Fleyg ummæli Olivers Cromwells og Leo Amery.

Setningin "í guðs bænum, farðu!", "in the name of god, go,"  er fræg í sögu Bretlands, en í svonefndri Noregs-kappræðu í neðri málstofunni 7. og 8. maí 1940, þar sem rætt var um ófarir Breta í Noregi, sagði Amery lávarður þetta við Neville Chamberlain þáverandi forsætisráðherra.

Amery notaði þarna orð Olivers Cromvells sem hann notaði aftur á hið svonefnda Langa þing á 17. öld.

Á ensku er orðalag Camerons ekki alveg upp á orð það sama, en meiningin eru sú sama.

Í kjölfarið af ummælum, Leo Amery sagði Chamberlain af sér og Winston Churchill tók við.


mbl.is „Í guðs bænum, farðu!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég las fréttina, fór ég að velta því fyrir mér hvernig Cameron skyldi hafa orðað þetta. Mín tilgáta var: "For heaven's sake....." Og það var rétt. Á þýsku mundi þetta heita: "Um Himmels Willen - verschwinde."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 18:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já,ég minnist einmitt á þetta, en þetta var leið Camerons til að segja þetta án þess að vitna alveg beint í Cromwell og Amery.

Ómar Ragnarsson, 29.6.2016 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband