Voru hægri en ekki grænir. Rjúka upp í 48% fylgi?

Nútíma umhverfis- og náttúruverndarstefna fylgir ekki endilega vinstri-hægri línum, því að fjölmargir hægri menn aðhyllast græn gildi, ekkert síður en vinstri menn.

Í skoðanakönnun í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar kom í ljós að þriðjungur þeirra sem kváðust ætla að kjósa Vinstri græna voru fylgjandi þessum mestu mögulegu óafturkræfu umhverfisspjöllum, sem hægt var að framkvæma á Íslandi, en helmingur þeirra sem kváðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru á móti virkjuninni, eða fleiri að höfðatölu en þeir vinstri-grænu, sem voru andvígir virkjuninni.

Á íslenskan mælikvarða teldist Al Gore hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn.

Það þurfti ekki að lesa sér lengi til um stefnu "Hægri grænna" til að sjá að það var holur hljómur í því sem þeir kölluðu "græna stefnu."

Hún var máluð með svo lélegum vatnslitum, að lítill vandi var fyrir þá að þvo hana í burtu.

Nú hafa þeir lagt sig niður og ætla að ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna, sem að vísu er með nokkur einstök athyglisverð málefni á dagskrá, en eru í öllum aðalatriðum sams konar þjóðernissinnaður flokkur yst til hægri, og við sjáum í ýmsum Evrópulöndum.

Hægri grænir segjast renna ljúflega, allir sem einn inn í Íslensku þjóðfylkinguna, og er enginn efi á að þeir fara létt með það, - síðari hluti nafns þeirra "...grænir" var augljóslega yfirskin en hægri liturinn grunnmúraður.

Og nú er í gangi enn ein þessara skoðanakannana, sem fjölmiðlar eru sokknir í, aðferð sem er fjarri því að vera boðleg, og felst í frumkvæði lesenda eða hlustenda við að svara opnum og leiðandi spurningum viðkomandi fjölmiðils.

DV spyr: Gætirðu hugsað þér að kjósa Íslensku þjóðfylkinguna, og staðan núna, þegar þessi pistill er endurskrifaður, er:

"Já", segja 48%!

Hó, hó! Píratar eru með 35% og þá fá allir hinir flokkarnir samtals 16%, eða rúmlega 3% hver!

Sennilega er það sama fólkið sem gæti hugsað sér að kjósa Íslensku þjóðfylkinguna og gaf Framsóknarflokknum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í skoðanakönnun á Útvarpi Sögu!

Ekki það, að viðbrögðin við stofnun þessa flokks eru umhugsunarverð.  

En spurningin: "Geturðu hugsað þér að velja þetta eða hitt?" gefur miklu hærri prósentutölu en ef sá sem spurður er, er beðin að velja eitt framboð á lista yfir þau öll, að ekki sé nú talað um að þeir sem spurðir væru, eru valdir í slembivali úr þjóðskrá í sömu hlutföllum hvað snertir aldur, búsetu og kyn og er í landinu.

Næsta skref í þessum samkvæmisleik fjölmiðla gæti verið að fjölmiðill færi að spá í sölu á nýjum bílum á árinu 2016 og spyrði til dæmis:

"Ef þú ættir kost á að eignast nýjan bíl í happdrætti, getur þú hugsað þér að það yrði Opel?"

Niðurstaðan gæti orðið sú að á árinu 2016 fengi Opel 80% í sinn hlut í nýskráningu bíla.


mbl.is Hægri grænir heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Vil ég

auðvitað vil ég

Opel, úr pakkanum gratís. 

Hugsa má bíða síðar, Kjósa

tek ekki afstöðu, bíddu

skipti um skoðun, of seint.

Jónas Ómar Snorrason, 28.2.2016 kl. 02:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, þegar þú skilgreinir þennan nýja flokk sem "þjóðernissinnaðan flokk yzt til hægri", tekurðu þá nokkurt minnsta tillit til þessara stefnuskráratriða hans:

"Flokk­ur­inn vill ... al­menna skulda­leiðrétt­ingu. ... „Við vilj­um fá al­vöru skulda­leiðrétt­ingu. Við telj­um að það sé mik­il þörf fyr­ir skulda­leiðrétt­ingu - það hafi ekki farið fram skulda­leiðrétt­ing, þ.e. að þeir sem þurftu í sjálfu sér ekki mikið á henni að halda hafi fengið. En þeir sem þurftu virki­lega á henni að halda sátu eft­ir. Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af því að það verði ann­ar skell­ur hérna,“ seg­ir Helgi Helgason, forsvarsmaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. (Hann er sonur Helga skipherra Hallvarðssonar í Landhelgisgæzlunni.)

Og líttu á þetta, lagsi: „Grunn­stefna flokks­ins er ... beint lýðræði, nátt­úru­vernd ... Í­Þ beit­ir sér ætíð fyr­ir jafn­vægi í byggð lands­ins, mál­efn­um fjöl­skyld­urn­ar, heim­il­anna og smærri fyr­ir­tækja í einka­rekstri sem eru horn­stein­ar sam­fé­lags­ins. Mál­efni ör­yrkja og aldraða eru ætíð í fyr­ir­rúmi og stefnt skal að út­rým­ingu fá­tækt­ar á Íslandi,“ seg­ir í grunn­stefn­unni.  –––Eru þetta dæmi um öfgakennda hægristefnu?!!

"Einnig vill flokk­ur­inn að regl­ur um fjár­mála­fyr­ir­tæki verið stór­hert­ar og einn líf­eyr­is­sjóður verði fyr­ir alla lands­menn. Tekið verði af hörku á spill­ingu og fjár­mála­m­is­ferli." ––––Sérðu kannski þarna öfgahægrið, Ómar?

Þá segir í kaflanum um innanríkismál: "ÍÞ vill hækkun persónuafsláttar í 300 þúsund krónur og að tekjutengingar aldraðra og öryrkja verði afnumdar."

Var þetta kannski últrahægrið?! Býður jafnvel ykkar Björgvin Guðmundsson, fv. borgarfulltrúi, betur en þetta?

Og hvað um þessa stefnu ÍÞ: "Landsbanki Íslands verði samfélagsbanki"? Lyktar þetta í þínu nefi sem öfgafrjálshyggja lengst á hægra kanti?

Og enn segir ÍÞ: "Komið verði á frjálsum strandveiðum strax. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá." ––Er þetta kannski stefna Donalds Trump?!

Og hvernig ætli öfgakenndum einka(vina)væðingarmönnum D-listans lítist á þetta stefnumál Íslensku þjóðfylkingarinnar: "ÍÞ vill að Landsvirkjun verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar ..."?

Ertu nokkuð orðinn litblindur upp á síðkastið, Ómar minn? Þú veizt að þú kemst ekki lengur í loftið, ef þú ert orðinn litblindur. laughing

Jón Valur Jensson, 28.2.2016 kl. 02:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, döndlar og súrsaðir hrútspungar Kristilega flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 06:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 06:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 18.1.2010:

Nýr jakki, sama röddin.

"
Þegar ég heyrði þetta minnti það mig á tvennt.

Annars vegar þekkta sögu af ungum og óþekktum söngvara sem söng á sínum tíma í sýningu Björgvins Halldórssonar og fannst stórsöngvarinn ekki taka eftir sér og sönghæfileikum sínum.

Hann brá á það ráð að kaupa sér stórkostlegan glimmer-jakka og það lifnaði yfir honum þegar Bo gekk til hans, strax áður en næsta sýning hófst, benti á jakkann og spurði: "Nýr jakki?"

"Já," svaraði söngvarinn, spenntur.

"Sama röddin" sagði þá Bo um leið og hann benti á háls söngvarans og hristi höfuðið."

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 07:12

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Stefnuskráin sem þú vitnar í þarna Jón Valur ernú ansi hugnanleg fyrir minn smekk en er ekki eitthvað meira sem hangir á spítunni? Hvað með mannréttindi fólks utan úr heimi til að setjast hér að? Hvað með mannréttindi óháð kyni, kynhneigð, litarhætti, stjórnmálaskoðunum og trúarbrögðum?

Jósef Smári Ásmundsson, 28.2.2016 kl. 08:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær, laugardag:

"Aðspurður seg­ir Helgi [Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar] að stofn­un nýs flokks hafi átt sér nokk­urn aðdrag­anda, eða al­veg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna.

Þetta var niðurstaðan á aðal­fundi flokks­ins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fund­inn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokks­menn í Hægri græna.

"Hægri græn­ir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 08:36

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini greyið hættir alveg að skilja mælt mál, þegar hann kemst í of mikinn hasar og æsing.

Af hverju feitletrar hann svo Íslenska þjóðfylkingin?

Er hún kannski skárri Óíslenzka samfylkingin sem "gleymdi" að hyggja að þjóðarhag í Icsave-málinu, en þjónaði vel brezkum yfirgangi?

Jósef Smári sér þó í alvöru til ljóss dags í sínu svari. En hvernig þessi nýju samtök tækju á kynhneigðamálum, veit ég ekkert um, enda aldrei fundað með þeim, og ekki var ég í Hægri grænum. En "mannréttindi fólks utan úr heimi til að setjast hér að" telur nýi flokkurinn greinilega ekki sjálfgefið að séu af þvílíkri stærðargráðu, að allir eigi heimtingu hér á ríkisborgarabréfi bara með því að opna munninn og krefjast þess af Alþingi.

En Steini mætti í einum grænum hvelli muna eftir að bursta tennurnar, áður en hann heldur áfram að formæla kristilega þenkjandi fólki.

Jón Valur Jensson, 28.2.2016 kl. 09:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 09:16

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta var niðurstaðan á aðal­fundi flokks­ins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fund­inn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokks­menn í Hægri græna.

"Hægri græn­ir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/9/94/Mickey_Mouse_-_Blaggard_Castle.png

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 09:30

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 "Komið verði á frjálsum strandveiðum strax. Fiskveiðiauðlindin verðisameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá." Fiskveiðiauðlindin hefur í það fyrsta alltaf verið sameign þjóðarinnar rétt eins og allar aðrar auðlindir þjóðarinnar. Varðandi " frjálsar strandveiðar" er flokkurinn þá að tala um að kvótinn verði afnuminn og sjávarútvegsfyrirtækjum greitt til baka þeir fjármunir sem þeir hafa lagt í kvótakaup? Eða er hann að tala um að allir komi sléttir frá borði og strandveiðibátum verði gert að kaupa sér kvóta eins og allir aðrir?

Jósef Smári Ásmundsson, 28.2.2016 kl. 09:42

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er ég fulltrúi flokksins, en þykist alveg sjá það í hendi mér, að auðvelt sé að leyfa talsvert meiri strandveiðar án þess að minnka veiðihlut særri skipanna; ráðgjöf Hafró er jafn-vitlaus og hún hefur lengst af og iðulega verið. Hrafn Sveinbjarnarson landaði um daginn fullt af rígaþorski, en undrandi voru menn þegar þeir sáu ekkert í maganum á honum nema þorskseiði eða smáþyrskling. Þetta gengur ekki að ætla sér að "geyma fiskinn í sjónum".

Jón Valur Jensson, 28.2.2016 kl. 10:12

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... stærri skipanna ...

Jón Valur Jensson, 28.2.2016 kl. 10:13

14 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ísbjörn étur ísbjörn. Hvalur etur hval.Selur étur sel. Þorskur etur þorsk. Ríkisstjórnin kokgleypir hala sinn. Það er eitthvað rangt í náttúrinni hjá mönnum og dýrum.Allir sjá það en enginn gerir neitt í því.Japanirnir kaupa meira segja loðnuna núna sem er full af átu sem hefði ekki verið í boði fyrir nokkrum árum. Loðnan drífur sig framhjá suðurströndinni í vesturátt til að hrygna og síðan drepast en flotinn veiðir ekki fyrr en að hún er komin að hrygningu vilja fá hrognin, og þá gæti það bara verið of seint. Það er margt skrýtið í kýrhausnum ..........og þaulvanir menn muna ekki eftir öðru eins...milljarðaskip liggja í heimahöfn .....það veiðist ekki mikið þar

Ragna Birgisdóttir, 28.2.2016 kl. 11:28

15 identicon

Margoft fær maður að heyra frasan hægri öfgamenn þegar fréttaskýrendur vil leggja áherslu á hversu vont fólk er um að ræða.

En enginn hjá góða fólkinu er nokkurn tíma kallaður vinstri öfgamaður

Grímur (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 13:12

16 identicon

Vinstri öfgamaður aðhyllist jafnan xD eða xB, vill vinavæða allt að hætti Kremlverja.
Vissi ekki að þeir væru flokkaðir undir "góða fólkið".

pallipilot (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 13:18

17 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skoðanakönnun á DV.  Bíddu eftir Gallup.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2016 kl. 13:29

18 identicon

Ómar, ég er ekkert viss um að Píratar séu að halda fylginu í 35%. Við höfum séð flokka toppa á miðju kjörtímabili áður og falla svo í gleymskunnar dá eftir kosningar. Þannig er forystukreppa að hrjá Pírata um þessar mundir og mikil neikvæðni að smita út frá sér. Í raun virðist hver höndin upp á móti annarri hjá Pírötum sem veit ekki á vel.

Það eru flestir dauðhræddir við múslima sem hvergi vilja aðlaga sig og eru þekktir fyrir að þrýsta Sharía lögum ofar landslögum. Þannig er stuðningur við fjölmenningu hér stórlega að minnka, þó sama fólk gæti vel hugsað sér fleiri innflytjendur sem væru tilbúnir að aðlagast og féllu betur að menningu okkar, siðum og landslögum.

Elías (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 13:43

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem segja að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu:

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:17

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað vill Donald Trump banna 1,7 milljörðum múslíma, um fjórðungi mannkynsins, að koma til Bandaríkjanna.

Öll múslímaríkin í heiminum, um sextíu, myndu þá væntanlega banna öllum Bandaríkjamönnum að koma til þeirra ríkja og hætta öllum samskiptum við Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:18

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:18

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if Europe's biggest economy does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:20

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:21

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:22

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

Píratar 28%,

Samfylking 25%,

Björt framtíð 8%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:24

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Steini Briem, 11.10.2015

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:26

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:27

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:28

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins, og hafa nú 35,3% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Frá síðustu alþingiskosningum, 2013, hafa Píratar fengið fylgi frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni en fyrst og fremst þeim sem þá kusu Framsóknarflokkinn í stað Samfylkingarinnar.

Fylgi Framsóknarflokksins fyrir þremur árum, í febrúar 2013, var samkvæmt skoðanakönnun Gallup 14,2% og er nú mjög svipað, 12%.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu samtals 38,5% í alþingiskosningunum 2009 og eru nú með nánast sama fylgi, 36,4%.

Þá var Framsókn með 14,8% fylgi en nú 12% og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7%, en nú 24,4%, og fékk 26,7% í síðustu alþingiskosningum, 2013.

Vinstri grænir eru nú með sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum, þannig að Píratar hafa ekki fengið fylgi frá þeim.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst lítið fylgi til Pírata.

Samfylkingin, Vinstri grænir og Borgarahreyfingin fengu samtals 58,7% í alþingiskosningunum 2009 og Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar eru nú með sama fylgi, 58,9%.

Og jafnaðarmannaflokkarnir Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð eru nú með 48,1% fylgi.

Fylgi Bjartrar framtíðar er hins vegar mjög lítið, 3,6%, og eins og staðan er núna er því líklegast að Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir, nú með samtals 55,3% fylgi, myndi næstu ríkisstjórn.

Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu, þar sem fylgi flokksins nú færi til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur.

Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:35

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Píratastraumurinn (sem er að snúast við) kemur Gunnari Braga ekkert við.

Og sniðugt hjá þér, Steini, eða hitt þó heldur að birta hér bara 4½ mán. til hálfs árs skoðanakannanir.

Jón Valur Jensson, 28.2.2016 kl. 14:36

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins, og hafa nú 35,3% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 14:43

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.2.2016:

Samfylking 9%,

Björt framtíð 4%,

Píratar 35%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 12%.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 15:01

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu ekki alltaf hinum megin á jarðarkringlunni, Steini? Andfætlingar verða seint sérfræðingar í íslenzkri pólitík með öllum sínum breytingum frá degi til dags.

Jón Valur Jensson, 28.2.2016 kl. 15:02

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.2.2015 (ári fyrr):

Samfylking 19%,

Björt framtíð 13%,

Píratar 12%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 55% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 40% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 15:04

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Píratar eru nú með samtals 48% fylgi og voru með 44% fylgi fyrir ári.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 24% fylgi en var með 27% fyrir ári og Framsóknarflokkurinn er nú með 12% fylgi en var með 13%.

Og Vinstri grænir eru nú með 11% fylgi eins og fyrir ári.

Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur því farið til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur eins og vel sést á stefnu flokksins.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 15:33

38 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mönnum virðist alveg hafa sést yfir, að ég nefni að ýmisleg athyglisverð atriði séu í stefnu nýja flokksins.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2016 kl. 17:30

39 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafi ég gleymt einhverjum stjórnmálaflokki, sem er lengra til hægri en Íslenska þjóðfylkingin, þætti mér vænt um að vita hver hann sé.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2016 kl. 17:31

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þú sérð það sjálfur, Ómar, að það eru líka heilbrigðar verkalýðsáherzlur hjá þesum flokki eða samstaða með þeim sem minna eiga og minna mega sín heldur en (stór)eignastéttin.

Það sama á reyndar líka við um Sanna Finna, að þeir eru ekki alfarið "últra-hægri", heldur líka miðjuflokkur, sættu þig við þetta, og segðu okkur svo hvað þú sérð svona rósrautt og ilmandi við þessa Samfylkingu þína! Þingmenn hennar eru flestir víðs fjarri verkalýðnum.

Jón Valur Jensson, 29.2.2016 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband