Tónninn gefinn í fordyri landsins.

Útlendingar lokkast til Íslands á þeim forsendum að hér sé að finna ósnortna náttúru sem eigi ekki sinn líka í heiminum.

Í sjálfu fordyrinu, Leifsstöð, og út frá henni er hins vegar allt annar tónn sleginn.

Á leið inn í Leifsstöð blasir við risastór auglýsing Landsvirkjunar með mynd af sundurristum bakka Hafrahvammagljúfurs þar sem tilbúinn foss, stærsti foss landsins í nokkra daga eða mest 2-3 vikur í september, steypist ofan í gljúfur, sem alla aðra tíma ársins hefur verið svipt skapara sínum, Jöklu,  og horfir myrkvað, steindautt og autt við þeim tiltölulega fáu sem þarna koma þrátt fyrir malbikaðan veg alla leið.

Samkvæmt niðurstöðu rammaáætlunar á sínum tíma fól Kárahnjúkavirkjun í sér mestu mögulegu óafturkræfu neikvæðu umhverfisáhrif og landspjöll á Íslandi á sínum tíma en samt velur Landsvirkjun þennan stað til sýningar, þótt vel hefði mátt birta mynd af Ljósafossvirkjun eða Búrfellsvirkjun sem tákn fyrir vatnsorku Íslands.Hverandi 18.10.15

Myndin hér af fossinum Hverfanda er sú skásta sem hægt er að taka af þessu yfirfalli af Kárahnúkastíflu, en á mynd Landsvirkjunar sést öll hin niðurskorna renna, sem vatnið rennur eftir að fossinum.

Nú hamast Landsnet við að vaða yfir allt og alla með nýja risaháspennulínu til að tryggja að ferðamenn fái engan frið fyrir slíkum mannvirkjun, hvert sem ekið er.Eldvörp. Grindavík í fjarska.

Og senn hefjast framkvæmdir við að framlengja virkjanasvæðið við Svartsengi, sem hið tilbúna Bláa lón er hluti af, 15 kílómetra þaðan og í sjó fram fyrir vestan Grindavík og ramma inn í gufuleiðslur, háspennulínur, vegi, borholur og stöðvar- og skiljuhús gígaröðina Eldvörp, sem á engan sinn líka fyrr en austur við Lakagíga eða norður í Mývatnssveit.

Á myndinni er horft yfir hluta af þessari rúmlega tíu kílómetra löngu gígaröð, og sést glytta í Grindavík og Atlantshafið.

Ekki veit ég hvað ferðabloggararnir í tengdri frétt á mbl.is myndu segja, ef þeir vissu af öllu þessu ofan á það sem þeir kalla "sóun á tíma, peningum og sálu" sinni í Bláa lóninu.    


mbl.is Sóun á tíma, peningum og sálu þinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert búinn að birta þessa bloggfærslu nokkur hundruð sinnum áður, Ómar Ragnarsson.

Og færð að sjálfsögðu sömu athugasemdir við hana og áður ef einhver nennir að birta þær, sem er þá frekast undirritaður.

Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 23:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei áður talað um Blá lónið, sóru auglýsingamyndina í Leifsstöð, nýju háspennulínuna Landsnets né birt mynd af Hverfanda.

Og þaðan af síður er þessi bloggpistill "copy paste" af nokkrum bloggpistli.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2016 kl. 23:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur oft og mörgum sinnum gapað um háspennulínur Landsnets, Bláa lónið og auglýsingar í Leifsstöð, Ómar Ragnarsson.

Miklu auðveldara fyrir þig að afrita það en að breyta orðaröðinni hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 23:43

4 identicon

LLandeigendur á Vatnsleysuströnd hafa gripið til varna gegn ofríki Landsnets:

https://www.facebook.com/jardstrengir/posts/842679932524951?aymt_tip=1&placement=aymt_hot_post_notif&source=notification&notif_type=aymt_promote_page_post_tip

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 00:04

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei áður talað um auglýsingar í Leifsstöð né "afritað" neitt um Bláa lónið.

Og misskildu mig ekki, kæri Steini að athugasemdir þínar hafa margar verið stórgóðar, skemmtilegar og fræðandi, fengur að fá þær og ég er þakklátur fyrir.

En það er kvartað yfir þessu yfirgengilega mikla magni oft á tíðum, í þetta sinn 31 athugasemd af 37.

Ómar Ragnarsson, 7.3.2016 kl. 06:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur skrifað hér áður um auglýsingar í Leifsstöð, Kárahnjúkavirkjun, Jöklu, fossinn Hverfanda, Hafrahvammagljúfur, Landsvirkjun, Búrfellsvirkjun, Ljósafossvirkjun, Eldvörp, Lakagíga, Svartsengi, Bláa lónið, Eldvörp, gufuleiðslur, borholur, stöðvar- og skiljuhús og háspennulínur Landsnets, Ómar Ragnarsson.

Margt af þessu hefur þú birt hér mörg hundruð sinnum, enda hefur að sjálfsögðu enginn bannað þér það.

Þessi bloggfærsla þín hefur því verið birt mörg hundruð sinnum, enda þótt orðaröðin hafi ekki verið sú sama.

Það hvarflar hins vegar ekki að mér að breyta orðaröð þess sem máli skiptir hverju sinni, enda þótt það hafi verið birt áður.

Ég hef margsinnis bent þér á að meiðyrði hér í minn garð eru kolólögleg og krafist þess að þú eyddir þeim jafnóðum.

Og ég á að sjálfsögðu ekki að þurfa að krefjast þess í hvert skipti sem þau eru birt hér.

Flestir þeirra sem eftir eru hér á Moggablogginu eru harðsvíraðir öfgahægrimenn sem að sjálfsögðu kvarta undan því sem ég birti hér
og hafa gert frá því að ég byrjaði að birta hér athugasemdir fyrir níu árum.

Það skiptir þá engu máli hversu margar athugasemdir ég birti hér hverju sinni, því frá upphafi hafa þér reynt að níðast hér á undirrituðum með þinni aðstoð.

Þeir hafa meira að segja hótað mér líkamsmeiðingum undir nafnleysi á þessari bloggsíðu án þess að þú hafir kvartað undan því.

Og með því að eyða ekki þessum stöðugu meiðyrðum hér í minn garð um leið og þú sérð þau samþykkir þú meiðyrðin að sjálfsögðu í raun og ert því meðsekur, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 7.3.2016 kl. 08:51

7 Smámynd: Ingimar Eydal

Þvílík þolinmæði sem þú Ómar sýnir þessum Steina Briem sem hefur haldið annars fínu bloggi þínu í heljargreipum árum saman.  Hann hefur hangið á hverri einustu færslu eins og hundur á roði og gerir það að verkum að maður nennir varla að opna færslurnar þínar lengur.  Ef gestur minn myndi sýna svona yfirgang væri ég löngu búinn að vísa honum á dyr!  Maðurinn kann greinileg enga "netsiði".  Fyrst hann hefur allan þennan tíma til að gera athugasemdir við þínar færslur ætti hann frekar að halda úti sinni eigin síðu í stað þess að hengja sig á annara manna síður!

Ingimar Eydal, 7.3.2016 kl. 08:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson ræður því hvað ég birti hér en ekki þú, Ingimar Eydal.

Ekkert hefur komið í veg fyrir að þú hafir getað birt hér athugasemdir eins og þér lystir hverju sinni.

Í fjölmörg skipti hef ég ekki birt neinar athugasemdir hér og stundum ekki svo mánuðum skiptir.

Þú hefur miklu meiri áhuga á undirrituðum en því efni sem Ómar Ragnarsson skrifar um hverju sinni, eins og þínir líkar.

Það sem ég birti hér er lesið og hefur mikil áhrif, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.

Þorsteinn Briem, 7.3.2016 kl. 09:13

9 identicon

„Það sem ég birti hér er lesið og hefur mikil áhrif, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“

Hér fljótum vér eplin....

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 09:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú eru liðnir tíu klukkutímar frá því að þessi bloggfærsla var birt og enginn hefur birt nokkurn skapaðan hlut um efni bloggfærslunnar.

Menn hafa því ekki sýnt nokkurn áhuga á að skrifa um efnið, þrátt fyrir fimm hundruð innlit nú þegar.

Þorsteinn Briem, 7.3.2016 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband