Íslendingar fjarlægðu gögn í raun úr SÞ skýrslu.

Enska skammtstöfunin N/A þýðir "Not Available", þ. e. að gögn eða upplýsingar um ákveðið málefni eða hluti liggi ekki fyrir.

Ástralir hafa nú látið fjarlægja öll gögn úr skýrlu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar af því að þeim finnst hún koma ekki nógu vel út fyrir þá.

Hefðu líka getað haft þann háttinn á að láta engar upplýsingar í té ef það hefði verið tæknilega mögulegt að koma í veg fyrir birtingu gagnanna.

Báðar aðferðirnar fela í raun í sé það sama, að villa um fyrir fólki.

En þetta er svo sem ekki nýtt fyrirbæri.  

SÞ gerði ítarlega úttekt á stöðu umhverfismála í löndum heims um síðustu aldamót og birtu síðan lista yfir þau lönd, sem fremst stæðu á vettvangi umhverfismála og umhverfisverndar.

Ísland lenti á meðal efstu fimm þjóðanna og var því hampað mikið hér heima.

Mér fannst ég stunda kranablaðamennsku ef ég tæki þátt í þessum dýrðarsöng án þess að fá í hendur forsendurnar fyrir þessarar niðurstöðu hjá þjóð sem var í þann veginn að fremja stórfelldustu náttúruspjöll aldarinnar í Evrópu og byggi í landi, þar sem jarðvegur og gróður væri verr leikinn af mannavöldum en í nokkru öðru landi.

Ég óskaði því eftir því að sjá skýrsluna og fékk það.

Þegar hún var skoðuð blasti skýringin við: Ekkert var þar um komandi Kárahnjúkavirkjun, og í dálkinum, þar sem stóð "Ástand jarðvegs og gróðurs" stóð: "N/A", þ.e. engin fyrirliggjandi gögn.

Örfáar aðrar þjóðir notuðu svipaða aðferð, t.d. Úkraína með sitt Chernobyl og tvær aðrar þjóðir í Austur-Evrópu sem allir vissu að hefðu verið mestu umhverfissóðar álfunnar.

"N/A" var hrein staðleysa hjá Íslendingum. Nokkrum árum fyrr hafði Ólafur Arnalds orðið eini Íslendingurinn, sem fengið hefur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Og um hvað skyldi nú einstakt vísindalegt afreksverk hans í umhverfisrannsóknum hafa fjallað: Jú, "ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi."

Sem Íslendingar höfðu hampað ríkulega af mikilli verðskuldaðri hrifningu, rétt eins og þeir hömpuðu örfáum árum síðar skýrslu af enn meira yfirlæti, þar sem afrek Ólafs var þaggað í hel!

Sú þöggun jafngilti því og að farið hefði verið inn í skýrslu Sþ og réttar upplýsningar fjarlægðar en "N/A" sett í staðinn.


mbl.is Ástralar létu ritskoða SÞ-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástralir eyddu 2 milljörðum dala í að lækka hita im 0,1 gráðu. Mistókst.

GB (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 20:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn eyddi mörgum dölum og fleiri náttúruverðmætum til að auka fylgi sitt.

Mistókst.

Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 20:55

3 Smámynd: Már Elíson

Ég held að það sé nú ekki "W" í available...En það er nú önnur saga. Stakk mig bara í annað augað...

Már Elíson, 27.5.2016 kl. 23:22

4 identicon

Algengasta merking þessarar skammstöfunar er not applicable.

Þ.e. Á ekki við. 

Stefán Haraldsson (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 23:39

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef upplýsingar um ástand jarðvegs og gróðurs á verst farna landi veraldar í þeim efnum eiga ekki við, þá hvað? 

Ómar Ragnarsson, 28.5.2016 kl. 01:39

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Rosalega lélegt. Alveg rosalega lélegt. Bæði hja íslenskum og áströlskum stjórnvölum.

Vésteinn Valgarðsson, 31.5.2016 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband