Hafið gleymist allt of oft.

"Föðurland vort hálft er hafið..." var ort á sinni tíð. Og ef miðað er við flatarmál íslenskrar auðlindalögsögu (mun betra orð en efnahagslögsaga) er föðurland okkar margfalt stærra en það sem skilgreint er sem þurrlendi.

Alltof sjaldan er minnst á súrnun sjávar, hvað þá á minnkun súrefnis í hafinu og það að fiskistofnar flytji sig.

Þar sem um er að ræða mesta magn koltvísýrings í andrúmsloftinu í 800 þúsund og hraðari vöxt þess en dæmi eru um, gildir máltækið um að í upphafi skyldi endinn skoða.

Því miður er mikið til í því sem Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hefur sagt, að vegna hinna tröllauknu verkefna náttúruverndarfólks megi segja að náttúruverndin nái aðeins niður í flæðarmál, og að verndun hafsins verði því of mikið útundan.

Því þarf að breyta, bæði í umræðunni og í aðgerðum.


mbl.is Hlýnunin gæti skapað súrefnisþurrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ráðgátunar um uppruna lífsins að finna í borholum Hellisheiðar?

Meira um það á sjónvarpstöðinni arte.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 13:31

2 identicon

Auðvitað átti þetta að vera spurning um lausn þessarar ráðgátu.

Spurningin kom fram í skemmtilegum þætti þar sem fjallað er um lífið undir fótum okkar. 

Hann er fluttur í dag á sjónvarpstöðinni,arte.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband