Fylgifiskur óánægjunnar.

Fylgifiskur nýs umróts og óánægju er uppgangur þeirra flokka, sem gagnrýna ástandið á þeim forsendum að viðbrögð við hinu nýja ástandi séu hvorki fullnægjandi né rétt. 

Og á þeim forsendum hafa jaðarflokkar ævinlega þrifist best í ástandi kreppu og upplausnar. 

Enginn vafi er á því að nýjustu atburðir í Belgíu muni verða vatn á myllu óánægjuaflanna. 

Í Belgíu hefur getulausi og sleifarlag lögreglu og yfirvalda opinberast, og almenn óánægja með það mun að sjálfsögðu bitna á stjórnmálalegum valdhöfum. 


mbl.is Pólitískur landskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Trump segir NATÓ úrelt bandalag.  Ætlar enginn að koma hlaupandi með friðarverðlaun handa honum eins og Obama?   

http://www.visir.is/trump-segir-bandarikin-hafa-verid-raend-um-arabil/article/2016160329258

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 13:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn miðvikudag:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 27.3.2016 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband