Mýtan um hreinu borgina.

Vinur minn einn á bíl erlendis, sem hann notar þegar hann fer til meginlands Evrópu. Hann segist geta treyst því að bíllinn sé ávallt hreinn þegar hann kemur að honum eftir að hann hefur staðið kyrr í talsverðan tíma.

Þessu sé þveröfugt farið í Reykjavík. Þar sem stórum bílum sé ekið úr skítugum svæðum eins og húsgrunnum erlendis, séu hjól þeirra þvegin þegar þeir fara út í umferðina.

Aldrei sést neitt slíkt gert hér.

Ein algengasta leiðin, sem ég hjóla, er um Malarhöfða. Sú gata ber nafn með rentu, en enn betra væri að kalla hana Sandstormshöfða eða moldrokshöfða.

Stórir malar-og sandflutningabílar aka um þessa götu, bera sand og leir inn á hana og þeyta síðan óhreinindunum upp ásamt fleiri þungaflutingabílum, sem fara títt um þarna um

En geta skal þess sem jákvætt er. Smám saman fara hjóla- og gangstígar batnandi og almennt eru hjóla- og gangstígar mun betri en áður var, enda ekki úr háum söðli að detta.

Það er ekkert smáræðis munur á nýjustu stígunum og þeim gömlu. Dæmi er nýr hjóla- og göngustígur meðfram Háaleitisbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi.

Að sjálfsögðu vel malbikaður en ekki með hrjúfum steypuklumpum eins og allt of víða er ennþá.

Dekkin á reiðhjólum eru miklu viðkvæmari og þynnri en dekk á bílum og fjöðrunin að aftan engin á flestum reiðhjólum og því er slétt malbik lágmarkskrafa.  


mbl.is „Þetta er bara hættulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Sóley Tómas er stolt af viðskilnaðnum við hálfgjaldþrota, skítuga, sjúskaða og holótta borg...(broskarl).

GB (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 10:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Því meiri sem sandausturinn er á veturna því lengri tíma tekur væntanlega að hreinsa allan sandinn af gangstéttum, göngu- og hjólreiðastígum.

Þar að auki vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endilega vera á nagladekkjum og spæna upp malbikið á götum borgarinnar.

Og mikill meirihluti borgarbúa hefur engan áhuga að hafa þessi flokka við völd hér í Reykjavík.

Hér í Vesturbænum er nú verið að fræsa og malbika götur, til að mynda Hofsvallagötu, Nesveg og Hringbraut.

Hreinsitækni er með tuttugu gatna og stéttasópa af ýmsum stærðum

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 12:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 20.5.2016:

"Athyglisverð könnun var birt í vikunni þar sem kemur fram að 70% íbúa höfuðborgarsvæðisins vilja leggja gistináttagjald á ferðamenn sem renni til sveitarfélaga.

Það kemur ekki á óvart. Fyrirkomulagið er núna þannig að gistináttagjaldið er 0,7 evrur eða rétt um hundrað kall á mann á nótt á Íslandi. Það er með því lægsta sem gerist í veröldinni og rennur óskipt í ríkissjóð.

Víða um heim stendur gistináttagjald undir uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn, hvort sem er í borgum eða dreifðari byggðum. Mörg sveitarfélög hafa kallað eftir þessu og er þetta að finna í samþykktri stefnu Sambands sveitarfélaga.

Ríkið hirðir nær allar tekjur af ferðamönnum og útdeilir svo broti af þeim með styrkjum í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Krafan um að lagt verði á gistináttagjald sem renni til sveitarfélaga á hins vegar stuðning um allt land og mikilvægt að Alþingi og ríkisstjórn bregðist strax við því."

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 13:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.5.2016:

"Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í morgun á árlegum fundi uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Reykjavík.

Kynntar voru byggingarframkvæmdir á um fimmtíu stöðum í borginni sem eru ýmist hafnar, að hefjast eða fyrirhugaðar."

Gríðarleg uppbygging atvinnuhúsnæðis í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband