Eins og svar við ákorun, sem á sér mikinn hljómgrunn.

"Forseti allra, líka komandi kynslóða" er eins konar áskorun, sem birtist í næsta bloggpistli á undan þessum. Miðað við fyrri kynni mín af nýkjörnum forseta, sem hafa verið einstaklega góð og gefandi er hægt að hafa góða von um að hann muni hafa þetta í huga, úr því að hann tekur fyrri hluta þessarar áskorunar upp sjálfur.

Kjör hans eru góð tíðindi þegar miðað er við það, að þjóðin þoki sér úr hinum gamla tíma 20. aldrinnar inn í 21. öldina.

Þegar hann sest í stól Bessastaðabónda er hægt að vera bjartsýnn á framtíðina, sem færir okkur svo mörg stórbrotin viðfangsefni.

Guðni er einstaklega vandaður og vel gerður maður og vel hefur til tekist.

Það er táknrænt og gott að nú flytjist ung börn inn á Bessastöðum á sama hátt það var táknrænt 1961 þegar Kennedyhjónin fluttu með sína fjölskyldu inn í Hvíta húsið.

Það gladdi mig mjög hvernig aðrir frambjóðendur tóku úrslitunum. Davíð Óddsson tók sínum ósigri af mikilli yfirvegun og jafnaðargeði og var það mér mikil ánægja að verða vitni að því, hvernig hann gerði það.

Því að það er fekar í viðbrögðum við ósigrum sem sigrum sem menn sýna úr hverju þeir eru gerðir.

Þetta er sá Davíð, sem ég hef haft lengi mætur á og ekki síður hans einstaklega mikilhæfu og góðu konu.


mbl.is „Framar öllu vil ég vera forseti allra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mestu máli skiptir að eiga góða konu og gott sjónvarpstæki."

Þorsteinn Briem, 26.6.2016 kl. 14:48

2 Smámynd: Már Elíson

Tek undir orð Ómars hér að ofan...nema hluta úr síðustu málsgreininni.  - Hann (DO)tekur þessu EKKI með jafnaðargeði. Hann gerði sér það upp, leikarinn mikli. - Þetta er stórt og mikið persónulegt áfall fyrir hann, og hann er þannig úr garði gerður að þessu gleymir hann ekki. - Getur úr því sem komið er ekkert gert í því annað en að sleikja sárin sem og hans hulduher.

Már Elíson, 26.6.2016 kl. 15:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið sameiningartákn okkar Íslendinga.

Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru það hins vegar.

15.9.2009:

Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 26.6.2016 kl. 15:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta er sá Davíð, sem ég hef haft lengi mætur á og ekki síður hans einstaklega mikilhæfu og góðu konu."

Eiginkona Davíðs Oddssonar er sem sagt merkilegri en aðrar konur "á bakvið eldavélina."

Þorsteinn Briem, 26.6.2016 kl. 15:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sérkennilegt ef maður má ekki segja frá því að maður hafi mætur á einhverri manneskju nema að gefið sé í skyn að með því sé maður að tala niður til annarra.

Ómar Ragnarsson, 26.6.2016 kl. 17:52

6 identicon

Davíð Oddsson fékk aðeins atkvæði fasistanna í íslensku Þjóðfylkingunni og í kringum Jón Magnússon og Níelsson bræðra. En kallinn hafði ekki vit á því að draga þetta hálfvita framboð til baka.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2016 kl. 17:59

7 identicon

 no.5. er samála ómari. þó ég sé eingin aðdáandi Davíðs stóð hann sig mjög vel á kosníngahvöldinu.  maður veit aldrei hvar maður hefur DAVÍÐ. ef ekki má hrósa fólki við svona aðstæður þá hvenær.aðrir keppendur voru frekar fyrisjánleigir. ekki verið að halla á neinn hjá ómari að mínu mat. vonandi reinist GUÐNI vel þó ég hafi ekki kosið hann.verður varla öfundsverður eftir kosníngarnar í haust e af verða.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.6.2016 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband