"Hrunið er ekki hér".

"Stalín er ekki hér" hét eftirminnilegt skáldverk eftir Véstein Lúðvíksson þar sem arfleifð Stalíns og áhrif hans að honum látnum voru undirliggjandi.

En rétt eins og Stalín kom og fór og var því líkamlega ekki hér en samt hægt að finna fyrir honum inni á rúmgafli hjá sumum, er stórt mál eins og Hrunið ekki ósvipað.

Alveg hugsanlegt að einhvern tíma skrifi einhver skáldverk með nafninu "Hrunið er ekki hér" á svipuðum nótum.

Því að átta árum eftir Hrunið dúkkar það upp aftur og aftur.

Fyrir Hrun voru nöfn svonefndra "skattaskjóla" almenningi hulin, já, og jafnvel einn útrásarvíkinganna svonefndu kannaðist ekki við það þegar hann var spurður um það í frægu sjónvarpsviðtali beint í kjölfar Hrunsins.

En úr því að heitið Tortóla var svona lítilfjörlegt og fjarlægt í hugum fólks fyrir haustið 2008, hvers vegna varð það allt í einu á hvers manns vörum það sama haust og síðan aftur núna?

Hvað veldur því að skattrannsóknarstjóri bíður lista blaðamannasamtakanna ICIJ yfir félög í "skattaskjólum" átta árum eftir Hrun ? 

Grundvallarsvarið er einfalt: Gagnsæi. Gagnsæi, þótt seint sé í rassinn gripið, nútímahugtak um nauðsynlega vitneskju um starfsemi stjórnvalda, stofnana og fyrirtækja sem hefur áhrif á almannahag.

Gagnsæi var eitt af meginatriðunum í rannsóknarskýrslu Alþingis og í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs.

Gagnsæi er lífsnauðsyn fyrir heilbrigt lýðræði, því að það gerir kjósendum, almenningi, betur kleyft að átta sig á samhengi hlutanna og orsökum og afleiðingum þess.

Fyrir suma er það bara ágætt að gagnsæi sé sem mest en fyrir aðra er það verra.

Og þegar athugað er hverjum finnst gagnsæi slæmt getur það út af fyrir sig verið upplýsandi um samhengi hlutanna.    


mbl.is Blaðamannalistinn fer í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þetta var eitt af því sem Eva Joly benti hér á og fékk bágt fyrir hjá mörgum stjórnarsinnum  og fjármálaelítunni. Meðvirka meðvitundarlaus þjóð sem kann ekki að bíta frá sér og rísa upp ef að á henni er troðið.

Ragna Birgisdóttir, 29.3.2016 kl. 17:45

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/03/29/formadur-og-varaformadur-sjalfstaedisflokksins-eru-einnig-a-listanum-yfir-eigendur-aflandsfelaga/

Ragna Birgisdóttir, 29.3.2016 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband