"Órólega hornið á Evrópu" og vandræða bandamaður.

Í aðdraganda Heimsstyrjaldarl fyrir rúmri öld var Balkanskaginn oft kallaður "órólega hornið á Evrópu."

Á skaganum laust saman trúarbrögðum og ólíkum menningarheimum þáverandi stórvelda, sem leiddi af sér styrjaldir, sem þó breiddust ekki út fyrr en allt fór í bál og brand eftir morðið á ríkisarfa Austurríkis 28. janúar 1914.

Þegar Tyrkjaveldi féll varð lítill hluti Tyrklands eftir í suðausturhorni Evrópu og múslimatrú var nokkuð útbreidd á því svæði á Balkanskaga sem Tyrkir misstu.

Í Balkanófriðnum eftir upplausn Júgóslavíu í lok síðustu aldar blossuðu upp átök, sem áttu rót í trúarbragðadeilum.

Tyrkland er erfiður og varasamur nágranni fyrir löndin í kring.

Tyrkir frömdu grimmilegt þjóðarmorð á Armenum fyrir öld, sem þeir vilja ekki viðurkenna enn í dag.

Þeir hafa sýnt og sýna áfram Kúrdum vægðarlausa grimmd, og vegna veru sinnar í NATO flækja þeir öll stjórnmál í miðausturlöndum, reyna að láta líta út sem þeir geti komist inn í ESB en eru ekki tækir vegna ástandsins í landinu.

Við suðausturbæjardyr Evrópu leynist mesti vandi álfunnar um áratuga skeið af völdum flóttamannavandans og upplausnarinnar í Sýrlandi.

Sú ætlan Bandaríkjamanna að "hreinsa til" með innrásinni í Írak 2003 og öflugum stuðningi við svonefnt "Arabískt vor" 2011 var hrapalleg gjörð sem hefur skapað óskapleg vandræði, stríðshættu og ólgu, sem sendir skjálfta í gegnum alla Evrópu.  


mbl.is Dulin tilraun til útrýmingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að gera Tyrkjum það alveg ljóst að ef þeir lenda í átökum við Rússa þá komi NATO þar hvergi nærri.

Höður Þormar (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 13:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hin sjálfstæða utanríkisstefna Íslendinga skilaði miklum árangri í Eystrasaltsríkjunum en Ísland varð fyrst ríkja í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði þessara ríkja, að frumkvæði Jóns Baldvins Hannibalssonar þáverandi utanríkisráðherra.

En þá brutust út
mannskæðar skærur í Eystrasaltslöndunum.

Hinn íslenski utanríkisráðherra ákvað því að stilla þar til friðar við annan mann, blaða- og framsóknarmanninn Pétur Gunnarsson, sem báðir komust lifandi frá þessum skærum, eins og þeir hafa margsannað.

Til að minnast þessarar heimsfrægu reisu þeirra Don Kíkóta og Sansjó Pansa nútímans hlunkaði ein Eystrasaltsþjóðin niður heljarmiklu bjargi á horninu við rússneska sendiráðið í Reykjavík.

Og á hinum mikla steini er þessi áletrun:

Báðir komu þeir aftur og hvorugur þeirra dó.


Rússarnir í sendiráðinu í Garðastræti taka hins vegar alltaf stóran sveig framhjá þessu grjóti þegar þeir fá sér spásséritúr í miðbæinn og sleppa þannig í leiðinni við að ganga framhjá Baugsveldinu sáluga í Túngötunni, sem minnir þá á hrun Sovétríkjanna.

En þau hefðu að sjálfsögðu ekki hrunið og Eystrasaltsríkin væru nú ekki sjálfstæð ef hinna íslensku Don Kíkóta og Sansjó Pansa hefði ekki notið við á sínum tíma.

Það segir sig sjálft.

Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband