"Ég hélt að Eyjabakkar væru gata í Breiðholtinu."

Sagan um strútinn sem stingur höfðinu í sandinn og heldur, að þar með sé hann úr allri hættu, er þekkt. Hann losnar við allt sem er óþægilegt og dæmir allt út frá vanþekkingu sína í myrkrinu.

Þeir sem hafa barist fyrir og berjast enn fyrir því að troða sem stórkarlalegustu mannvirkjum á allt hálendi Íslands hafa eðlilega amast við því að almenningur vissi eitthvað um það.

Þess vegna var þess krafist að ég yrði rekinn úr starfi í Sjónvarpinu fyrir það eitt að hafa sýnt virkjanasvæðin áður en þeim yrði umturnað og sýna jafnvel landsvæði sem síðar voru eyðilögð gersamlega til eilífðar eins og Hjalladalur, sem meira að segja var nafnlaus þangað til setja varð á hann nafn eins og allt annað sem fjalla þarf um eða veita upplýsingar um.

Í sjónvarpi sagðist Davíð Oddsson hafa haldið, eins og velflestir landsmenn, að Eyjabakkar væru ekki til nema sem gata í Breiðholtinu.

Þessi röksemd átti að duga til þess að réttlæta að þeim yrði sökkt, - þeir væru svo ómerkilegir að enginn þekkti þá nema örfáir sérvitringar.

Áfram hafa þessi rök verið notuð og málið einfaldað með því að segja að aðeins sé um að ræða ómerkilegar urðir og sanda, sem væri þjóðþrifamál að drekkja í "snyrtileg og falleg miðlunarlón."

Svo vill reyndar til að bestu svæðin fyrir miðlunarlón hafa verið og eru í dölum, sem eru oftast einu grænu og grónu svæðin á hálendinu.

Ætla að setja inn nokkrar myndir af slíkum svæðum í kvöld og kannski með mynd af Hálslóni eins og það er á þessum árstíma. .

En ef menn vilja endilega afgreiða "grjót" sem einskis vert fyrirbæri, liggur beint við að vaða inn í Öskju, Jökulsárgljúfur, Friðland að Fjallabaki og hvaða annað náttúruverðmæti sem er gert úr grjóti. 

Ef út í það er farið er skilgreiningin "grjót" ansi víðtæk. Gígar, eldvörp, stuðlaberg, tindar, fjöll og víðerni um allt land.  


mbl.is Hálendið betra heilt en gróið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.9.1999:

"Eyjabakkasvæðið er á margan hátt sambærilegt við Þjórsárver við Hofsjökul og eru bæði talin með merkustu hálendisvinjum Íslands.

Sá er þó munurinn að Þjórsárver hafa verið friðlýst um aldur og ævi en Eyjabakkar dæmdir til að kaffærast í jökullóni Fljótsdalsvirkjunar."

Dagbókarslitur af heiðum og hálendi - Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins

Þorsteinn Briem, 30.5.2016 kl. 19:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er Davíð virkilega svona heimskur ? ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.5.2016 kl. 19:11

3 Smámynd: Már Elíson

Fyrst þú nefnir það, Heimir, og ert kannski að sjá heildarmyndina núna..Já, líklega er þetta rétt metið hjá þér.

Már Elíson, 30.5.2016 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband