Þetta þarf að skoða vel. Hvað um vegaxlirnar?

Á hverju ári fara þúsundir hjólreiðafólks um þjóðvegi landsins og hafa þeir verið opnir fyrir hjól frá öndverðu.

Stíga þarf með íhugun til jarðar í því ef loka á þeim fyrir reiðhjólum eða hjólum, sem komast ekki hraðar en á 25-45 kílómetra hraða, því að hjólreiðamaður tekur álíka mikið rými hvað breidd snertir og gangandi maður.

Ef banna ætti hjólreiðar á ákveðnum þjóðleiðum yrði næsta skref væntanlega, ef samræmis á að gæta, að banna gangandi fólki að vera þar á ferð.

Á unglingsárum mínum hjólaði ég langar vegalengdir á þjóðvegum sem voru meira en helmingi mjórri en nú er og þar að auki malarvegir.

Rök fyrir því að banna reiðhjólafólki og gangandi fólki aðgang að stuttum eða löngum köflum vegakerfis landsins verða að byggjast á óyggjandi tölum hvað snertir slysatíðni og flokka slysin niður með tilliti til alvarleika þeirra og tjóns af þeim.

Og tryggja verður að hjólafólkið komist ferða sinna rétt eins og ökumenn bíla.

Ég hef áður hér á blogginu fjallað um hið misjafna, hraklega og víða hættulega ástand vegaxlanna í þjóðvegakerfinu.

Þar er verk að vinna.  

"Varst þú ekki sjálfur að lenda í hjólaslysi?" spyrja menn kannski.

Jú, rétt er það, en það gerðist á gangbraut þar sem lág kvöldsól blindaði ökumann bíls, sem ætlaði að aka yfir hana og hraði hjólsins var gönguhraði. Hefði getað gerst á hliðstæðum stöðum nær alls staðar í gatnakerfinu.

Ég á að baki tíu ár alls sem reiðhjólamaður og eðli þessa slys var þannig, að það hefði getað gerst hvenær sem var á hjólaárum mínum.   


mbl.is Ekki megi hjóla á ákveðnum leiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var nú að hjóla á sömu árunum og þú, við pössuðum okkur og bílstjórar tóku tillit til okkar og við þeirra. Núna eru flestir sem eru á hjólum, með heyrnartól í eyrunum og eru að hlusta á æfingarprógram eða tónlist. Eru Hjólríðendur orðnir þrepi hærri í virðingarstiganum en almennir gangandir borgarar? Ég bara spyr?

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 00:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engir bílstjórar eru að sjálfsögðu með nokkur tól í eyrunum og skrifa ekki sms eða gapa í farsímann undir stýri.

Hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur hafa einnig greitt fyrir vegagerð hér á Íslandi.

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir mikinn meirihluta af þjóðvegum landsins.

Og erlendir ferðamenn hafa bjargað fjárhag íslenska ríkisins.

Þorsteinn Briem, 1.6.2016 kl. 01:07

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnvöld nánast algerlega litið framhjá því að breikka vegaxlir. Vegaxlir, sem samkvæmt löngu útgefnum alþjóðlegum stöðlum, hafa aldrei uppfyllt nein skilyrði þeirra staðla, hér á landi. Ekki hefur skort viljann og undirlægjuháttinn, þega tekin eru upp alls kyns þvæluregluverk bjúrókratsins í Brussel. Meira að segja búnir að banna Casaron, Brenni og Apótekaralakkrís. Meira að segja búið að staðla smokkastærð, miðað við Ítalska reði. Þegar hins vegar kemur að almennilegum vegum, hafa hérlend stjórnvöld staðið sig með eindæmum illa, í áratugi. Að setja reglur um umferð, með tilliti til handónýts vegakerfis, er sennilega afrek í afneitun. Hvernig væri að spýta í lófana og lagfæra samgönguæðarnar með þeim hætti að sem flestir geti notað þær, án stórhættu? Ökumenn bifreiða, með aftanívagn, eru hvattir til að víkja út í vegöxl og hleypa hraðar akandi ökutækjum fram úr sér. Hverjum þeim ökumanni sem fylgir þessum fyrirmælum, er bráður bani búinn, eða örkuml.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.6.2016 kl. 02:10

4 identicon

Þegar stjórnvöld í eigin landi setja regur, köllum við það lög. Ef EU setur reglur reyna menn að gera þær hlægilegar og kalla ólög. Hypocrasy! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 07:51

5 identicon

Vegagerðin hefur verið að bisa við að setja eigin staðla í sumum tilvikum út af séríslenskum aðstæðum hefur mér verið sagt, að forsögn áhrifamanna í stjórnkerfinu. Ráðherrar hafa í tilvikum spilað inn í. Löngu er tímabært að farið sé í einu og öllu eftir Evrópustöðlum. M.a. þess vegna hefðum við þurft að fara fyrir löngu inn í Evrópusambandið til að losna við alls konar fúsk og peningasóun sem hér hefur viðgengist í stjórnkerfinu.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband