Nýr "tískusjúkdómur" í staðinn fyrir aðra.

Í áranna rás blossa oft upp umræður um ýmsa sjúkdóma og persónuleikavandamála, sem ekki hafa farið hátt fram að því eða jafnvel verið að mestu óþekktir.

Það eru ekki mörg ár síðan almenningur þekkti ekki ADHD, streituröskun eða "mótþróaþrjósku..." eitthvað, ég man ekki síðasta orðlið þessa heitis.

Síðustu misseri hefur maður heyrt um sjúkdómseinkenni, sem voru afgreidd sem ýmis konar "vinsælir" kvillar, ef nota má það orð um "tískusjúkdóma."

Nú nýlega varð kona sem ég þekki fyrir barðinu á slíku og mátti hafa sig alla við til að komast hjá læknis- og lyfjameðferð vegna kolrangrar sjúkdómsgreiningar.

Í ljós kom að veikindi konunnar voru af völdum myglu, og mátti hún kannski þakka fyrir að þessi nýi tískusjúkdómur er kominn til skjalanna.


mbl.is Langir biðlistar í myglugreiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þessi myglugró eru að verða mikill heilsufarsvandi hér og afleitt ef sá vandi stafar af miklu leyti af lélegum vinnubrögðum við smíði nýrra húsa, nóg er víst samt sem stafar af lélegu viðhaldi eldri húsa. 

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 20:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Hún var náttúrulega ekki greind sem þunglyndissjúklingur?

Því sá sjúkdómur hefur alla tíð fengið að vera í friði fyrir gagnrýnendum sjúkdómsgreininga ADHD. Hver er tilgangur þessara árása þinna á fólk sem glímir við ADHD?

Er ekki að þínu mati bara best að binda fólk á fjósbása eins og gert var í gamla daga, svo fólk fái nú alveg örugglega ekki rétta greiningu á ADHD, og réttu en umdeildu hjálparlyfin við heilastjórnleysinu?

Hentar það sölumönnum undirheimanna og embættisklíkukerfisins að hafa stóran hluta þjóðarinnar í fíkniefnaundirheimasölunni, vegna vangreiningar og skorti á réttri lyfjahjálp?

Þú ert mjög heppinn Ómar, að hafa ekki hafnað í slíku helvíti sem undirheimarnir eru, vegna vanrækslu heilbrigðiskerfisins, og ættir að láta það vera að dæma um það sem þú ekki hefur reynslunnar né læknisfræðinnar  þekkingu né vit á!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2016 kl. 00:10

3 identicon

Börnin okkar eiga heimsmet í lyfjaáti Anna Sigríður.  Þau fara freðin í gegnum skólakerfið og útskrifast sem undirheimafóður.  Læknar eru ekki alltaf barnanna bestir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 08:37

4 identicon

Hvaða rétt hafa foreldrar til að setja börnin sín á ávanabindandi lyf?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband