Mikil og góð breyting.

Á þeim árum þegar menn reyktu hvar sem þeim sýndist, ekki síst kvikmyndaleikararar, Groucho Marx og fleiri voru eins og strompar með vindlana sína hvar sem þeir voru, og séra Friðriki umvafði mann sem ungan dreng með vindlareyk sinum, hefði það ekki vakið neina athygli þótt kveikt væri í sígarettu í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Helstu stjörnurnar í Hollywood eins og Humphrey Bogart og Nat King Cole þóttu þeim mun flottari sem þeir handléku sígaretturnar af meiri færni og dræpu sig síðan um aldur fram úr krabbameini, sem hlaust af þeim reykingum.

Nú hristi ein sígaretta upp í hinni íslensku hliðstæðu Óskarsverðlaunahátíðarinnar og þótti fréttnæmt atvik.

Undanhald reykinga heldur áfram, og sem betur fer einna mest hjá unglingum.

En það er umhugsunarvert hvað það kostaði miklar deilur og áratuga átök að ráðast gegn því böli, sem reykingarnar ollu í skjóli peningavalds tóbaksframleiðenda, sem svifust einskis til að viðhalda gróða sínum.


mbl.is Kveikti sér í sígarettu á Eddunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband