Sírenuvælið segir sína sögu.

Væl í sírenumm lögreglubíla hefur verið áberandi hluti af borgarmynd Brussel undanfarna daga.

Auðvitað er slíkt væl hluti af lífi milljónaborgar, en miðað við fyrri heimsóknir til þessarar borgar má greina marktækan mun.

Vælið eitt og sér kann að hafa fælingarmátt fyrir þá óyndismenn sem enn leika lausum hala í borginni. Í henni ríkir enn hátt viðbúnaðarstig sem borgarbúar verða að lifa við um sinn.

Belgísku lögreglunnar bíður það hlutverk að gyrða sig í brók. Það vakti athygli að franska lögreglan átti hlut að handtöku forsprakka hryðjuverkamanna, sem flýtti fyrir því að ódæðismenn létu til skarar skríða.

Frakkar hafa verið hundóánægðir með það hve hryðjuverkamenn hafa átt auðvelt með að vera óhultir í Brussel og athafna sig þar.

Maalbeek brautarstöðin er næsta neðanjarðarbrautarstöðin við höfuðstöðvar Evrópusambandsins, aðein 300 metra frá þeim, og það eitt ætti að nægja til að hringja öllum viðvörunarbjöllum.

Rétt er að hafa í huga hve litlu munaði að tilræðismönnum tækist að fljúga á Hvíta húsið 11. september 2001.   


mbl.is Göngunni verður frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alger óþarfi að hengja bakara fyrir smið.  Það eru stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanir um það að galopna öll landamæri og kasta sprengjum á fólk.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 09:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 27.3.2016 kl. 15:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru einnig í Brussel.

Þorsteinn Briem, 27.3.2016 kl. 15:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Listi hinna staðföstu þjóða var kynntur á blaðamannafundi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Washington 18. mars 2003:"

"Mr. Boucher:

"There are 30 countries who have agreed to be part of the coalition for the immediate disarmament of Iraq.

I have to say these are countries that we have gone to and said, "Do you want to be listed?" and they have said, "Yes."

I will read them to you alphabetically, so that we get the definitive list out on the record.

They are:  Afghanistan, Albania, Australia, Azerbaijan, Colombia, the Czech Republic, Denmark, El Salvador, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Georgia, Hungary, Iceland, Italy, Japan, Korea, Latvia, Lithuania, Macedonia, the Netherlands, Nicaragua, the Philippines, Poland, Romania, Slovakia, Spain, Turkey, the United Kingdom, and Uzbekistan.
""

Þorsteinn Briem, 27.3.2016 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband