Gleymdust sjúklingarnir í aðgerðaáætluninni?

Spítali er ekki bara grunnur og sprengingar í honum, uppsteypa og skrölt og hávaði í vinnuvélum á meðan verið er að reisa hann.

Reikna verður með því, að ef ekki er verið að reisa nýjan spítala, heldur bútasauma hann við eldri byggingar, verði viðkvæmir sjúklingar í þeim húsum, sem þar eru.  

Á Akureyri var lengi gistiheimili við rúntinn. Sett var þrefalt gler í gluggana og þar með deyfðist hávaðinn stórlega. Ekki er að sjá af tengdri frétt á mbl.is að neitt slíkt hafi verið gert enn á Landsspítalanum né að það standi til.

Kannski hefur gleymst í aðgerðaráætlunni að gera ráð fyrir því að húsin þarna eru full af veiku fólki.

Ég sá þegar ég var þarna síðast á ferð, að látið er vita um allan spítalann fyrirfram hvenær sprengingar hrista hann svo að allt nötrar.

Auðvitað er hægt að grípa til ýmissa aðgerða til að minnka truflun af framkvæmdum en betra hefði verið að gera það í tíma.

 


mbl.is Flúði hávaðann á Landspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar eru sjúklingarnir í hótelplönum Sigmundar Davíðs?  Úti á túni?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband