Dýr geta sýnt af sér tvíkynhneigð.

Manny Pacquio hnefaleikakapppi mun hafa beðist afsökunar á ummælum sínum varðandi samanburð og mönnum og dýrum, en þau lýsa ekki aðeins fordómum heldur einnig fáfræði varðandi það að dýr sýni aldrei af sér samkynhneigða hegðun.

Þetta sá maður strax í sveitinni nokkrum sinnum á hverju sumri, oftast hjá kúm þegar þær voru að "beiða" eins og það er kallað.

Því miður virtist sá sem tók viðtalið við Manny ekki hafa verið í sveit, því að annars hefði hann getað afgreitt hnefaleikameistarann með "knock out" gagnhöggi.

Manny Pacquiao hefur notið einstæðrar virðingar fyrir mannkosti sína og það, hvernig hann hóf sig upp úr afar erfiðum aðstæðum í æsku upp í það að verða á tímabili besti hnefaleikari heims miðað við þyngd ("pound for pound") og komast á þing.

En trúmálin á hinum kaþólsku Filippseyjum skipta miklu máli í stjórnmálum, og í jafnréttismálum hinsegin fólks eru þar því enn ríkjandi afar þröngsýn og skilningslítil sjónarmið, sem meira að segja hinn ofurkjarkmikli afreksmaður hefur ekki döngun í sér að rísa gegn.

Nema hann trúi einfaldlega því sem hann er að segja, sem er lítið skárra.

 


mbl.is Nike sparkar Pacquiao
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn á nú blómlegt bú,
býsna graða hesta,
eina rollu, yxna kú,
Eygló tel þó besta.

Þorsteinn Briem, 20.2.2016 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband