"Landsbankinn ráðlagði..."

Sumir þurfa aldrei að kvíða neinu, hvorki fjárskorti né vantrausti.

Þar var smá von um að á páskadag yrði tveggja daga hlé á Tortólumálinu, en 12 blaðsíðna aflátsbréf hins kvíðalausa kom í veg fyrir það.

 

Þegar stefndi í efnahagshrun á Íslandi 2007-2008 þurftu sumir ekki að kvíða því. "Landsbankinn ráðlagði.." segir í þessu eftirtektarverða aflausnarbréfi. 

"Banki allra landsmanna" reyndist banki sumra landsmanna og ráðlagði útvöldum en ekki almúganum að koma fé sínu fyrir í aflandsfélagi á stað, sem þá var kallað skattaskjól og felustaður af því tagi að núna erum við Íslendingar aðilar að alþjóðlegu átaki gegn slíku. 

En nú er okkur sagt að staðurinn hafi breyst og sé bara ósköp venjulegur geymslustaður fyrir fé og að fullir skattar séu greiddir af fénu, sem "Landsbankinn ráðlagði" útvöldum að koma burtu úr íslenska krónuhagkerfinu í tæka tið á sama tíma sem krónan var, - og er reyndar enn, - mærð fyrir það hve vel hún hefur reynst okkur alla tíð. 

Má furðu gegna að á sama tíma séu þeir sömu og það segja um Tortólu heilshuga aðilar að alþjóðlegri "aðför" að svo göfugum stað.

Og mikið má sauðsvartur almúginn vera þakklátur fyrir að skattar skuli greiddir af fé sem sumir fengu í leyni að halda óskertu á sama tíma og aðrir, sem Landsbankinni ráðlagði ekki, misstu mestallt eða allt sitt og geta engan skatt borgað af því.

Orðin "í leyni" eiga við um það að Landsbankinn og gæludýr hans leyndu því fyrir öðrum en útvöldum hvernig hægt væri að komast kvíðalaust í gegnum Hrunið á meðan hann ráðlagði öllum almenningi að festa féð í krónuhagkerfinu hér heima og tapa því síðan að meira eða minna leyti og taka á sig 72% hrun krónunnar.

Tvær þjóðir virðast búa í þessu landi. Önnur þarf aldrei að kvíða neinu og hefur alltaf allt sitt á þurru, af því að hún býr í erlendu hagkerfi á meðan hin þjóðin býr við allt önnur kjör.

Og talsmaður yfirþjóðarinnar segir ekki aðeins að allt sé þetta löglegt, heldur líka að það sé siðlegt.

Svona til öryggis til þess að máta fyrirfram þann, sem dettur í hug að bera sér fræg orð Vilmundar heitins Gylfasonar í munn.   

 


mbl.is Kvíðir ekki vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju birtir RÚV ekki þennan lista?  Voru jafnaðarmennirnir að setja auðlegðarskatt á Jón og Gunnu á meðan þeir komu sínum eignum í skattaskjól?  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/03/28/ahrifamenn-i-sjalfstaedisflokki-og-samfylkingu-tengjast-aflandsfelogum-i-skattaskjolum/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 11:26

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flott grein

Rafn Guðmundsson, 28.3.2016 kl. 11:54

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þetta er nú meira auma,gegnumspillta þjóðfélagið sem við búum í. Sorglegast er að lesa greinar og komment frá fólki sem sér ekki í gegnum þessa sýru sem þjóðinni er boðið uppá.

Ragna Birgisdóttir, 28.3.2016 kl. 12:07

4 identicon

Æ.... líður þér illa Ómar, yfir að kona forsætisráðherra skuli ekki hafa tapað meiru á islensku bönkunum?

Eða er það bara öfundargenið í þér, að kona forsætisráðherra skuli yfir höfuð eiga fé?

Hvað sem hrjáir þig, þá ertu afar ómerkilegt eintak af manneskju.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 12:07

5 identicon

Eins og sást á heimasíðu Teton – en þó ekki lengur – þá kallaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur innsta kopp í búri Framsóknarflokksins til aðstoðar við mótun orkustefnu norrænu velferðarstjórnarinnar. 

Eigendur Teton:

Gunnlaugur M. Sigmundsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var áður forstjóri Kögunar hf. og stjórnarmaður í dótturfélögum þess. Þá hefur Gunnlaugur m.a. starfað hjá Alþjóðabankanum í Washington, D.c. og verið alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi. Hann var einnig stjórnarformaður Icelandair (ICEX: IAIR) um tíma.

Vilhjálmur Þorsteinsson er stjórnarformaður CCP hf. og Verne Holdings ehf. Hann situr einnig í stjórnum Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., Gogoyoko ehf., Gogogic ehf. og er í varastjórn Auðar Capital hf. Vilhjálmur var áður stjórnarmaður í Kögun hf. og ýmsum dótturfyrirtækjum þess. Hann hefur verið starfandi við upplýsingatækni og fjarskipti í aldarfjórðung. Hann er stúdent frá eðlisfræðibraut MH.

Örn Karlsson var áður stjórnarformaður Kögunar og stjórnarmaður í dótturfélögum þess, m.a. Skýrr hf. Örn hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1982 og m.a. verið framkvæmdastjóri CODA á Íslandi og Baan á Íslandi. Örn er BSc í tölvunarfræði frá háskólanum í Luleå í Svíþjóð og búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Örn Karlsson er jafnframt framkvæmdastjóri Teton ehf.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 12:12

6 identicon

Fáir ef nokkrir Íslendingar hafa lagt meira af mörkum af tíma sínum og fé en Ómar Ragnarsson til þess að útlista fyrir Íslendingum hvern fjársjóð við eigum í náttúru Íslands. Að svívirða Ómar Ragnarsson eins og einhver "Hilmar" gerir hér fyrir ofan er fyrirneðan allar hellur. Mikið vildi ég að einhver gæti gefið okkur nánari deili á "Hilmari". 

Ragnar Tómasson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 13:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Icesave, Icesave, Icesave!" gapir Sjálfstæðisflokkurinn.

Hver er ábyrgð þáverandi bankaráðs Landsbankans, til að mynda sjálfstæðiskonunnar sem keypti Moggann eftir Hrunið?!

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 13:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 13:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 14:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 14:03

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 14:04

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 14:05

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 28.3.2016 kl. 14:06

16 Smámynd: Már Elíson

Góð grein hjá þér Ómar, og hverju orði sannara. Það getur ekki endað nema á einn veg með þennan fánabera framsóknarflokksins. - hann er búinn að skrifa þetta flokksskrípi sitt út.

En Ómar, - Ætlarðu virkilega að líða þennan viðbjóð frá þessum sjúka, nafnlausa einstaklingi, svokallaður "Hilmar" huglausi, sem veður hér uppi með sífellda og stigversnandi ófrægingu á hendur þér (sjá#4) - Þetta er líklega Hvergerðingurinn illa þokkaði. - Látum nú St.Breim eiga sig í bili, það er að verða viðukennt hvernig hann er, en jafn sorglegt sem áður.

Farðu nú að eyða jafnóðum út og blokkera þessa óværu.

Már Elíson, 28.3.2016 kl. 14:43

17 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég ætla nú að koma Steina hér til varnar Már. Hef ekki séð hann vera að úthúða fólki hér nema honum sé algjörlega misboðið enda fengið vænar gusurnar yfir sig frá fólki sem þola illa staðreyndirnar sem hann leggur hér inn. Um Hilmar er best að hafa sem fæst orð..Fáir ef þá einhverjir eru betri í að koma fram með staðreyndir en Ómar og Steini. Áfram Ómar og Steini B.

Ragna Birgisdóttir, 28.3.2016 kl. 14:53

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Eyddu í sparnað" auglýsti Landsbankinn fyrir bankahryðjuverkin 2008?

Hvar er Halldór J. Kristjánsson í vinnu í dag?

Okkur öllum kemur það nefnilega við, hvað er verið að láta kallinn gera af sér þessa dagana. Hann virðist vera jafn ósnertanlegur og Páfinn í Photo-shoppu AFP-fréttastofunnar?

Vonandi ertu kominn heim úr þessu fjölmiðla-AFP-fári stjórnleysis þarna suðurfrá. Það er engum fjölmiðlum treystandi, þegar allt kemur til alls.

Og Páfinn galar eins og hani á hól, í boði þessara AFP-fals-fréttastofnana vítt og breitt um veröldina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.3.2016 kl. 15:04

19 identicon

Glæpamenn, siðblindingjar, örvitar og jarmandi konur. (brosskarl)

GB (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 15:47

20 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það hugar engin að því á hvaða gengi hjónin fóru með arfinn úr landi.

Gengishagnaðurinn gæti verið um 500 millur miðað við gengið núna. Svo tap þeirra í bankakreppunni eru bara smápeningar Hilmar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.3.2016 kl. 16:03

21 identicon

Þegar vinstrimenn væla og skæla, þá er maður á réttri leið.

Auðvitað vilja þeir fá að nýða niður fólk í friði, með rógi og lygum sem þeir kalla staðreyndir, en á meðan heilbrigt fólk er til staðar, þá fær það ekki að gera það óáreitt.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 16:42

22 identicon

Landsbankinn 2007 fríar hjón sem eiga sjóð á Tortóla. Gaf þeim ráð.
En bíddu eru ekki sumir höfuðpaurar þess banka frá 2007 bak við lás og slá?

Hvílík afsökun þeirra hjóna.
Og þetta leiðir okkur lýðinn fram götuna til góðs?

 

 

Fésfærsla, frá kl. 23 í gær. Hvað getur maður sagt annað en takk Ómar fyrir að vekja athygli á spuna gatinu stóra.

Og til ykkar sumra í ummælahópnum. Hvað hefur persóna Ómars með þetta að gera? Þekki hann ekkert, en met hvorutveggja af ímynd sem sýna opinberlega, þeas persónur á bakvið þessa tragedíu get ég ekkert tjáð mig um.

Finnbogi Karlsson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 17:16

23 identicon

Þegar þroskalaus, börn tjá sig, stilir maður sig af og lætur sem ekkert sé.  Látum Hilmar bara eiga sig,  orð hans lýsa honum best.

Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 18:12

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hilmar atast hér aftur og aftur á bloggsíðunni í að snúa út úr öllu, sem ég skrifa á þann hátt að með því lýsir hann huldumanninum úti í bæ, sem hann er, á ógeðfelldan hátt. 

Pistill minn er einfaldur: 

Nokkrir útvaldir fengu ráð og aðstoð við að koma fjármunum sínum til útlanda. 

Engir aðrir fengu slíka ráðgjöf og máttu éta það sem úti frýs. 

Ég er aðeins að lýsa hinu síðarnefnda, en Hilmar les þetta eins og skrattinn Biblíuna. 

Ég hef áður reynt að stroka Hilmar út, þegar hann ítrekað hefur ráðist á þriðja aðila á ósvífinn, ómálefnalegan og illskeyttan hátt, en hann hefur þá bara haldið mér vakandi fram eftir nóttu með því að birta óhroðann aftur og aftur. 

Hann hefur líka fundið ráð við því að hann verði útilokaður frá athugsemdum á þessari síðu. 

Þessi nafnlausi maður vegur úr launsátri á aldeilis einstæðan hátt. 

Á tímabili virtist hann taka sönsum að einhverju leyti og ég vona að hann geri það aftur. 

Ómar Ragnarsson, 28.3.2016 kl. 18:26

25 identicon

Íhaldsbankinn, Landsbankinn sem stal í gegnum Icesave innistæðum útlendinga var einstakur glæpamanna banki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 21:20

26 identicon

Íhaldsbankinn?  Ekki gleyma Jóni Sigurðssyni.  Ætlar RÚV virkilega ekki að birta þennan blessaða lista?   

http://www.visir.is/stjornarformadur-fme-var-beinlinis-notadur-til-thess-ad-kynna-icesave/article/2010121436076

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 21:40

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Landsbankinn - banki allra [Tortó]landsmanna.

Theódór Norðkvist, 29.3.2016 kl. 18:00

28 identicon

flott grein Ómar. það er engu líkara en mafían hafi þrælskipulagt hrunið

12 days before ’08 financial crash, Congress was told to sell their stocks

http://beforeitsnews.com/alternative/2016/01/12-days-before-08-financial-crash-congress-was-told-to-sell-their-stocks-3276062.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband