Bara hluti risavaxinna sjónhverfinga sem halda áfram.

Þau sakamál, sem hafa verið í gangi undanfarin ár vegna Hrunsins spegla aðeins hluta af heildarmyndinni, risastórri sápukúlu, sem fjármálaheimurinn blés upp á græðgisbóluárunum og átti að mestu enga innistæðu.

Hannes Smárason lýsti því vel í blaðinu Krónikunni snemma árs 2007 hvernig hægt var með kaupum og sölum með tilheyrandi kennitöluflakki að búa til á "löglegan hátt" tuga og jafnvel hundraða milljarða "verðmæti" á undraskömmum tíma.

Stærstur hluti þessa fólst í því að búa til viðskiptavild og aukið hlutabréfaverðmæti upp á stjarnfræðilegar upphæði með hverri viðskiptafléttunni á fætur annarri.

Allt löglegt en hins vegar fullkomlega siðlaust.  

Eins og Hannes lýsti þessu, var þetta kjarni hins íslenska efnahagsundurs þar sem íðilsnjallir ungir íslenskir fjármálasnillingar voru búnir að finna upp algerlega ný fjármálalögmál, sem tóku langt fram stöðnuðum hugsanahætti og aðferðum, sem meira en aldar gömul reynsla hafði búið til í fjármálaheiminum.

Í magnaðri áróðursmynd eins bankanna var hamrað á algerlega nýrri tímamótahugsun, "Kaupthinking".

Nú er vikulega í fréttum fjallað um gamalkunnug fyrirbæri, himinháa bónusa og arðgreiðslur á sama tíma og almenningur borgar brúsann.

Lagðar eru kollhúfur við frumvarpi Karls Garðarssonar um að reyna slá lítillega á kennitöluflakkið og í annað sinn á áratug stefnir fjármálakerfið í annað og enn stærra Hrun að mati fyrrverandi seðlabankastjóra Bretland.

Hvers vegna? Jú, fjármálakerfið er jafn sjúkt og það var 2006-2008.  


mbl.is Handstýrðu gengi Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi Jakobs Kata kúl,
kúlulánin tók ei,
alltaf er nú Framsókn fúl,
finnst það ekki ókei.

Hver sagði skömmu fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008:

"Þarf þessi maður ekki að fara í endurhæfingu, ég bara spyr!"

Og nú vill þessi kona verða forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 13:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ekki var núverandi forseti Íslands betri en kúlulánafólkið, enda dýrkaður af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum:

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 13:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Icesave, Icesave, Icesave!" gapir Sjálfstæðisflokkurinn.

Hver er ábyrgð þáverandi bankaráðs Landsbankans, til að mynda sjálfstæðiskonunnar sem keypti Moggann eftir Hrunið?!

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 13:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að mínu mati er það rétt (aldrei þessu vant) hjá framsóknarþingmanninum Þorsteini (man ekki hvers son) að það á bara að banna bankabónusa.  Alþingi á bara að banna það.

Þá kann einhver að segja sem svo:  Ja, þá missum við alla snillingana erendis o.s.frv. þar sem betri laun eru í boði.

Eg segi:  Látum reyna á það!

Það hlýtur bara að vera hægt að manna þetta blessaða fjármálakerfi hérna með því sem kallað var í gamla daga þokkalega góð laun fyrir þægilega innivinnu.

Eg er ekki að kaupa það að þeir sem vinni við fjármálavafstur séu einhverjir snillingar sem þurfi bónusa hægri vinstri því annar gufi allt upp.  Hlusta ekki á svoleiðis kjaftæði. 

Það á bara að banna bankabónusa og sjá til hvað gerist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2016 kl. 14:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn fái aftur Landsbankann og Framsóknarflokkurinn Arion banka.

Og allt verður gott aftur.

Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn

Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 14:29

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Yfirmaður innri viðskipta semur við ákæruvaldið um rettarvernd, en sakbendir undirmenn sína. Flottur. Ætlar síðan sennilega að flytja á efstu hæðina í blokkinni sinni við Miklubrautina og anda að sér svifryki. Svona menn geta varla nærst á öðru en óhollustu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2016 kl. 00:24

7 identicon

Mér finnst að þeir starfsmenn Glitnis sem að fengu lán til hlutabréfakaupa og höfðu ekki rænu á að setja það í ehf vegna þess að þá hefðu þau þurft að greiða hærri skatt af væntanlegum gróða eigi að þurfa borga fyrir sín bréf þar sem nú er búið að sýna fyrir dómi að þau voru að taka þátt í markaðsmisnotkun og blekkja okkur almenning en þetta lið fékk niðurfelld lánin á sínum tíma en það hlýtur að vera hægt að bakka með þann gjörning munið að Birna Einarsdóttir fékk einhverja 190 milljónir minnir mig að láni og afhverju þarf hún ekki að borga til baka, jú starfsmenn hennar klúðruðu þessu óvart. Birna Einarsdóttir ætti bara að segja af sér.

Valli (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 10:02

8 identicon

Og eitt að lokum sem tengist ekki Glitni heldur gamla Landsbankanum. Hvernig í andskotanum getur stjórnarformaðurinn Björgólfur Guðmundsson maður sem að átti stóran þátt í að koma landinu á hausinn (eignir landsins eru víst minni en skuldir skilst mér) sloppið svo ótrúlega vel því er hann ekki í fangelsi það er ekki eins og hann hafi ekkert vitað um neitt hvað var að gerast og það passar ekki það er búið að dæla víkjandi lánum endalaust í gamla Landsbankann og peningarnir bara horfnir meðan Björgólfur yngri er að drukkna í pening.

Valli (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband