Þjóðin vill forseta. Hann á að vera fulltrúi allra, líka komandi kynslóða.

Í skoðanakönnun, sem verður að teljast marktæk, kom nýlega í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vill hafa þjóðkjörinn forseta. Líklegt verður að teljast að ef það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta myndi niðurstaðan verða sú sama. 

Í upphafi starfs stjórnlagaráðs lögðum við okkur eftir því að nema álit fólksins á þessu atriði og fengum um það margar ábendingar. 

Gagnstætt þeirri skoðun að unga fólkið væri róttækt og vildi svona "prjál"-embætti í burtu virtist það ekki vera þannig. 

Við gerð nýrrar stjórnarskrár var því viðfangsefnið fólgið í því að velja á milli embættis með afar litlum eða engum valdheimildum eða að nýta þá sérstöðu sem felst í eina beint þjóðkjörna embættismanni þjóðarinnar, þannig að hann hefði líka heimild til að koma til skjalanna á "ögurstundum" og til þess að hamla gegn of mikilli samþjöppun valds (checks and balance)

Ummæli Styrmis Gunnarssonar í Speglinum í gær og alla tíð um að leggja beri embættið niður og láta það í hendur forseta Alþingis eru því mótsagnakennd eins og staðan er í dag þegar litið er til hinna ágætu sjónarmiða Styrmis varðandi beint lýðræði. 

Ef þjóðin vill hafa forseta, á hún að fá að ráða því.

Það hefur verið hent á lofti að 1996 hafi legið fyrir að 26. greinin væri dauður bókstafur.

En Ólafur Ragnar Grímsson taldi hana þvert á móti í fullu gildi og lýsti þeirri skoðun yfir í kosningabaráttunni. Þetta atriði var eitt þeirra, sem réðu atkvæði mínu og áreiðanlega fleiri 1996.

Hitt er annað mál, að þrátt fyrir það, að sem betur fór beitti Ólafur heimild greinarinnar í þrígang, heyktist hann á því 2003 varðandi Kárahnjúkavirkjun, en það mál var eina málið sem Vigdís Finnbogadóttir taldi átta árum síðar, 2004, að hefði verið þess eðlis að hún hefði beitt málskotsrétti.

Grundvallarmunurinn á Kárahnjúkamálinu og EES áratug fyrr var sá, að EES-samningurinn var afturkræfur en Kárahnjúkavirkjun hafði hins vegar í för með sér mestu mögulegu óafturkræfu neikvæð umhverfisáhrif, sem hægt var að valda hér á landi.

 

Að öðrum forsetaframbjóðendum ólöstuðum hefur Andri Snær Magnason víðasta framtíðarsýn á öld, sem á eftir að færa okkur og öðrum þjóðum heims stórbrotnari viðfangsefni en nokkur önnur. 


mbl.is Sjötti forsetinn kjörinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði viljað sjá þig Ómar Ragnarsson sem forseta.

Gunnlaugur J (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 14:02

2 identicon

Gaman væri að vita hvað þjóðin ætlast til að Guðni geri þegar Clinton ræðst inn í Sýrland til að steypa af stóli Assad forseta.

Grímur (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 16:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gaman væri að vita hvað Guðni ætti að geta gert í því, "Grímur".

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 17:03

4 identicon

Þjóðin á betra skilið en kjaftforan hrokagikk sem fyrirlítur alla sem ekki eru sammála honum.  Hvernig þessum óaðlaðandi einstakling dettur í hug að þjóðin sem hann fyrirlítur vilji hann sem leiðtoga er eitthvað fyrir hinn hrokagikkin í framboði að rannsaka.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 18:11

5 identicon

Það er ömurlegt að sjá hvernig Andri Snær skríður fyrir hugsanalögreglu númer eitt, Agli Helgasyni, á síðunni hans í dag.  Guðni gerðist sekur um það að vilja sjá möguleika í þeirri stöðu sem upp er komin eftir kosningar í Bretlandi og þá er Andri Snær mjög hissa og segir vini sína þar vera í rusli.  "Enginn veit hvaða áhrif þetta hefur gegnum Evrópu og hvaða öfl styrkjast og af hverju ættum við hér uppfrá að þrá sundraða Evrópu."  Getur maðurinn ekki bara glaðst yfir því að almenningur hafi fengið tækifæri til að segja sína skoðun?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 21:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 22:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 22:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 22:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 22:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 25.6.2016 kl. 22:10

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ummæli Bjarna nr. 4 hitta hann sjálfan fyrir.  Því Guðni er einmitt ekkert af því sem hann telur upp.  En mikið má mönnum líða illa að skrifa svona.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2016 kl. 08:56

12 identicon

Andri Snær er búinn að fá að nota nöfn Vigdísar, Bjarkar, Eddu Heiðrúnar Backman og Guðrúnar Helgadóttur í sinni baráttu.  Því kom mjög á óvart þegar hann sagði að einhver "kona" hefði hirt öll atkvæðin.  Kannski að Halla hafi meiri sjarma og útgeislun en hann.  Hún hefur greinilega mjög mikið keppnisskap en hún var alltaf drengileg í sinni baráttu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.6.2016 kl. 10:04

13 identicon

skil ekki þetta beina lýðræði hvernig það á að virka. senilega er ég tregur. en hvar hefur beint lýðræði gengið upp. það sem næst hefur komið er SVISS. þó ég sé hrifin af svissneska mótelinu. þá fengu konur ekki kosningarétt fyrr en seint. ef einhver hefur fundið fullkomið mótel væri gott að fá fregnir af því. um ein maður eitt atkvæði. ef við tökum þjóðfundarregluna þar sem reglan var í gildi væru um 40 þingmenn af höfuðborgarsvæðinu en restin kemur frá akureyri. þá eru það tveir fjórðungar sem hafa ekki þingmann vesturland og suðurland er mikið lýðræði í því. ef farið er í hártoganir er kárahnjúka afturkræf. þar sem menn geta rifið stífluna. hugsa það sé ekki nokkur hlutur nú um stundir sem ekki er afturkræft. nema öldrun og dauði.ég vona að það brettist aldrei. ekki vildi ég lifa að eilífu svo mikið er víst. þá endum við einsog sardínur í dós hér á jörðu  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.6.2016 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband