Skráður félagi í Fram tveimur mánuðum fyrir fæðingu.

Íþróttaáhugi getur tekið á sig magnaðar myndir á borð við landsliðstreyjur á fæðingadeild, en þó getur hann gengið svo langt að ná út fyrir gröf og dauða, eða jafnvel fram fyrir fæðingu.

Faðir minn heitinn var einstaklega gallharður Framari og varð 17 ára gamall Íslandsmeistari með Fram í sínum aldursflokki og valinn efnilegasti leikmaðurinn.

Hann hafði alist upp með góðum knattspyrnumönnum á borð við Albert Guðmundsson og kunni vel trix á borð við "skæri" og þess háttar.

Þau voru aðeins 18 ára gömul, hann og mamma, þegar hún var barnshafandi, og þau ákváðu, tveimur mánuðum fyrir afmælisdag hennar, að skrá mig sem félaga í Fram, sama hvort ég yrði strákur eða stelpa.

Þess vegna hef ég haldið upp á stórafmælisdag minn 16. júlí, tveimur mánuðum fyrir stórafmæli mín, þ. e. stórafmæli Framarans.   


mbl.is Á fæðingardeild í landsliðstreyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú ekkert!

Flestir í Sjálfstæðisflokknum eru steindauðir.

Þorsteinn Briem, 24.6.2016 kl. 23:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Læti eru þetta í þér, Jóhann!

Ekki það að ég sé ennþá í þeim flokki.

En Ómar, athyglisvert þetta sem þú skrifaðir. Varla hafa foreldrar þínir litið á þig sem "ópersónu" eða non-person, heldur sem manneskju, þegar þau skráðu þig í Fram tvemur mánuðum fyrir fæðingu þína (eða er ég að misreikna þetta? -- alla vega varstu þá ófæddur enn í móðurkviði).

En ágengir spyrjendur í forsetaframboðsþætti Sjónvarpsins í kvöld gengu hart að hinni kristnu Guðrúnu Margréti Pálsdóttur, hvort hún í alvöru væri á móti fóstureyðingum. Eins og í öðru máli hraktist hún undan ágengninni, en með miklum semingi. Hin femíníska Sigríður Hagalín gaf ekki mikið út á lífsrétt ófæddra, jafnvel ekki meybarna í móðurkviði, taldi einsýnt að alræðisvilji mæðranna ætti einn að ráða örlögum þeirra, þannig að greinilega ertu komin hér upp á kant við pólitískan rétttrúnað samtímans og Sexflokksins, að minnsta kosti hinnar skoðanafreku Fréttastofu Ríkisútvarpsins, þannig að hér máttu aldeilis fara að vara þig, Ómar, að voga þér að tala um einhverja Framara fyrir fæðingu! --  nokkuð sem þetta fólk getur naumast og vill ekki hugsa um, meðan það er í sínu normal pólitíska ástandi. Og þá veiztu, að þú átt ekki á góðu von, ef þú andmælir femínistunum í þinni eigin Samfylkingu!

Jón Valur Jensson, 25.6.2016 kl. 05:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tveimur mánuðum!

Jón Valur Jensson, 25.6.2016 kl. 05:28

4 identicon

Þetta er hugmynd sem Evrópusambandið gæti tekið upp.  Búrókratar geta tekið ákvarðanir fyrir hönd ófæddra barna en kjósendur eru hvort eð er að drepast þannig að þeir hafa misst sinn kosningarétt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 09:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 09:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann?!

Johan Cruyff:


Ótrúlegur ætíð hann,
örsnöggur þar snerist,
hann var bestur, hann Jóhann,
hróður víða berist.

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 09:56

7 identicon

Ákvörðun um fóstureyðingu á að vera í hendi konunnar, hún á að ráða yfir líkama sínum. En ekki einhverjir kristnir, "misogynistic fuckers."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 10:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fóstureyðingar hér á Íslandi fara eftir lögum nr. 25 frá 1975."

Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 10:14

10 identicon

Hvað með lífsrétt fæddra barna?  Missa þau réttinn við fæðingu?  Hvað erum við að gera í Nató?

http://kjarninn.is/folk/2016-01-17-eini-islendingurinn-hja-nato-vinnur-ad-betri-heimi-fyrir-konur-i-stridi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 11:02

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttalega eru þið rugluð.

Verra en það -- eruð á bandi fósturdeyðingastefnunnar.

En er síðuhöfundur skyndilega skoðanalaus?

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband