Lýst er eftir "hratt kólnandi loftslagi" og "stórauknum hafís."

Ofangreindar setningar voru meðal þeirra sem haldið var á lofti fyrir tveimur árum af þeim, sem kallaðir eru "loftslagsafneitarar" í tengdri frétt á mbl.is en ég hef kosið að kalla "kuldatrúarmenn."

Þessu tvennu héldu þeir blákalt fram á netinu og einnig í athugasemdum hér á síðunni.

Einn þeirra sýndi mér persónulega hrollvekjandi "staðreyndir" varðandi þetta tvennt þegar hann bar þetta mál upp við mig á vinnustað sínum, og bar hin hrikalega mynd af hafísnum á Norðurpólsvæðinu ekkert smá vitni um sprengingunni í vexti ísssins.  

Stundum getur manni virst að vísindi geti verið til ills eins þegar varðar umræðu um mikilsverð mál.

Þar á ég við að hámenntaðir menn nota lærdóm sinn til að "sanna" og "sýna fram á" nánast hvað sem er.

Í vetur fann ég mig knúinn til að andmæla í Morgunblaðinu "fróðleiksmola" sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson birti í blaðinu þess efnis að virtur bandarískur sagnfræðingur hefði "sýnt fram á" að ein frægasta loftárás sögunnar, árás Þjóðverja á spænska bæinn Guernica 1937, hefði að mestu verið allt annars eðlis en hingað til hefur verið viðurkennt.

Það hefðu ekki verið Þjóðverjar, sem hefðu ráðist á bæinn, (!) heldur her Frankós, sem átti hvort eð er leið í gegnum hann, og komst ekki hjá því, að við förina í gegnum hann hefðu hús brunnið vegna þess að húsin að þau öll úr timbri,- bærinn hefði ekki verið friðsamur Baskabær, heldur fullur af hernaðarframleiðslu, - það hefðu ekki verið þúsund heldur örfá hundruð, sem fórust, - að málverk Picassos hefði upphaflega ekki verið málað til að tákna árásina, heldur nafninu klístrað á það í lok gerðar þess, og að þetta málverk væri ekkert merkilegt, heldur umdeilt.

Niðurstaða "fróðleiksmolans" var sú, að það eina sem hægt væri að segja um Guernica væri að um hefði verið að ræða "snjallt áróðursbragð."

Og áróðursbragð hverra? Því var sleppt í greininni að nefna það beint, en það voru auðvitað andstæðingar Hitlers, Mussolinis og Francos.  


mbl.is Veðjar við loftslagsafneitara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það 

https://www.youtube.com/watch?v=iEPW_P7GVB8

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 07:51

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Helgi þakka slóðina. Ástralir hafa lengi gefið skít í þetta global warming hugmynd þótt þeir séu að ''steikna'' í hita þar. Málið er að þeir vita að þetta hefir ekkert að gera með koltvísýring heldur sólar cycla og hefir talist eðlilegt. Þetta vita líka Radio Amatörarnir og sögur sem annálar okkar sína þetta. Borkjarnar úr Vatna og Grænlandsjökli sína þetta en og aftur en við höfum sniðuga blaðamenn sem hamra sífellt á að við séum að nálgast þolmörk þrátt fyrir að við getum aðeins haft áhrif á 3% af koltvísýringnum sem sagt er að hafi þessi áhrif. Þetta er allt bull.   

Valdimar Samúelsson, 27.4.2016 kl. 09:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll mengun er slæm, hvort sem um er að ræða mengun í sjó, vötnum, lofti eða á landi.

Því ber að halda henni í skefjum eins og kostur er og minni mengun getur ekki síður aukið hagvöxt en enn meiri mengun.

Gróðurhúsaáhrif eru því ekki aðalatriði málsins.

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 09:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 09:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 09:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Production of energy by European Union Member State by type, 2012:

Production of energy by EU Member State by type, 2012

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 09:43

8 identicon

El Ninjo hefur sett allt úr skorðum síðasta árið og því geta þeir fagnað ógurlega sem væntanlega kallast "hitatrúramenn".

Reyndar hefur ekki ómerkari maður en Páll Bergþórsson sagt, sem væntanlega kallast þá "kuldatrúarmaður", að við séum að koma á kuldaskeið 60 ára norðurheimskauttssveiflu. Síðustu 30 árin hafi verið nokkuð hlý en næstu 30 árin verði frekar köld.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 09:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.10.2015:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 27.4.2016 kl. 09:50

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er merkilegt með kuldatrúarmenn að þeir virðast ekki vera sammála um hvað veldur. Einn talar um sveiflur í geislun sólar - en samkvæmt þeim fræðum ætti að hafa farið kólnandi síðustu 30 árin, og sólarsveiflumenn eru sífellt að spá því að nú hljóti að fara að kólna (eins og viðmælandi þinn, Ómar, virðist hafa gert).

Aðrir nefna að El Nino sé með einhverjum hætti að plata - ekki veit ég hvernig, El Nino og La Nina skiptast á og hitafar sveiflast til vegna þeirra - en undirliggjandi þróun er augljós. Þannig er núverandi El Nino sveifla miklu heitari en sú 1998/99 þegar álíka stór El Nino var á ferðinni. 

Persónulega vildi ég nú heldur sjá hlýnun en kólnun! En málið er bara ekki svo auðvelt.

Allir sem eitthvað hafa kynnt sér loftslagmál vita líka að það hefur oft verið miklu heitara á jörðinni en nú er, og einnig miklu kaldara. Jarðsögulegar hitasveiflur hafa bara ekkert með núverandi vandamál að gera - því aldrei áður í jarðsögunni hefur líf milljarða manna verið háð landbúnaðarframleiðslu.

Hættan við hlýnandi loftslag er ekki að einhver ís bráðni, eða sjávarstaða hækki, heldur að hundruðir milljóna svelti með tilheyrandi átökum og flóttamannastraumi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.4.2016 kl. 11:02

11 identicon

Eins og fróðleiksmoli Hannesar Hólmsteins sannar þá tryggir aðkoma hámenntaðra manna ekki rétta niðurstöðu.

Í gegnum árþúsundin hafa menntuðustu og valdamestu menn hvers þjóðfélags farið með bænir, blótað og fórnað til að stjórna veðrinu. Trúin á eitthvað æðra og stjórn okkar á veðrinu virðast vera eins meðfædd og handleggir. Og um allan heim má finna siði, sagnir og minjar um hvað forfeður okkar gerðu til að stjórna veðrinu.

"Hitatrúarmenn" hlusta á sína æðstupresta, hámenntaða menn, og trúa því að fórnir þurfi til að friða guðina svo veður breytist ekki. "Kuldatrúarmenn" vilja ekki skera lambið nema fyrst sé sannað að það hafi tilætluð áhrif. Sagan segir okkur að lambið verði skorið, fórnirnar verða guðirnir að fá. Og sagan segir okkur að ekki sé víst að það hafi tilætluð áhrif.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 12:57

12 identicon

Auðvitað er betra að það hlýni en kólni. Mönnum, búfénaði og náttúrunni farnast mun betur í hlýju árferði en köldu.

Ég tel að áhyggjur manna af sulti, átökum og flóttamannastraumi vegna batnandi tíðarfars á jörðinni alveg ástæðulausar. Öll rök hníga til þess að þessu verði einmitt þver öfugt farið. En það er langt mál að fara út í það sem ég læt vera að þessu sinni.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 12:59

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er auðséð að menn eru ekki í sínki. Ef við tökum síðustu 200 ár þegar iðnaður var að fara í gang með sín kolareyk spúandi verksmiðjur þá hefir allt farið á betri veg nema hávaðinn eykst í sama hlutfalli um að allt sé að fara til andskotans. Flettið upp mankynssöguna og sjáið þetta og segið mér hvort þetta sé ekki rétt. Semsagt hávaði eykst og mengun minnkar.   

Valdimar Samúelsson, 27.4.2016 kl. 13:00

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hlýnun þýðir ekki endilega batnandi tíðarfar á hnattræna vísu. Veðrakerfi jarðar eru flókin eins og sést best á því að úrkomu er mjög misskipt - eyðimerkursvæði hringa jörðina við hvarfbauga, annars staðar rignir meira en góðu hófi gegnir.

Þurrkar eru þegar farnir að aukast á svæðum þar sem landbúnaðarframleiðsla er undirstaðan og mikill fjöldi býr - á Indlandi og Pakistan, við Miðjarðarhaf svo dæmi séu tekin.

Litlar sveiflur í tíðarfari geta haft mjög alvarlegar afleiðingar. Viðvarandi þurrkar fyrir botni og sunnan Miðjarðarhafs voru stórir áhrifavaldar í þeim átökum og flóttamannavanda sem við stöndum nú frammi fyrir. Og er þó lítið fram komið enn af þeirri hlýnun sem von er á.

Hábeinn talar um "sannanir" en nú er það svo í vísindum að kenningar eru aldrei sannaðar - aðeins afsannaðar. Það að hitafar aukist með auknum gróðurhúsalofttegundum er hins vegar svo vel staðfest vísindalega að það þarf verulega útsjónarsemi til að mótmæla því.

Og ef Hábeinn ætlar að bíða eftir hungurdauða, styrjöldum og stórauknum straumi flóttamanna á meðan han bíður eftir "sönnunum" þá er það auðvitað hans val. 

Hagfræðingar hafa svo sem ítrekað bent á að samstillt átak til breytinga á orkukerfi jarðar sé verulega hagkvæm lausn, en margir beinarnir trúa frekar áróðri stórkapítalískra olíuauðhringa og pólítískra leppa þeirra.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.4.2016 kl. 13:37

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ættum við ekki að taka þetta mál upp aftur eftir 300 ár. Við vitum öll að koltvísýrumendun af manna völdum er 3% 97 er af náttúrulegum atvikum sem við getum ekkert gert í og eitt eldgos getur sett okkur 1000 á afturbak. Hvað eru mörg eldfjöll sem keppast við að spúa úr sér. Er mannskepnan galinn.Er fólk búið að gleyma hvernig það var fyrir 100 til 200 árumsér maðurinn ekki hver heimurinn hefir lagast.

Valdimar Samúelsson, 27.4.2016 kl. 13:52

16 Smámynd: Sigurður Antonsson

Norðanáttin nú segir talsvert. Varla mælanleg hlýnun á Íslandi undanfarin ár. Málið snýst ekki um hverju menn trúa heldur að skoða sögu þróunar í gegnum aldir. Mælitæki eru alltaf að batna og sumir verða mælafíklar. Trúa á mæla og mælingar sem ekki voru viðhafðar áður. Í trú á hlýðnun felst einnig beiðni um samhjálp og styrkja þjóðir sem búa við vatnsskort. Samhjálp, en það er annað en hlýðnun jarðar.

Sigurður Antonsson, 27.4.2016 kl. 15:24

17 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Valdimar, þetta er nokkuð nærri lagi hjá þér, losun af völdum mannkyns er lítil í samanburði við náttúrulega ferla.

Árleg losun koltvísýrings af náttúrulegum völdum er um 210 milljarðir tonna, en upptaka koltvísýrings af náttúrulegum völdum er um 213 milljarðir tonna á ári.Eldfjöll losa um 200 milljónir tonna á ári að jafnaði, eða um 0,1% af heildarlosun.

Heildarmagn koltvísýrings í andrúmslofti er um 800 milljarðir tonna, núverandi náttúrulegt jafnvægi leiðir því af sér minnkun um c.a. 3 milljarði tonna á ári (0,4%). Náttúrulega jafnvægið stefnir yfirleitt niður á við í jarðsögunni, þ.e. magn koltvísýrings minnkar jafnt og þétt, en hraði minnkunar er breytilegur og háður magni koltvísýrings, sjávarhita og gróðurfari.

Losun mannkyns er um 9 milljarðir tonna á ári sem bætist við náttúrulega losun (c.a. 4,5%, 45 sinnum meiri en eldgos). Upptaka eykst með vaxandi koltvísýringsstyrk, náttúruleg uppkata koltvísýrings hefur því aukist sem nemur um 5 milljörðum tonna á ári. Eftir standa 4 milljarðar tonna sem bætast við andrúmsloftið á hverju ári.

Þetta samsvarar um 0,5% af heildarmagni koltvísýrings í andrúmslofti sem bætist við á hverju ári. Þar sem vitað er að koltvísýringur er gróðurhúsalofttegund (um það efast enginn) þá er rökrétt að ætla að tvöföldun koltvísýrings (sem tekur um 140 ár með núverandi hraða) ætti að hafa talsverð áhrif til hlýnunar.

Þessi hlýnun mælist núna beint - og er í fullu samræmi við spár.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.4.2016 kl. 15:55

18 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Valdimar, annað atriði hjá þér, þú bendir á hvernig "heimurinn" var fyrir 100-200 árum. Nú geri ég ráð fyrir að þú hafir verið að meina hitafar, en eins og væntanlega allir vita var seinni hluti 19. aldar mjög kaldur.

Ástandið þá var "náttúrulegt" í þeim skilningi að hitafar hefur farið hægt kólnandi frá hátindi núverandi hlýskeiðs fyrir um 8000 árum. Sumir fræðimenn hafa jafnvel bent á að ef ekki hefði verið fyrir akuryrkju og meðfylgjandi skógarhöggi mannkyns (þ.e.a.s. losun koltvísýrings) fram að þeim tíma hefði átt að vera enn kaldari.

Gróðurhúsaáhrif vegna athafna mannkyns hafa "rétt af" þessa tilhneigingu til kólnunar - hitafar er núna aftur búið að ná hátindi núverandi hlýskeiðs, og jafnvel gott betur.

En öll mannkynssagan, frá upphafi landbúnaðar, á sér stað í mjög stöðugu loftsslagi til lengri tíma litið, þar sem hiti breytist mjög hægt. Þar liggur hundurinn grafinn - stór stökk í hita leiða af sér stórar breytingar á gróðurfari, og þar sem nánast allt mannkyn treystir á landbúnað sér til matar þá þarf í raun óskup litlar breytingar til að valda mikilli röskun.

Stríð og byltingar við botn Miðjarðarhafs og á norðurströnd Afríku eru ekki síst afleiðingar viðvarandi þurrka á þessum svæðum. Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn af því sem koma skal, en benda má á að Indland og Pakistan hafa verið að kljást við sívaxandi þurrka einnig undanfarin ár, einnig austurströnd Afríku. 

Þurrkar á þessum svæðum er í samræmi við spár um áhrif hlýnandi loftslags. Þurrsvæði háloftanna sem ræður staðsetningu Sahara þokast norðar, og breytingar á monsúnvindum leiða af sér minni rigningar í Pakistan, Indlandi og á austurströnd Afríku. 

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.4.2016 kl. 16:05

19 identicon

Okkar forfeður töldu bænir og fórnir til veðurstjórnunar svo staðfest vísindalega að það þurfti verulega útsjónarsemi til að mótmæla því. Reynsla og þekking margra kynslóða bjó þar að baki. Og vei þeim sem ekki trúðu vísindunum, hungurdauði og styrjaldir biðu þeirra.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 16:14

20 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hábeinn, er ekki einmitt stöðugt veðurfar síðustu 8000 ára staðfesting á því að bænirnar virkuðu? Jafn langt stöðugleikatímabil finnst ekki í borkjörnum af Grænlandsjökli.

En annað er að vísindalega staðfest voru trúarbrögðin ekki þá frekar en í dag, enda vísindaleg aðferðarfræði mjög ný af nálinni og hefur þegar sannað sig svo um munar - nokkuð sem trúarbrögðin eiga afskaplega erfitt með.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.4.2016 kl. 18:14

21 identicon

Vísindaleg aðferðarfræði hefur þegar sannað sig svo um munar. En hlýnun af manna völdum hefur ekki verið sönnuð með vísindalegri aðferðarfræði og á það sameginlegt með trúarbrögðunum.

File:Sunspot-temperature-10000yr.svg

see caption

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 19:35

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Áhrif eldgosa á lofthjúpinn síðustu ár hafa verið brot af áhrifum útblásturs iðnaðarsamfélaga nútímans. Það verður að finna eitthvað annað en það.

Enginn hér að ofan sýnist mér hafa minnst á súrnun sjávar, sem er bein afleiðing af mesta magni koltvísýrings í andrúmsloftinu í 800 þúsund ár.

Súrnun sjávar kann þó að valda okkur Íslendingum meiri búsifjum en flest annað.

Ómar Ragnarsson, 27.4.2016 kl. 20:51

23 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Brynjólfur #14.

Síðan hvenær hefur þurft að afsanna stærðfræðiformúlur til þess að þær séu teknar gildar?

Þú skrifar fimlega um þessa hluti með hinum og þessum tölum en kemst aldrei nálægt því að geta sannað eitt eða neitt. Frekar en ég. Vandamál þitt getur aldrei verið fært yfir á þá sem vija fá sönnur fyrir hlutum, með því að segja viðkomandi að hann þurfi að afsanna einhverja kenningu, sem aldrei hefur verið sönnuð.

Það er rakalaust bull að framsetja hluti á þennan máta.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.4.2016 kl. 22:39

24 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sindri, stærðfræði er öflugasta tæki vísindanna en stærðfræði er ekki vísindi. Kenningin um að aukning í gróðurhúsalofttegundum sé að valda hlýnun verður aldrei sönnuð - jafnvel ekki í einhverri framtíð þegar enginn efast lengur um réttmæti hennar.

Sama gildir um kenningar Hábeins um áhrif sólar - fylgni í línuritum er einmitt gott dæmi um hvernig tölur geta ekki sannað vísindakenningar - vísindin krefjast meira en fylgni, þau krefjast einnig sannreynanlegra orskasambanda, sem ekki brjóta gegn öðrum vísindalega viðurkenndum kenningum, og auðvitað að tilraunir sýni ekki fram á annað en að kenningin sé rétt (tilraunir geta afsannað kenningar, ekki sannað þær).

Þannig er t.d. áhrif gróðurhúsalofttegunda í fullu samræmi við mikinn fjölda viðurkenndra vísindakenninga - og hefur að stóru leyti einnig verið staðfest með tilraunum og mælingum.

Varðandi línuritin frá Hábeini þá er sýnir efsta línuritið niðurstöður borkjarna á Grænlandi. Línuritið endar í 1970 eins og hefð er þegar jarðsögulegir hitaferlar eru rannsakaðir (hin línuritin enda trúlega einnig í 1970 þótt það sé ekki tekið fram).

Að auki mæla borkjarnar á Grænlandi ekki hnattrænt loftslag heldur gefa vísbendingu um sjávarhita á þeim stað þar sem rakinn gufaði upp sem síðar féll sem snjór. Breytingar á sjávarstraumum valda hitasveiflum sunnan Grænlands, og núna síðustu áratugi hefur yfirborð sjávar einmitt kólnað á því svæði. Ef kjarnarnir næðu fram til dagsins í dag myndu þeir eflaust sýna kólnandi loftslag, þvert á aðrar mælingar.

Loks má benda á að línuritið er varla "rétt" þar sem hitasveiflan virðist vera hátt í 50 gráður, en slíkar hitasveiflur hafa aldrei sést. Hitasveifla nútíma (síðustu 10.000 árin eða svo) er ekki meiri en 1 gráða, þ.e. munurinn á heitasta tímabilinu og því kaldasta. Síðstu ár hefur reyndar nærri hálf gráða bæst við.

Línuritið yfir sólblettavirkni er einnig mjög dularfullt enda eru engar þekktar leiðir sem örugglega geta sýnt fram á fjölda sólbletta fyrr en beinar talningar hófust.

Breytingar í virkni sólbletta eru að auki allt of litlar til að geta valdið þeim hitasveiflum sem mælast hafa (sveiflan í útgeislun sólar er mjög lítil miðað við þá orku sem þarf til að hita úthöfin og andrúmsloftið um það sem mælst hefur).

Loks má benda á að síðustu 35 árin eða svo hefur virkni sólar minnkað jafnt og þétt,en hitafar aukist stórum skrefum - þvert á forspá sólblettakenningarinnar. Ef sú kenning væri rétt ætti hún að geta spáð um framtíðina, nokkuð sem virðist mistakast, en kenningin um áhrif gróðurhúsalofttegunda hefur reynst sannspá.

Síasta línuritið er ólæsilegt og virðist ekki sýna neitt gagnlegt.

Auðvitað gæti ég fundið fram mikinn fjölda línurita sem sýnir eitthvað allt annað - en línurit sanna ekkert, þau geta sýnt fylgni milli tveggja eða fleiri þátta, en án orsakasamhengis og samræmis við aðrar vísindakenningar eru línurit lítils virði.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.4.2016 kl. 05:48

25 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sindri, ég skil ekki alveg innganginn hjá þér, en stærðfræðireglur eru einmitt ekki teknar gildar fyrr en þær hafa verið sannaðar.

Vísindakenningar verða aldrei sannaðar - það er aldrei hægt að fullyrða að kenning sé 100% rétt. En almennt eru kennignar taldar viðurkenndar þegar lítlar sem engar mótbárur heyrast frá öðrum vísindamönnum, en það gerist þegar bæði forspárgildi og skýringargildi kenningar er talið fullnægjandi, og engar alvarlegar mótbárur finnast.

Hvað afsönnun kenninga varðar þá er það einmitt eitt aðal hlutverk tilrauna - þær geta afsannað kenningu en aldrei sannað hana. 

Að hægt sé að afsanna ósannaða kenningu segir sig sjálft - sannaða kenningu er varla hægt að afsanna? Ef kenning er sönnuð gildir auðvitað að ekki er lengur hægt að afsanna hana.

Sem dæmi má taka tvær kenningar sem tókust á í jarðfræðinni fyrir um 30 árum: Landrekskenningin og jafnvægiskenningin. Helsti jarðfræðingur okkar Íslendinga, Þorleifur Einarsson, var mikill fylgismaður þeirrar síðarnefndu en samkvæmt þeirri kenningu reis land og seig í n.k. jafnvægisfloti en með því mátti skýra ummerki um sjávarbotna í hæstu hæðum fjallgarða, og Þorleifur notaði einmitt íslenskku móbergsfjöllin kenningunni til stuðnings.

Ýmsar beinar mælingar hafa sýnt að landrekskenningin er réttari, þ.e. að meginlöndin eru á reki um hnöttinn, og með því má skýra flest allar jarðfræðimyndanir. Hún er enda almennt viðurkennd í dag. Kenningin er þó ekki sönnuð í stærðfræðilegum skilningi, t.d. hafa1 ekki enn fengist fullnægjandi skýringar á því hvaðan eða hvernig orkan kemur sem þarf til að hnika heilu meginlöndunum.  

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.4.2016 kl. 06:02

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tek undir þetta.  Eg lýsi líka eftir þessu.

Hlýnunarafneitarar hafa gert sig svoleiðis af fífli undanfarin ár að eindæmi er, - en má kannski bera saman við ESB-hatarana, - en vísu eru það oft sömu aðilarnir þannig að það er stutt stökk yfir lækinn.  Auk þess styðja þeir flestir framsjalla og aflandspésa.  Eigi merkilegir pappírar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2016 kl. 10:55

27 identicon

Áhrif gróðurhúsalofttegunda er í fullu samræmi við mikinn fjölda viðurkenndra vísindakenninga. En er CO2 algengasta gróðurhúsalofttegundin? Nei. En er CO2 áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin? Nei.

Myndrænt:

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 12:19

28 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hábeinn, það er auðvitað vel þekkt að koltvísýringur er bara ein af fjölmörgum gróðurhúsalofttegundum í andrúmslofti. 

Línuritið sem þú birtir er reyndar ekki í neinu samræmi við aðrar heimildir, og erfitt að sjá hvað er verið að reikna út.

Hitafar á jörðu er talið vera rúmlega 30 gráðum heitara en það væri ef ekki nytu áhrifa gróðurhúsalofttegunda. Hversu mikið hver lofttegund skilar í þeirri heildartölu er misjafnt eftir stað og tíma.Það er einnig erfitt að greina á milli áhrifa þessara gastegunda. Mælingar á mismun inn- og útgeislunar ofar heiðhvolfs gefur eftirfarandi tölur:

Vatnsgufa 32-72%
Koltvísýringur 9-26%
Metan 4-9%
Óson 3-7%

Miðað við þær 30 gráður sem gróðurhúsalofttegundirnar allar skila okkur þá er hlutur koltvísýrings milli 2,7 og 7.8 gráður við náttúruleg skilyrði.

Tvöföldun koltvísýrings ætti því að öðru jöfn að leiða af sér hækkun um annað eins, en til allrar hamingju dregur úr virkni hans eftir því sem styrkur eykst.

Á móti kemur að hlýnun leiðir af sér aukna vatnsgufu. Aukning koltvísýrings leiðir því einnig til meiri vatnsgufu.

Óvissan í spám loftslagsfræðinga snýst fyrst og fremst að því að hve miklku leyti vatnsgufa muni aukast, spár þeirra um áhrif tvöföldunar koltvísýrings í andrúmslofti eru því á bilinu 1,5 - 4,5 gráður.

Ofangreindar tölur (og allar aðrar tölur hjá mér) er fljótlegt að finna, t.d. á Wikipedia. Og eins og sést þá eru þær í engu samræmi við heimagerðu töfluna og línuritið hjá þér Hábeinn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.4.2016 kl. 12:40

29 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, þú ert með tvær skondnar myndir sem ég efast um að styðji eigin málstað.

Hvað varðar fyrstu myndina þá sannar hún ekkert - ísinn jókst vissulega milli áranna 2012 og 2013 en hefur síðan minnkað hratt og núverandi ísmagn er búið að slá öll met hvað varðar litla útbreiðslu. Náttúrulegar sveiflur munu alltaf leiða til aukningar eða minnkunar tímabundið, en til lengri tíma litið er stefnan algjörlega niður á við.

Seinni myndin, línuritið, endar á furðu heppilegum stað - einmitt þar sem ferlarnir tveir skilja leiðir. Frá uþb. 1980 hefur sólarlínan nefnilega stefnt niður, en hitalínan upp, og öll fylgni milli þeirra algjörlega úr sögunni.(Einnig athyglisvert að fyrir 1880 virðist engin fylgni vera).

Heiðarleiki myndasmiða sést kannski hvað best í því að þeir velja tímabil sem henta þeim en hunsa önnur.

Svo er rétt að benda á að þó fylgni virðist vera milli hitafars og sólblettavirkni frá um 1880 fram til 1980 þá duga breytingar í varmamagni sólar á þessu tímabili (sem hægt er að mæla beint) engan veginn til að skýra þá hlýnun sem orðið hefur.

Annað atriði er auðvitað að ef hlýnunin er öll vegna sólarinnar þá þarf að útskýra hvernig öll sú eðlisfræði sem þróuð hefur verið síðustu nokkur hundruð ár sé svona algjörlega út úr kú. Eðlisfræðin segir að sólin getur haft mikil áhrif ef útgeislun hennar breytist, eðisfræðin segir einnig að aukning koltvísýrings geti hafa mikil áhrif.

Línurit á borð við þetta sem þú sýnir er í raun að afneita öðrum þættinum (koltvísýring) án útskýringa. Til samanburðar þá greina loftslagsfræðingar ahrif sólar og meta hversu miklu þau skila til hlýnunar og sjá með mælingum og útreikningum að breytingar á sólargeislun ein dugar ekki til, þó áhrifin séu mælanleg - fyrir utan þá staðreynd að varmageislun sólar hefur minnkað síðustu 35 ár, á meðan hlýnun hefur sífellt aukist.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.4.2016 kl. 12:52

30 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Merkilegt að það sé hægt að halda frammi tölulegum staðreyndum og þurfa ekki að sanna þær. Að sama skapi eru þær tölulegu staðreyndir sem Hábeinn heldur fram ekkert síðri en þær sem þú heldur á lofti.

Ég geri ekki upp á milli ykkar öðru vísi en með rökhyggjunni og trúarvitinu. Þ.a.l. þá þýðir ekkert að halda frammi tölum, enda ekkert hægt að sanna þær, líkt og þú segir sjálfur.

Þetta eru s.s. trúarbrögð og ber að taka sem slíkum.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.4.2016 kl. 21:41

31 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sindri, ég veit ekki alveg hvernig eigi að "sanna" tölur - jafnvel þótt ég myndi mæla sjálfur og birta niðurstöðurnar væri það engin "sönnun". Tugþúsundir vísindamanna vinna áratugum saman að rannsóknumm, niðurstöður þeirra eru teknar saman á ýmsum stöðum almenningi til fróðleiks. Enginn getur "sannað" nokkuð af því sem þessir vísindamenn halda fram - ekki einu sinni þeir sjálfir.

Í umdeildum málum er það besta sem við getum gert að afla okkur upplýsinga frá mismunandi heimildum og reyna sjálf að rýna í rökstuðning og trúverðugleika. 

Hábeinn t.d. birtir að því er virðist hrátt fréttir úr breskum slúðurblöðum - ekki besta leiðin til að miðla réttar upplýsingar. Sjálfur les ég og reyni að skilja, og í umræðum á borð við þessa, leita ég mér upplýsinga á stöðum sem ég treysti umfram aðra.

En að ég (eða Hábeinn) geti "sannað" það sem við segjum er auðvitað út í hött.

En ef þú vilt reyna að átta þig á trúverðugleika þess sem við erum að halda fram þá gætirðu byrjað á því að athuga þann rökstuðning sem við færum fram, og leitað þér upplýsinga frá öðrum aðilum sem um málið fjalla. Það má finna ágætis heimildir á íslensku um vísindi og loftslagsmál, t.d. á vísindavefnum svo dæmi sé tekið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.4.2016 kl. 06:12

32 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hábeinn, þú birtir gamlar fréttir úr slúðurfréttablöðum máli þínu til stuðnings - áttu ekki eitthvað haldbærara til réttlætingar málstaðnum?

Svo við tökum nú fyrst norðurslóðir þá minnkar ísinn þar hratt og yfirstandandi vetur sló met hvað varðar lágmark. Núna þessi dægrin bráðnar ísinn með óvenjulegum hraða og hefur aldrei mælst minni á þessum árstíma - og munar þar miklu. 

Það var mikið gert úr því þegar ísmagn jókst fyrir nokkrum árum, og margir blésu það út að nú væri isinn að aukast aftur - þvert á spár loftslagsfræðinga. En náttúrulegar sveiflur koma og fara, það er langtíma þróunin sem skiptir máli - og hér er stefnan niðurávið hvað ísmagn á norðurslóðum varðar, og svo hratt bráðnar ísinn þetta árið, og svo lélegur og lítill var ísinn í vetur, að menn hafa aldrei séð annað eins.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.4.2016 kl. 06:20

33 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ísinn við suðurpólinn hefur vissulega verið að aukast undanfarin ár. Hvernig hangir það saman við hlýnandi loftslag? Því enginn held ég efast um að lofthiti á jörðinni hafi farið jafnt og þétt hækkandi síðastliðna áratugi.

Fyrst mætti kannski skoða hvort kólnað hafi við suðurheimsskautið. Ekki virðist það vera, sjálf íshettan fer minnkandi (um rúmlega 100 rúmkílómetra á ári) og ísbreiður jökla sem liggja yfir sjó fara einnig minnkandi.

Sjávarhiti á yfirborð hefur lækkað, en sjávarhiti á meira dýpi hefur hækkað talsvert.

Á heildina litið virðist hitafar við suðurskautið fara hlýnandi (sbr. minnkandi jökulís), en yfirborðssjór í kringum meginlandið hefur kólnað (vegna aukins útstreymis bræðsluvatns?). 

Hlýnun dýpri sjávarlaga hefur orðið til þess að bráðnun heldur áfram jafnvel á vetrum þar sem hlýir hafstraumar ná að leika um botnfasta skriðjökla og ísbreiður. Bræðsluvatnið sem þannig myndast leitar uppávið og bætist við yfirborðssjó.

Þannig að minnkandi selta og lægra hitastig yfirborðslagsins gæti skýrt aukna ísmyndun - og það þrátt fyrir hlýnandi loftsslag. 

Loks má benda á að suðurskautið og norðurskautið eru mjög ólík. Norðurskautið er opið úthaf umlukið meginlöndum, á meðan suðurskautið er meginland umlukið opnu úthafi. Suðurskautið er miklu kaldara en norðurskautið, enda er það syðra í miðju hálendu meginlandi, en það nyrðra við sjávarmál. Það er því viðbúið að þessi tvö svæði bregðist misjafnlega við loftslagsbreytingum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.4.2016 kl. 06:31

34 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vegna umræðu um Suðurskautið er kannski gaman að benda á að spár loftsslagsvísindamanna um áhrif hlýnunar á norðurslóðum eru þannig að hlýnunin muni leiða til kólnar sjávar á Norður-Atlantshafi sunnan Grænlands, en hlýnunar mefram austurströnd Norður-Ameríku. Flestir bjuggust þó við því að þessi þróun tæki langan tíma.

Nú er þó svo komið að undanfarin mörg ár hefur sjór sunnan Grænlands verið óvenju kaldur, en sjávarhiti meðfram austuströnd Norður-Ameríku hækkað verulega. Sjávarstaða hefur einnig hækkað meðfram austurströndinni.

Þessar breytingar benda til þess að áhrif hlýnunar á Golfstrauminn séu að koma fram talsvert fyrr en menn bjuggust við. Ein afleiðingin er hækkandi sjávarborð meðfram austurströnd Bandaríkjanna, nokkuð sem þegar mælist mun hraðar þar en annars staðar. Önnur afleiðing sem gæti átt eftir að koma fram er kólnandi veðurfar á þeim slóðum þar sem áhrifa Golfsstraumsins skipta mestu máli, á Bretlandseyjum og Íslandi og meðfram ströndum Noregs (en ekki á Grænlandi, þar eru áhrif Golfstraumsins hverfandi).

Íslendingar margir hugsa sér gott til glóðarinnar að loksins fari að hlýna eitthvað á skerinu vegna loftsslagsbreytinga. Því miður gæti niðurstaðan orðið allt önnur. Enn eru þetta þó umdeildar kenningar og varasamt að slá neinu föstu hvað hugsanlega kólnun á Íslandi varðar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.4.2016 kl. 06:38

35 identicon

Brynjólfur, það kemur ekki á óvart en þú ert greinilega mjög fljótfær og óvandvirkur. Ég hef ekki birt eina einustu grein úr fréttablaði, hvorki nýjar né gamlar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 11:32

36 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir allan klakan á jöklum Grænlands, Íslands og annara landa jöklum ásamt heimskautunum sem hefur bráðnað, átti Flórída ekki að vera komið í kaf?

þessi loftslagsbreytingatrúarbrögð eru bara gerð til að skattleggja andardrátt mannskepnunnar eftir nokkur ár.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 19:22

37 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður þessi Þorsteinn.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 19:52

38 identicon

Það eru alltaf einhverjir vitleysingar gargandi samsælriskenningar út í loftið, ef það er ekki þetta mál, þá eru það bólusetningar bla bla

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 15:31

39 identicon

Sumarið 2016 á Íslandi - í boði ÓRa og Litlu hryllingsbúðarinnar í Öskjuhlíðinni :)

http://www.visir.is/slydda,-snjokoma-og-nordanatt-i-kortunum/article/2016160509897

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband