Löngu tímabærar aðgerðir.

Álagið á Hæstarétt Íslands, sem hefur skapast vegna málafjöldans, sem kemur fyrir réttinn, hefur lengi verið þess eðlis, að á stundum hefur það ógnað réttarfarinu hér á landi og skaðað trúverðugleika réttarins.

Því er það fagnaðarefni þegar stigið er skref í þá átt að stofnað verði millidómsstig sem taki þetta mikla álag að hluta til sín.

Vöntun á slíku millidómsstigi var allmikið rætt í stjórnlagaráði en ákveðið að fastnegla ekkert í þeim efnum heldur láta löggjafarvaldinu það eftir að koma á umbótum.


mbl.is Mælti fyrir stofnun Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Er stjórnlagaráð ekki búið að senda nýju "Stjórnarskrá Íslands" til Brussel?

Án heiðarlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um allar svikagreinar þeirrar Stjórnarskrár sjálfstæðis-afsalskónganna íslensku og Brestastýrðu?

Þeir eru kannski of margir, stjórnarskrár-höfundafræði-snillingarnir, sem ekki hafa enn viðurkennt sín svikaverk gagnvart lýðræðiskosningabærum upplýstum einstaklingum á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 00:00

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vonast eftir heiðarlegu svari?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 00:02

3 identicon

Búið og gert.

Hún þótti illa þýdd, óskiljanleg og með ólíkindum illa undirbúin.

Eitthvað sem fjölmiðlar voru ekki til í að ræða ...

L. (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband