Að gera það sem þarf.

Voldug valdaöfl og fjármálaöfl standa á bak við það um allan heim, sem Laxness kallaði "hernaðinn gegn landinu" í sinni frægu Morgunblaðsgrein fyrir 46 árum, og kalla mætti "hernaðinn gegn jörðinni" á alþjóðavísu.

Það felst meðal annars í skefjalausri rányrkju og óafturkræfum umhverfis- og náttúruspjöllum.

Ef andóf er viðhaft gegn þessu nota fjármálaöflin og alþjóðlegu stórfyrirtækin þau meðöl sem duga til þess að koma fram vilja sínum.

Það er misjafnt eftir aðstæðum, hve miklu valdi er talin þörf á að beita. Ef ítök í valdastofnunum nægja láta þessi öfl það gott heita.

Ef það nægir ekki, er beiting lögregluvalds næsta skref í því að "gera það sem þarf".

Síðan eru til lönd eins og Honduras þar sem beiting lögregluvalds er ekki nóg og þá telja valda- og gróðaöflin sig tilneydd að ryðja andófsfólki endanlega úr vegi, eins og útför Bertu Cacares í dag ber vitni um, auk morða á tug annarra mótmælenda á undan henni.  


mbl.is Þúsundir komu í jarðarförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband