Ólafur Jóhannsson, 19.2.2016 kl. 20:39

2 identicon

Ja, af hverju ráða fyrirtæki verktaka? jÚ, Það er væntanlega hagkvæmara. Annars væru þau ekki að því.

Verktakar geta búið yfir sérþekkingu, sérhæfingu og sérhæfðum tækjabúnaði sem kaupendur þjónustunnar ráða ekki yfir. Vitaskuld er ekki hægt að búast við því, að krónískur ríkisstasrfsmaður, eins og blogghöfundur, hafi þá þekkingu að geta tjáð sig um málið.

Og talandi um króníska ríkisstarfsmenn. Vitið þið, að Ríkisútvarpið er afar virkt í kaupum á verktakaþjónustu? Reyndar er hvatinn eki sparnaður í rekstri, heldur til að fela launakostnað svo það líti þannig út, að stofnunin sé að skera niður og spara. Og náttúrulega, til að kaupa þjónustu af vildarvinum og félögum, á kostnað skattborgara. Það er nú munurinn á einkafyrirtæki og ríkisfyrirtæki.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.2.2016 kl. 20:50

3 identicon

Það er hinsvegar rétt, að í gegnum EES og ESB, þá höfum við enga stjórn á því að fólk sé flutt hingað í mansali.

Svo því sé haldið til haga, þá er það "réttur" atvinnurekenda að flytja inn fólk til láglaunastarfa, til að halda launum Íslendinga í láglaunastörfum niðri. Þetta er grunnstefið í ESB stefnu Samfylkingarinnar, og væntalega Íslandsflokks blogghöfundar, sem gekk í Samfylkinguna.

Þegar varað var við mansali, hér fyrir nokkrum árum, þá brugðust Samfylkingarmenn við með ásökunum og hrópum um rasisma. Varúðarorðin eru öll að rætast.

Þessi þrælaverslun er öll í boði ykkar krata.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.2.2016 kl. 20:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hinn króniski ríkisstarfsmaður" sem þú kallar svo, var búinn að vera á almenna vinnumarkaðnum í 15 ár þegar hann gerðist ríkisstarfsmaður 29 ára og vann aftur á almennum vinnumarkaði í 6 og hálft ár 1988-1995. Alls eru þetta 21 og hálft ár á almenna markaðnum, en hjá RUV vann ég sem starfsmaður í samtals í 29 ár.

Ég vann til sjávar og sveita með námi allt frá erfiðustu uppskipunarvinnu á sementi við höfnina til flugkennslu. Ég var byrjaður að selja og bera út blöð 10 ára, var kaupamaður í sveit 13 ára, og vann í byggingarvinnu á kvöldin og um helgar frá 1957-61 við að koma mér upp eigin húsnæði á menntaskólaárunum.

Ég fór alfarið út á almenna vinnumarkaðinn 1963-69.

Ég á víst að skammast mín fyrir þau störf sem ég hef unnið. Vildurðu vera svo vænn, Hilmar, að segja mér, hver af störfum mínum voru svona fyrirlitleg?

Ómar Ragnarsson, 19.2.2016 kl. 23:55

5 identicon

Þegar þú þarft að fá bíl lagaðan þá ferð þú með hann til verktaka í bifreiðaviðgerðum frekar en að vera með bifvélavirkja á launaskrá allt árið. Þú kaupir frekar brauð úti í búð en að vera með bakara á launum. Og ræður ekki bónda til að sjá um skepnurnar sem þú ætlar að borða. Það er verktaka, þú kaupir bara þá vinnu og þann vinnutíma sem þú þarft. Að sjá ofsjónum yfir því að fyrirtæki skuli vilja gera það sama og þú gerir ítrekað og stöðugt, oft á dag, er hræsni sem litast af illvilja gagnvart fyrirtækinu en ekki umhyggju fyrir starfsmönnum.

Vagn (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 02:52

6 identicon

Á þörfum mínum og stórfyrirtækisins er grundvallarmunur; ég þarfnast þjónustunnar endrum og eins en fyrirtækið stöðugt. Því er verktaka eðlileg í mínu tilviki en verkamennirnir í verktökunni hjá stórfyrirtækinu vinna hjá því. Það væri síðan dæmi um lélega verkstjórn hjá fyrirtækinu gæti það ekki náð viðunandi nýtingu úr starfsmönnum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 06:17

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar skítkastið frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 20.2.2016 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband