Reynslan erlendis styður þetta.

Þegar aðsóknartölur í þeim 30 þjóðgörðum í sjö löndum í Evrópu og Norður-Ameríku, sem ég hef komið í, eru bornar saman við sams konar tölur á Íslandi, sést, að ef við lærum af reynslunni erlendis, erum  við enn vel innan þeirra marka, sem setja verður til þess að verja íslenskar náttúrugersemar.

Þetta, að læra af reynslu annarra þjóða, er aðalatriðið, reynslu sem spannar alla síðustu öld.

Á slíkt skortir hins vegar stórlega. Við erum áratugum á eftir, því miður.   


mbl.is Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 15:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 15:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti:

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Hér á Íslandi dvöldu um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra, 2015.

Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því voru hér að meðaltali í fyrra um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, þannig að erlendir ferðamenn eru hér einungis um tvisvar sinnum fleiri en þeir íslensku.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 15:52

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvers vegna þurfum við Íslendingar alltaf að finna upp hjólið?

Það er staðreynd að ástandið við suma ferðamannastaði hér á landi er langt frá því að vera boðlegt, bæði erlendum gestum sem og ekki síður okkur sem gestgjöfum. Það vantar fjármagn til að bæta úr.

Þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma eru fæstir að byrja sín ferðalög, hafa flestir ferðast um sitt land eða á vinsæla staði annarra landa. Þar þykir sjálfsagt að greiða fyrir að skoða fegurðina, sér í lagi ef um viðkvæm svæði er að ræða. Slíkar greiðslur eru í flestum tilfellum lágar og hver króna sem inn kemur nýtt til uppbyggingar og viðhalds.

Hvers vegna má ekki skoða hvernig aðrar þjóðir framkvæma þessa hluti, bera saman aðferðir þeirra og árangur og einfaldlega velja það sem best gefst? Af hverju þurfum við alltaf að gleyma okkur í rifrildi um tittlingaskít?

Á meðan rifist er og engin niðurstaða fæst, versnar vandinn, hratt og örugglega.

Er alveg útilokað að hægt væri að ná samstöðu á Alþingi um að fara þá leið að leita upplýsinga erlendis frá, að ná samstöðu um að fara þá leið sem þekkt er og best gefst, á þessu sviði? Er útilokað að fá Alþingismenn ofanaf þeirri smákóngahugsun að ekkert sé gott nema þeim sjálfum hafi dottið það í hug, eða nánasti fylgismaður?

Með sama áframhaldi þarf sennilega lítið að hugsa um þessi mál, innan mjög skamms tíma. Þá mun þingmönnum hafa tekist að rústa svo illa mörgum náttúruperum hér á landi að erlendir ferðamenn fara annað.

Tíminn til að taka á þessu máli er ekki á morgun, hann er í dag, hann er núna!

Gunnar Heiðarsson, 28.2.2016 kl. 16:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2016:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 16:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014:

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming á milli ára vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 16:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar landvörslu er enginn.

Landverðir greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Og sektir renna í ríkissjóð.

Þorsteinn Briem, 28.2.2016 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband