Enginn annar fyrirliði lætur svona.

Ronaldo er greinilega ekki í því sálræna jafnvægi sem stórstjarna og fyrirliði eða flaggskip landsliðs þjóðar sinnar þarf að vera. 

Enginn annar fyrirliði lætur svona leik eftir leikl. 

Þegar menn æfa og leggja sig fram við að efla íþróttalega getu sína, eins og líkami og líkamlegt atgerfi Ronaldos ber vitni um, er oft hætta á því að fari að líta á sig sem einhvers konar ofurmenni sem líðist hvað sem er í krafti "yfirburða" sinna. 

Þetta minnir svolítið á George Foreman á fyrri hluta keppnisferils hans, þegar hann var búinn að spóla sig upp í þvílíkan ham að það endaði með algeru sálarlegu skipbroti. 

Hann tók sér tíu ára hlé til andlegra iðkana, fór í nokkurs konar trúarlega meðferð, og sneri í hringinn gerbreyttur maður, sem tókst að verða heimsmeistari í þungavigt 46 ára gamall. Það var miklu meira andlegt kraftaverk en líkamlegt. 

Hugsanlega þarf Ronaldo á slíkri meðferð að halda. 


mbl.is Krefjast afsökunarbeiðni frá Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úfinn kallinn siglir sjó,
sæti Portúgalinn,
rífur kjaft hann Ronaldo,
rogginn ætíð talinn.

Þorsteinn Briem, 23.6.2016 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband