Nýr veruleiki að koma í ljós.

Álversdeilan í Straumsvík er sú fyrsta á vettvangi stóriðjunnar sem verður jafn harðvítug og harðorð ummæli á báða bóga bera með sér.

Í hálfa öld hefur ekkert svipað gerst.

Svo margt kemur í ljós sem áður var ekki haft í hámæli, svo sem hinn ógnarlegi launamismunur þeirra sem nú hafa skipað út álfarmi og þeirra sem unnið hafa þetta starf í hálfa öld.

Upphæðirnar sem Ríó Tintó ætlar að spara sér með því að fá verktaka í vinnu í auknum mæli eru svo smáar, miðað við ofurlaun toppanna, að sú spurning hlýtur að vakna hvort eitthvað meira liggi að baki eða hvort að komin sé svo mikil stífni í deilunni, að þess vegna sé hún á því stigi sem hún er.


mbl.is „Manni er gjörsamlega misboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benóný Jónsson Oddaverji

Ótrúleg skammfeilni hjá þessu skelfilega alþjóðlega fyrirtæki Rio Tinto. Fyrirtækið á engan hljómgrunn á Íslandi. Enda eitt versta alþjóðlega fyrirtæki í heiminum. Brýtur niður og mergsýgur náttúruauðlindir heimsins.

Benóný Jónsson Oddaverji, 5.3.2016 kl. 03:13

2 identicon

Hjá Reykjavíkurborg eru gerðar skipulagsbreytingar

þeir með lægstu launin eru skipulagðir í atvinnuleysi

meðan stöðugt er fjölgað verktökum og toppurum

en Reykjavíkurborg er ekkert vont erlent álfyrirtæki svo það er víst í lagi

Gunni (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 03:25

3 identicon

Sæll Ómar.

Burtséð frá flækjustigi þessarar vinnudeilu þá fannst mér flott hjá stelpunum í stjórninni að skvera álinu um borð í dallinn. Þetta er til eftirbreytni. Næst fer stjórn seðlabankans í að dæla loðnu upp úr Samherjaskipi enda eru þeir miklir vinir. Og svo koll af kolli. Stjórn ASÍ og lífeyrissjóðanna gæti afgreitt bensín fyrir vini sína í olíufélögunum og staðið við kassann í Bónus. Þetta veitir innsýn í atvinnulífið.

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 06:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir töframenn:

Um tíma var ég öryggisvörður í Seðlabankanum og sá á hverju kvöldi þegar ég var þar á vakt að skrifborð Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra 1961-1993 og töframanns, var þakið alls kyns útreikningum og minnismiðum.

Bankastjórar Seðlabankans voru hins vegar þrír þegar ég var þar öryggisvörður og hinir tveir voru framsóknar- og töframaðurinn Tómas Árnason og sjálfstæðis- og töframaðurinn Geir Hallgrímsson.

Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 en verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.

Tómas Árnason var fjármálaráðherra á árunum 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.

Ekki var hins vegar að sjá að á skrifstofum Tómasar og Geirs væri nokkuð unnið, fyrir utan ræstingar.

Skrifborðin voru auð, engar bækur í hillunum, engar tölvur komnar þá og ekki nokkrar mannvistarleifar yfirhöfuð.

Alþýðuflokks-
og töframanninum Jóni Baldvini Hannibalssyni var á þessum árum tíðrætt um "blýantsnagara" í Seðlabankanum en engin sönnunargögn fann ég þar um blýantsnag seðlabankastjóranna.

Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra 1987-1988 en verðbólgan hér fór í um 25% árið 1987.

Alþýðubandalags-
og töframaðurinn Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var hins vegar fjármálaráðherra á árunum 1980-1983.

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, er einnig mikill töframaður.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og töframaðurinn Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Mikla töframenn þyrfti hins vegar til að brjótast inn í gullgeymslu Seðlabankans, því þar er handleggsþykk stálhurð og einungis tveir menn kunna á talnalásinn.

Á milli útveggja geymslunnar er lofttæmi og komist loft þar inn hringja viðvörunarbjöllur með svo miklum látum að Breiðhyltingar myndu þeytast upp úr lúxusrúmunum sínum frá Víðishúsgögnum, sem smíðuð voru á sjöunda áratugnum.

Einungis einu sinni fór ég í gullgeymsluna, og þá ásamt yfirmönnum bankans, lyfti þar einum hinna meintu gullklumpa til að að kanna hvort hann væri ekki úr plasti og því enn ein töfrabrögð Mörlendinga í efnahagsmálum.

Þungur var hann en ég gæti hins vegar best trúað að hið meinta gull sé í raun brennisteinskís og því í raun glópagull.

Hagsaga Íslands


Verðbólgan hér á Íslandi 1940-2008

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 10:34

5 identicon

Sæll.

Ómar nefnir ofurlaun toppanna. Hver eru þá þessi ofurlaun toppanna?

Ef eigendur fyrirtækisins eru svo heimskir að vilja borga toppunum "ofurlaun" mega þeir þá ekki vera heimskir? Ómar ætti að bjóða fram þjónustu sína og bjarga rekstri þessa fyrirtækis - hver veit nema hann gæti komið í staðinn fyrir þessa "gráðugu" toppa og þá sparast þessi ofurlaun. Eða hvað?

Deilan er að hluta til ekki launadeila. Veit Ómar hver hin hliðin á þessari deilu er?

@1: Nefndu þá dæmi um að að RTA sé að mergsjúga auðlindir hérlendis? Hvaða auðlindir er verið að mergsjúga? Hver eru meðallaun starfsmanna álversins í Straumsvík?

Á fyrirtækið engan hljómgrunn hérlendis? Ef RTA fer héðan verða það ekki bara starfsmenn fyrirtækisins sem missa vinnuna heldur fjölmargir aðrir starfsmenn. Hvað eru það margir starfsmenn sem halda fyrirtækinu nú í gíslingu? 

Gleymum heldur ekki Hafnarfjarðarvinklinum á þessu, ef fyrirtækið fer héðan missir Hafnarfjarðarbær heldur betur spón úr aski sínum. Fyrirtækið á sér heldur betur hljómgrunn í bæjarsjóði Hafnarfjarðar. Hugsaðu áður en þú tjáir þig :-)

Helgi (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 10:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.12.2015:

"
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness leggur til að laun Rannveigar Rist forstjóra álversins í Straumsvík verði lækkuð um helming.

Þar með næðist fram sá sparnaður sem fyrirtækið Rio Tinto Alcan vill ná fram með verktakavæðingu 32 starfa í álverinu en sú krafa hefur valdið því að kjaraviðræður starfsmanna við fyrirtækið eru í strandi."

Laun Rannveigar Rist verði lækkuð um helming til að ná þeim sparnaði sem fengist með verktakavæðingu 32 starfa í álverinu í Straumsvík

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 10:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru engin rök í máli að segja eitthvað út í loftið eins og til að mynda þetta:

"Botninn mun detta úr túrismanum innan nokkurra ára."

Við höfum öll séð þessa fullyrðingu frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum árum saman.

Einnig að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka bráðlega.

Einmitt þveröfugt hefur gerst og ekkert að marka þessar fullyrðingar.

Þegar menn rökræða mál eiga þeir að beita rökum en ekki "ég held og mér finnst" og krefjast þess svo að aðrir beiti rökum í málinu.

Menn eiga sem sagt ekki að krefjast hærri launa vegna þess að einhverjir aðrir geti tapað á því, til að mynda ríkið.

Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarið vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 11:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 11:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]."

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 11:02

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.2.2016:

"Sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldr­in­um 16-74 ára á vinnu­markaði í janú­ar síðastliðnum, sem jafn­gild­ir 81,7% at­vinnuþátt­töku.

Af þeim voru 187.200 starf­andi.

Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 79,5% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli einungis 2,8%.

Sam­an­b­urður mæl­inga í janú­ar 2015 og 2016 sýn­ir að í vinnuaflinu fjölgaði um 7.700 manns, at­vinnuþátt­tak­an jókst því um 1,6%.

Fjöldi starf­andi jókst um 10.400 og hlut­fallið af mann­fjölda um 2,8%.

At­vinnu­laus­um fækkaði um 2.600 manns og hlut­fall þeirra af vinnu­afl­inu minnkaði um 1,5%."

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 11:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 11:07

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 11:07

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju taka menn sig ekki saman og stoppa þessa sjalla þarna.

Þetta er svo skammarlegt og mikil niðurlæging fyrir Ísland og íslendinga, - að maður getur varla tala um þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2016 kl. 11:08

14 identicon

Takk fyrir góða pistill Ómar.

Við verkafólkið stöndum öll sem eitt á bak við félaga okkar í flutningsdeildinni.  Ástæða þess að þeir fóru einir í verkfall og við hinn ekki með er taktísk.  Með því er lokað á útflutning á áli en fyrirtækið neyðist til að reka aðrar deildir með tilheyrandi kostnaði án þess að geta selt afurðir sínar.  Nú þegar hefur þessi taktíska aðgerðir valdið því að allir kaupendur álversins eru hættir að panta frá þeim sérblandað álið en eina álið sem er steypt er það sem fer síðar í umbræðslu.

Forstjórar, stjórnarmenn, framkvæmdastjórar, aðstoðamenn þeirra og verkstjóri í flutningsdeild fara ekki að halda þessu út lengi að lesta.  Enda fengu þeir víðtækar heimildir frá sýslumanni til verkfallsbrota en sú heimild var aðeins í eina viku.  Óvíst er dómsstól myndi gefa þeim jafn víðtækar heimildir og væri það algjörlega fordæmislaust enda hefur það ávallt verið þannig hér á Íslandi að eigendur einir geta unnið í verkfalli en ekki starfsmenn sem sinna stjórnun.

Hvað varðar tuggu stjórnenda RTA um ofurlaun starfsmanna sinna sem þeir segja vera 20% yfir launum annara verkamanna í landinu þá er ýmistlegt við það að athuga.  Í fyrsta lagi er verið að bera saman heildarlaun okkar við annara.  Inn í þeim eru bæði, bónusar, önnur álög, starfsaldur(sem er venjulegar lengri en annars staðar) og stóriðjuskóli(sem starfsmenn fá fagbréf upp á og kauphækkun.)  Þarna er sem sagt verið að bera saman epli og appelsínur.  Menn geta líka spurt sig hvort það sé réttlætanlegt að fólk sem vinnu með gasgrímur á andlitinu í vinnuni í kringum fljótandi málm og eiturgufur eigi að vera með sömu laun og aðrir?

Þó ég vinni í kerskálanum þá er ég í dag eins og flestir aðrir starfsmenn ÍSAL í hjarta mínu flutningadeildarmaður

Sigurður J. Haraldsson

Trúnaðarmaður í kerskála.

Sigurður J. Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 12:17

15 identicon

„Með því er lokað á útflutning á áli en fyrirtækið neyðist til að reka aðrar deildir með tilheyrandi kostnaði án þess að geta selt afurðir sínar. “

Er eitthvað sem kemur í veg fyrir að ríó tintó setji verkbann á hina?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband