Til hamingju með "eitthvað annað".

Á sínum tíma voru hæðnisorðin ekki spöruð í garð þeirra, sem sýndu fram á með tölum, að stóriðja gæti aldrei "bjargað" nema njög litlum hluta íslensks atvinnulífs.

Enn í dag er maður atyrtur fyrir hatursáróður í garð áltrúarinnar, þegar einungis var og er um það að ræða að reyna að hamla gegn hinni samfelldu og stórfelldu áróðursherferð sem verið hefur í gangi stanslaust til að gylla stóriðjuna og tala jafnframt gegn því sem í hæðnistóni var talið fráleitt og afgreitt með orðinu "eitthvað annað" og væri jafn gagnslaust og fjallagrasatínsla.

Ferðaþjónustan ein skapar 2700 ný störf á hverju ári, fleiri störf en álframleiðslan hefur skapað samtals í hálfa öld.

Kvikmyndagerðin er aðeins hluti af skapandi greinum eins og sést af milljarða tekjum af aðeins einni tónlistarhátíð, Icelandic Airwafes.  

Stóriðja er hins vegar íslensk þýðing á enska heitinu "heavy industri" og því ætti að setja gæsalappir utan um orðið þegar það er notað um "eitthvað annað".  


mbl.is Kvikmyndagerð er stóriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Iceland Airwaves, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:22

2 identicon

Þú hefur einstakt lag á að tala með afturendanum Ómar, þegar kemur að áliðnaði.

    • Störf í áliðnaði eru um 4.500-5.000, með beinum afleiddum störfum.

    • Hvert starf greiðir á við 3-4 í ferðaþjónustu

    • Ekki eru vandamál tengd skattsvikum og öðrum þjófnaði, eins og er gegnumgangandi í ferðaþjónustu

    • Engin mannsalsmál eru tengd stóriðnaði, ólíkt ferðaþjónustu, þar sem þau eru plága

    • Verkalýðsfélög eru ekki með bunka af launasvikum stóðriðjufyrirtækja, ólíkt því sem viðgengst í ferðaþjónustu

    • Ríki og sveitarfélög fá sáralitlar tekjur af störfum í ferðaþjónustu, vegna lágra launa, ólíkt störfum í stóriðju.

    • Það þekkist ekki að flytja inn láglaunafólk í stóriðju, til þess að halda launum íslenskra starfsmanna niðri.

    • Gígantísk mengun fylgir ferðaþjónustu, margfalt verri og meiri en í stóriðju.

    • Íslensk tæknifyrirtæki og verkfræðistofur búa yfir vel menntuðu fólki með sérþekkingu, sem seld er um víða veröld, þökk sé stóriðju. Þetta gerist ekki í ferðaþjónustu. Þar er sáralítil sérþekking og afar fáir sérhæfðir og dýrir starfsmenn.

    Hilmar (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 09:42

    3 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Höfum unnið fullan sigur í öllum málum frá því við byrjuðum að gapa hér fyrir níu árum.

    Einungis eftir smá ágreiningur á milli okkar Vesturbæinga og Austurbæinga.

    En hann verður leystur með fullum sigri okkar Vesturbæinga eins og í öllum öðrum málum, Ómar minn.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:47

    4 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Það eru engin rök í máli að segja eitthvað út í loftið eins og til að mynda þetta:

    "Botninn mun detta úr túrismanum innan nokkurra ára."

    Við höfum öll séð þessa fullyrðingu frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum árum saman.

    Einnig að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka bráðlega.

    Einmitt þveröfugt hefur gerst og ekkert að marka þessar fullyrðingar.

    Þegar menn rökræða mál eiga þeir að beita rökum en ekki "ég held og mér finnst" og krefjast þess svo að aðrir beiti rökum í málinu.

    Menn eiga sem sagt ekki að krefjast hærri launa vegna þess að einhverjir aðrir geti tapað á því, til að mynda ríkið.

    Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarið vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.

    Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

    Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

    Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:51

    5 Smámynd: Þorsteinn Briem

    18.10.2013:

    "Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

    Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
    , sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

    Álverð hefur
    hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

    Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:52

    6 Smámynd: Þorsteinn Briem

    26.2.2014:

    "Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

    Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

    Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:53

    7 Smámynd: Þorsteinn Briem

    16.12.2013:

    "Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

    Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
    til að hægt yrði að ljúka samningum."

    Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:54

    9 Smámynd: Þorsteinn Briem

    7.8.2015:

    "Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

    "Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:55

    10 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Síðastliðinn miðvikudag:

    "Sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldr­in­um 16-74 ára á vinnu­markaði í janú­ar síðastliðnum, sem jafn­gild­ir 81,7% at­vinnuþátt­töku.

    Af þeim voru 187.200 starf­andi.

    Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 79,5% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli einungis 2,8%.

    Sam­an­b­urður mæl­inga í janú­ar 2015 og 2016 sýn­ir að í vinnuaflinu fjölgaði um 7.700 manns, at­vinnuþátt­tak­an jókst því um 1,6%.

    Fjöldi starf­andi jókst um 10.400 og hlut­fallið af mann­fjölda um 2,8%.

    At­vinnu­laus­um fækkaði um 2.600 manns og hlut­fall þeirra af vinnu­afl­inu minnkaði um 1,5%."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:57

    11 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

    12.6.2008
    :

    "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:58

    12 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

    (Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

    Félagssvæði VR
    nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

    Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 09:59

    13 Smámynd: Þorsteinn Briem

    17.2.2016:

    "Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

    "Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

    Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

    Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

    Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

    "Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

    "Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

    Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

    Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:00

    14 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

    30.12.2013:

    Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


    Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:03

    15 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

    Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:05

    16 Smámynd: Þorsteinn Briem

    27.9.2015:

    "Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

    Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

    Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:06

    19 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

    27.11.2014:

    Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:10

    20 Smámynd: Þorsteinn Briem

    21.1.2013:

    Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


    1.7.2010:


    Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


    Heildarkostnaður
    vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

    Tekjur
    vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:13

    21 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Íslenskir kúabændur greiða mun minna til íslenska ríkisins en þeir fá í beina styrki frá ríkinu, að meðaltali um sjö milljónir króna hver og einn árið 2012.

    Íslenskir kúabændur greiða því ekki kostnaðinn við þjóðvegi hérlendis, sem greiddir eru af skattgreiðendum, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:14

    22 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

    Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:15

    23 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

    Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

    Fasistar
    sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

    Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

    Fasismi

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:16

    24 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

    En vilja að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:17

    25 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.

    Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.

    Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi mörlenskum bændum.

    Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:18

    26 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

    Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:19

    27 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslanndi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

    Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

    Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

    Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

    Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

    Steini Briem, 21.7.2010

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:22

    29 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Samtök iðnaðarins:

    "Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

    Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

    Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

    Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

    Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

    Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en
    um 70% eru flutt úr landi."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:30

    30 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Febrúar 2009:

    "Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

    Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

    Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

    Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

    Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

    Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

    Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:34

    32 Smámynd: Þorsteinn Briem

    17.2.2015:

    "Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna á þessu ári, 2015, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

    Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

    "Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

    Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar árið 2015

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:39

    34 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:42

    35 Smámynd: Þorsteinn Briem

    28.3.2013:

    "Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

    Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

    Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

    Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

    Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:43

    36 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

    Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

    Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:47

    38 Smámynd: Þorsteinn Briem

    6.9.2013:

    "Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.

    Þar af jókst þjónustuútflutningur
    um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%."

    Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:50

    39 Smámynd: Þorsteinn Briem

    10.4.2013:

    "Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

    Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð fjög­ur ár þar á und­an."

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:51

    40 Smámynd: Þorsteinn Briem

    CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem dugað hefði til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:52

    41 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

    23.3.2015:

    "Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

    Spá­in reynd­ist nærri lagi

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:56

    42 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

    Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þúsundir Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

    Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

    Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

    Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 10:59

    43 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

    Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 11:01

    44 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

    Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

    Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

    Félag íslenskra atvinnuflugmanna

    Flugfreyjufélag Íslands

    Flugvirkjafélag Íslands

    Flugumferðarstjórar í BSRB

    Steini Briem, 17.10.2010

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 11:02

    45 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

    Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

    En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

    Þjónusta
    - Vörur

    Þorsteinn Briem, 29.2.2016 kl. 11:07

    46 identicon

    Steini, settu upp þitt eigið Blogg og hættu þessari stanslausu mykjudreifingu hérna skotinn hafi það!!

    Elías (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 12:20

    47 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

    44 komment frá Steina. 3 frá öðrum. Tvö þeirra um komment Steina. Hlýtur að nálgast met í einhverju.

    Jón Steinar Ragnarsson, 29.2.2016 kl. 13:23

    48 Smámynd: Ómar Ragnarsson

    Ég rúllaði niður yfir athugasemdir Steina á 15 sekúndum. Þær eru auðþekkjanlegar vegna feitletrunareikennanna.

    En ég tek undir það að 44 stykki er langt umfram það sem eðlilegt getur talist eða þörf á, og svona langloka getur virkað öfugt, þannig að menn rúlli bara yfir þær á 15 sekúndum.

    Ég þarf á tímanum að halda í annað núna og hef heldur ekki tíma til að fara að sökkva mér niður í að grisja úr þessu né að hrekja listann hjá Hilmari lið fyrir lið.

    Varðandi skattaundanskotin sem hann minnist á kemur Alcoa sér hjá því að borga milljarða í tekjuskatt með því nota bókhaldsbrellur og að það sama þarf ekki að gilda um "afleiddu" störfin í stóriðjunni og um launin í álverunum sjálfum.

    Virðisaukinn af hverri krónu inn í efnahagslífið frá sjávarútvegi og ferðaþjónustu er meira en tvöfalt meiri en hjá stóriðjunni.

    Ómar Ragnarsson, 29.2.2016 kl. 13:43

    49 identicon

    Fyndið að það sé verið að gagnrýna það að ekki má gagnrýna stóryðjuna(lesist ál fyritækin) þegar það er langtum verra fyrir nokkurn einstakling að voga sér að gagnrýna ferðaþjónustuna eða "skapandi" greinarnar.

    Halldór (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 14:12

    50 identicon

    Eitthvað annað:

    http://www.visir.is/fa-milljard-i-tekjur-fyrir-ad-hanna-alver-norsk-hydro/article/2016160228990

    http://www.efla.is/frettir/65-2010/mai-2010/4750-staersta-alver-heims-emal-i-abu-dhabi

    http://www.mannvit.is/frettir/mannvit-semur-vid-thorsil/

    http://www.hnit.is/#!byg-kaeligangur/c1p7h

    http://www.vb.is/frettir/rts-framleiir-stjornbuna-fyrir-alver-i-argentinu/43729/

    Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 14:15

    51 identicon

    Ég segi nú bara í orðastað Jónasar frá Hriflu þegar hann tjóði sig eitt sinn um skattgreiðslur stórútgerðarmanna „Þetta eru nú meiri $#&%$& aumingjarnir sem reka þessi álver ef þeir geta ekki borgað hærri tekjuskatt en skúringarkona á Borgarspítalanum.“

    Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 15:02

    52 identicon

    Ég er mest hissa á því að okkar ágæti Steini Briem skuli nenna þessu. Þó vil ég frekar 50 copy/paste komment frá Steina en eitt "shit" komment frá þessum redneck Hilmari.

    Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 16:58

    53 identicon

    Þetta hefur ábyggilega átt að vera móðgun, Haukur, en komandi frá þér, illa innrættum vinstrimanni, þá tek ég þessu sem hrósi og staðfestingu á, að ég sé á réttri leið.

    Hilmar (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 18:12

    54 identicon

    Það er dapurlegt að sjá, Ómar, hversu blygðunarlaust þú gerir út á útlendingahatur, með þessu endalausa hjali um hin illu erlendu stórfyrirtæki sem svíkja og pretta allt og alla.

    Staðreyndin er sú, að skattayfirvöld hafa ekkert út á álfyrirtækin að setja. Þau eru ekki til rannsóknar, og ekkert gefur tilefni til rannsóknar. Orð ykkar vinstrimanna um skattsvik eru því bara skítlegar árásir hatursfólks.

    Venesúela fór leið ykkar Evu Joly. Þar var misnkunarlaust gert út á hatur, bæði í garð erlendra fyrirtækja, en ekki síður innlendra. Árangurinn varð sá, að það er ekki til skeinipappír í landinu, og herinn þarf að gæta matvælageymsla, þar sem landið getur ekki lengur fætt þjóðina sem þar býr. Við skulum vona að þið í hatursliðinu komið aldrei nokkurn tíma til með að stjórna þessu landi, svo við endum ekki eins og Venesúela eða Zimbabwe.

    Hilmar (IP-tala skráð) 29.2.2016 kl. 18:20

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband