Allt miklu betra hér í gamla daga?

Þegar bilanir hafa orðið í flóknum rafeindabúnaði nýjustu bílanna hef ég stundum sagt í hálfkæringi með röddu gamla mannsins hans Ladda: "Þetta var allt miklu betra hér í gamla daga."

Það urðu smá tímamót fyrir nokkrum árum þegar BMW setti nýja gerð BMW 5 á markað og margir bílablaðamenn tóku sig til og felldu einkunn sína fyrir bílinn úr 5 stjörnum niður í 3, eingöngu vegna hins dýra og margslungna rafeindabúnaðar bílsins, sem var svo flókinn, að nýr eigandi þurfti nánast að fara á tölvunámskeið til þess að geta gangsett og ekið af stað.

Það var ekki einu sinni hægt að setja miðstöðina í gang nema að lesa drjúglangan kafla um þann verknað í hnausþykkum leiðbeiningarbækling í bílsins.

Ég minnist Jeep Cherokkee jeppans sem Stöð 2 átti og drapst á inni í Þórsmörk.

Það varð að láta draga hann þaðan alla leið til Hvolsvallar vegna þess að smá raki komst í tölvukubb í bílnum.

Enn verra kom upp í hitteðfyrra á Sauðárflugvelli, sem er upp við Brúarjökul, 128 kílómetra frá Egilsstöðum.

Þar fór bíllinn, sem ég var á, allt í einu ekki í gang og eftir mikið basl var eina ráðið að ná í viðgerðarmenn frá Egilsstöðum.

Þeir komu bílnum í gang en þegar drepið var á honum við verkstæðisdyr á Egilsstöðum fór hann heldur ekki í gang.

Þessi staður fyrir bilaðan bíl var skárri en sá fyrri, - verkstæðisdyr, - og orsökin reyndist vera bilun inni í tölvukubbnum í bíllyklinum.


mbl.is Ný tækni við bílþjófnaði vekur ugg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband