"Hvernig getur allt þetta fólk lifað...?"

 Eftir að myndun þéttbýlis hófst fyrir alvöru á Íslandi rúmri öld hafa eyddar sveitir verið ímynd okkar um byggðir, sem ekki gætu þrifist.

En í svartsýnisspám margra fræðimanna, sem kynnt hafa sér byggðamál í heiminum, eru það ekki eyddar sveitir, sem birtast þeim, heldur hafa þeir mestar áhyggjur af úthverfum og útborgum borga nútímans.

Þeir telja að vegna yfirvofandi skorts á orku þegar jarðefnaeldsneyti fer að þrjóta muni úthverfin og útborgirnar verða verst úti, en miðborgirnar síður.

Gunnar Hansen leikstjóri hjá L.R. upp úr 1950, setti upp Vesalingana eftir Hugo á sviði 1953 og gerði hlutverki götudrengsins Gavrosche drjúg skil, því hann taldi, að í framtíðinni yrðu götubörnin fjölmennustu og verst settu vesalingar mannkynsins.

Gunnar var þarna á undan sinni samtíð, því að það er einkum á síðustu árum sem mannfræðingar hafa komist að svipaðri niðurstöðu.

Spurningin um sjálfbærni tvöfalt fjölmennara þéttbýlis á jörðinni eftir aðeins 35 ár er áleitin og minnir mig á orð gamallar frænku minnar, Bjargar Runólfsdóttur að Hvammi í Langadal, sem ég dvaldi hjá á sumrin sem drengur.

Eftir að ég varð fullorðinn og fór að fara í ferðalög til útlanda til þess að skemmta Íslendingum, sendi ég henni póstkort úr hverri ferð.

Þegar ég síðan leit við í Hvammi á ferðum mínum á sumrin, skoðuðum við póstkortin saman.

Hún hafði þá hætt búskap en dvaldi í hárri elli hjá afkomendum sínum.

Eitt sinn skoðuðum við mynd af Manhattan í New York, sem ég hafði sent henni á póstkorti.

"Hér skrifar þú að margar milljónir manna eigi heima þarna", sagði hún. "Er það virkilega satt?"

"Já," sagði ég. "Það er staðreynd," svaraði ég.

"Hvað segirðu?" spurði hún, og bætti við: "Og hvernig getur allt þetta fólk lifað þarna án þess að hafa neinar skepnur?"

Mér verður stundum hugsað til þessara orða gömlu konunnar þegar birtar eru vangaveltur fræðimanna um framtíð allra sívaxandi stórborga heimsins.     


mbl.is Getur borg verið sjálfbær?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.8.2011:

"Til að veita mér aðhald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.

Byrjunarstaða: 108 kg.
"

Lokastaða: 150 kg.


Íslenski kúrinn - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Þorsteinn Briem, 23.5.2016 kl. 23:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.5.2016 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband