Sjónarsviptir ef Frosti Sigurjónsson hættir á þingi.

Mér finnst, eins og mörgum öðrum, að það verði sjónarsviptir ef Frosti Sigurjónsson hættir á Alþingi eftir aðeins eitt kjörtímabil.

Frosti hefur skapað sér virðingu langt út fyrir raðir flokks síns, sem síst af öllu má við því að missa mann eins og hann af þingi.

Í átakastjórnmálum eins og ríkt hafa og ríkja hér enn hefur Frosti oft risið upp fyrir þau og verið á hærra plani en flestir aðrir.

 


mbl.is Frosti hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....eins og mörgum öðrum?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 21:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil hann vel að hafa gefist upp á þessu harkaliði,  En ef til vill mun hann koma aftur og þá í öðrum samtökum, hver veit. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2016 kl. 22:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frosti Sigurjónsson er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík en flokkurinn hefur nær ekkert fylgi haft þar lengi og ekki heldur í borgarstjórn.

Framsóknarflokkurinn hefur einnig lítið fylgi annars staðar á landinu en þó meira en í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 1.6.2016 kl. 23:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd með færslu

Þorsteinn Briem, 1.6.2016 kl. 23:19

5 identicon

Frosti gaf ansi loðin svor um TISA samninginn á fundi Dogunnar,

Verða forsetaframbjóðendur spurðir um TISA samninginn?

Verða sjálfskipaðir uppljómaðir varðhundar lýðræðisins fyrri til að spyrja forsetaframbjóðendur hvort þeir setji sig upp á móti brellum pilsfaldar kapítalismans í formi TISA samnings?

l. (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband