Kárahnjúkavirkjun afturkræf framkvæmd og með undirskrift Vigdísar? NEI.

Davíð Oddsson sagði í umræðuþætti forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í kvöld að stærð mála og það, hvort þau væru afturkræf, skiptu miklu máli þegar forseti stæði frammi fyrir því að skrifa undir lög frá Alþingi.

Vel hefði mátt ræða þetta frekar í ljósi þess, að á sínum tíma sagði Vigdís Finnbogadóttir, að í upphafi forsetaferils síns hefði hún ákveðið með sjálfri sér, að sitt prinsip skyldi vera að undirrita ekki lög, sem fælu sér mikilvæga óafturkræfa gerninga eins og Kárahnjúkavirkjun.

Best er að vísa orðrétt í bókina "Kárahnjúkar - með og á móti", sem kom út árið 2004. Þar segir orðrétt neðst á blaðsíðu 79 í kaflanum "Mesta afsal og missir lands í Íslandssögunni", og staðfesti Vigdís eftirfarandi texta þegar þessi kafli var borinn undir hana við samningu bókarinnar: 

"Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur sagt opinberlega, að hið eina sem hún hefði örugglega ekki skrifað undir sem forseti væri lögleiðing dauðarefsingar, ef svo ólíklega hefði viljað til að slíkt hefði komið til hennar kasta, og afsal á landi. Það vekur athygli að hvort tveggja er óafturkræft. Hinn dauði verður ekki vakinn til lífsins og eyðilagt land verður ekki endurheimt. Skilaboðin eru skýr. Það liggur ljóst fyrir að Vigdís hefði ekki undirritað frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hefði það verið lagt fyrir hana sem forseta. ÞAÐ HEFUR HÚN NÚ STAÐFEST." (Leturbreyting mín)

Vigdís minnist ekki orði á undirskriftir, - þetta var einfaldlega prinsipmál fyrir hana.

Erfitt er að skilja þau orð Davíðs í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld að Vigdís hefði skrifað undir lög um Kárahnjúkavirkjun næstum sjö árum eftir að hún lét af embætti.

Kannski er þetta sérkennilegt minnisleysi varðandi svo stóran og afdrifaríkan atburð með mestu mögulegu óafturkræfu neikvæðum umhverfisáhrifum og spjöllum Íslandssögunnar.

Kannski tengt ómeðvitaðri þrá eftir því að Vigdís hefði verið þæg og góð og undirskrift hennar gæðastimpill

Eða að treysta á vanþekkingu þáttarstjórnenda og áhorfenda, sem sæu á þessu, að jafnvel Vigdís hefði ekkert haft við Kárahnjúkavirkjun að athuga. 

En það er gott að Davíð hefur bryddað upp á tali um stórar og óafturkræfar ákvarðanir, því að það vekur spurninguna sem ekki hefur verið spurt en þarf að spyrja fyrir þessar forsetakosningar:

Hvaða frambjóðendur núna hafa í heiðri sama prinsip og Vigdis Finnbogadóttir hafði?  

 

P.S. Með því að skoða ummæli Davíðs orðrétt má sjá, að hann orðar þetta það ónákvæmt að með góðum vilja má skilja það sem svo að hann sé að vitna í skoðanir Vigdísar 2004. Hann hefði þurft að orða þetta skýrar, svo að engin tvímæli væru um þetta.  


mbl.is Mikilvægt að meta hvert mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi voru fjórar þjóðaratkvæðagreiðslur á 25 árum, 1908-1933, um áfengisbann árið 1908, þegnskylduvinnu árið 1916, Sambandslögin árið 1918 og um afnám áfengisbannsins árið 1933.

Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á lýðveldistímanum á árunum 1945-2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 22:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var um þessi mál.

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 22:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í aðdraganda forsetakosninga."

"Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir:

"Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar.

Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því þar sem þingræði er viðhaft.""

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 22:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 22:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta fjölmiðlalögin, sem hann svo gerði 2. júní 2004:

"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.

Það sem gerðist 13. janúar 1993 [yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands um að hún myndi ekki ganga gegn þeirri ákvörðun sem lýðræðislega kjörið Alþingi hefði löglega tekið] sýnir ríka tilfinningu fyrir samspili æðstu handhafa ríkisvaldsins og þeirri virðingarskyldu sem á þeim hvílir innbyrðis."

Þorsteinn Briem, 26.5.2016 kl. 22:21

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kárahnjúka virkjun er ein allra mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar.Skil ekki þessa friðun á urði og grjóti,en svo mega innfæddir Íslendingar sem eitthvað er að hjá deyja úr örbyrgð og enga gleði sjá.Hefði kannski betur verið virkjað á Eyjabökkum,mýrarflákum sem einhverjum finnst merkilegt að sjá þó  helst finnist mér heiðargæsin vera sem fellir þarna fjarðir. En þarna er mikið flæmi og fuglar finna sér nýtt svæði með litlum tjörnum sem þessi tegund unir vel við.Nei það ætlar allt vitlaust að verða ef nýta á þessi vatnsföll til hagsbóta fyrir Íslendinga. þegar nóg er af náttúrufeurð um allar jarðir.Á vestfjörðum verður t.d.ekki virkjað meir en komið er. Aldrei var mótmælt þótt Fjallfoss/Dynjandi væri virkjaður.  

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 23:17

7 identicon

Ég var hissa að þessir forseta frambjóðendur skullu hafa tekið þátt í þessum þætti hjá Stöð 2 þar sem fimm aðrir fengu ekki að vera með voru útilokaðir að eiga möguleika í gegnum þennan miðil að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til að eiga möguleika að auka fylgið sitt fyrir næsta þátt hjá Stöð 2 úr 1% í 3% sem dæmi.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum hvað lýðræðið fór fyrir lítið hjá þessum útvöldu frambjóðendum sem fengu að mætta í þáttinn. Því miður alltaf sama íslenska uppskriftin sú sama og þegar bönkunum var skipt á milli útvalda. Ó þú spillta Ísland vakna þú Ísland!

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 23:38

8 identicon

Hafði EES samningurinn sem sagt engin áhrif á hrunið?  Hún þurfti að hugsa sig um tvisvar út af einhverju flugfreyjuverkfalli en keyrði þetta í gegn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 23:55

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Urðin og grjótið" fólst í því að sökkva meðal annars 25 kílómetra löngum og 180 metra djúpum dal sem að meirihluta til var gróið land og gott beitiland fyrir fé og hreindýr, ef það á að vera eini mælikvarðinn.

Komandi kynslóðir munu taka við þessum dal, sem sökkt verður í leir og drullu, sem flötum sandeyrum með tilheyrandi leirfoki.  

"Urðin og grjótið" voru til dæmis hluti stærsta og magnaðasta gljúfurs á Íslandi, tugir fossa, þeirra á meðal þrír af tólf stórfossum Íslands, og litfögur gljúfur með marglitu bergi og stuðlabergi sem snillingarnir Jökla og Kringilsá höfðu grafið á innan við 100 árum.

Það er rangt að Fjallfoss/Dynjandi hafi verið virkjaður. Virkjun er handan fjallsins í næsta vogi, Mjólkárvirkjun.  

Ómar Ragnarsson, 27.5.2016 kl. 00:17

10 identicon

Blessuð hreindýrin.  Og unga kynslóðin fær líka að éta það sem úti frýs.  En það er þó gott að við náðum að koma upp húsi yfir áhugamál Vigdísar Finnbogadóttur.  Það var eitthvað sem svo sárlega vantaði.

http://stundin.is/frett/svikin-vid-aldamotakynslodina/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband