Það sem munað verður eftir varðandi EM 2016.

Íslenska landsliðið hefur afhjúpað veikleika tveggja af frægustu fyrirliðum heims, Wayne Rooney hjá Englandi og Ronaldo hjá Portúgölum. 

Báðir hafa látið stórgóða frammistöðu "leikmanna örþjóðar" komið sér úr jafnvægi, Ronaldo þó sýnu verr ef eitthvað er. 

Þegar litið er til baka til EM 2008 stendur eitt upp úr: Stórkostleg frammistaða rússneska liðsins fram að undanúrslitaleiknum, áður em liðið hafði keyrt sig út með einhverjum mesta hraða, samleik og yfirferð, sem sést hafði á knattspyrnuvellinum fram að því. 

Nú þegar hefur þátttaka Íslendinga sett meiri svip á EM 2016 en nokkuð annað atriði, jafnt á áhorfendapöllunum sem á leikvellinum. 

Þessi frammistaða okkar fólks mun lifa lengi í minningunni. 

Í leiknum við Englendinga sást aftur og aftur að ensku leikmennirnir virtust ekki geta skilið það að þeir voru að leika við betra lið, og að lið smælingjanna -ar ekki lélegt lið, eins og sumir voru að segja, heldur hreinlega þrusugott lið, bæði í vörn og sókn. 

Nú er bara að vona að liðið verði jafnvel betra á móti Frökkum. 

Mikið veltur á því að í þeim "æfinga"-landsleikjum, sem farið hafa fram síðan undankeppninni lauk, hafi þeim Lars og Heimi tekist að búa til innáskiptingar sem ekki riðlar hinu feiknarlega góða skipulagi leiks liðsins. 

Vonandi hafa þeir getað unnið úr því sem aflaga fór í fyrrnefndum leikjum á þann hátt að allar tilraunirnar, sem þá voru gerðar, og kostuðu sumar sigur, hafi skapað reynslu sem blómstrar ef á þarf að halda næsta sunnudag. ---


mbl.is Þegar Rooney kýldi Gylfa - myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar litið er til baka til EM 2008 stendur eitt upp úr: Ég man ekki neitt eftir EM 2008.

Þetta er bara Evrópumót en ekki heimsmeistarakeppni eða Ólimpíuleikar. Og eftir nokkra mánuði verður EM 2016 að óljósri minningu sem dofnar hratt. Og þó hrifningin hafi gripið mig og löngun til að fara á leikinn í París þá er áhuginn ekki meiri en svo að ég þurfti að gúggla við hverja þeir kepptu fyrst og man ekki fullt nafn á neinum leikmanna okkar. Það er auðvelt að hrífast með þó maður hafi eins mikinn áhuga á fótbolta og boccia eða badminton. Keppnisgreinin skiptir ekki máli þegar vel gengur og múgæsingin tekur völdin.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 21:49

2 Smámynd: Már Elíson

Fýlupoki og sínöldrari - Jafnvel betra að fá St.Breim heldur en þetta sífellda nöldur í einhverri nafnlausri gungu "hábeini". - Það hefur ekki í eitt skipti komið eitthvað jákvætt og uppbyggilegt frá þessari nafnleysu. Níðir t.d. niður allt sem Ómar skrifar, snýr út úr og notar "besservisserinn" í hvívetna á hvert einasta málefni. - Hvílík vanlíðan.

Már Elíson, 29.6.2016 kl. 23:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var ekkert sem Ronaldo gerði eða sagði til að finna að..

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2016 kl. 23:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert mesti fýlupúkinn og fávitinn eins og dæmin sanna, Már Elíson.

Þorsteinn Briem, 29.6.2016 kl. 23:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóðin hefur ekki skemmt sér betur frá því í Móðuharðindunum.

Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn

Þorsteinn Briem, 29.6.2016 kl. 23:35

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðal landsliðanna á EM nú eru ríkjandi heimsmeistarar og Evrópulandslið raða sér í 2, 4, 6, 8, 10, 1l og 12 sæti á núverandi lista FIFA.

En þetta telst víst ekki merkilegra en keppni í boccia að mati Hábeins.

Ómar Ragnarsson, 30.6.2016 kl. 00:13

7 identicon

Í boccia eru einnig ríkjandi heimsmeistarar og Evrópulandslið sem raða sér í efstu sæti á lista BISFed. Það gerir íþróttina hvorki merkilegri né áhugaverðari. Og BISFed er ekki í einhverju múturugli.

En það er eitthvað að keppni þar sem lið sem er í þrítugasta og eitthvað sæti á styrkleikalista kemst í 8 liða úrslit. Úrslit eins tilviljunarkennd og um teningakast væri að ræða. Trabant að vinna formúlu eitt.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 00:49

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frakkar eru, að mínu mati, með talsvert betra lið en Englendingar.  Eiginlega klassa ofar í heildina séð nálægt Þjóðverjum.

Frökkum hefur þó gengið svona og svona undanfarin ár.  Hefur ekki alveg náðst upp stemming, - en efniviðinn vantar ekki.  Það eru menn þarna í franska liðinu sem geta tekið af skarið.  Frakkar eru líka nokkuð fjölbreyttir taktískt, virðast getað spilað allt ef svo ber undir.

Með Englendingana í fótbolta á stórmótum, að þá er alveg magnað hve þeim ferst alltaf óhönduglega. Þeir virðast bara ekki getað myndað almennilega liðsheild, stjórstörnurnar varla svipur hjá sjón.  Rooney var ekki að gera neitt gagn fyrir Englendinga í þessum leik.    Hann var aðallega í því að missa boltann.   Sérstakt líka að sjá mann eins og Cahill, sem lék stórvel í ensku deildinni síðast, vera að gera grunn mistök nokkrum sinnum.  Cahill var að hlaupa einhverja vitleysu með boltann inní þéttan varnarpakka Íslands.  Alveg dauðadæmt og kom ferlega illa út hjá honum.  

Frakkar munu ekki lenda í þessu sem hrjáði Englendinga, held ég.  Það er enginn þar sem þarf endilega að vera inná eins og Rooney og þeir hafa meiri breidd.  Þeir geta betur stillt upp sínu sterkasta liði, fleiri möguleikar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.6.2016 kl. 01:44

9 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þvílíkir dásemdartímar sem við erum að upplifa með fótboltadrengjunum okkar á EM í Frakklandi.Þjóðin stendur á öndinni með þeim, að minnsta kosti 99% Íslendinga og svo ótrúlegur fjöldi hjá öðrum þjóðum. Megi þeir fýlupúkar sem sjá alltaf skrattann í hverju horni vera með honum þar í sinni fýlu. Við getum þó státað okkur af því að standa saman í blíðu sem stríðu í gleði og sorg.Nú er gleði og aftur gleði, sama hvar maður er staddur á leikdegi og dagana á eftir brosir fólk . Ég skemmti mér konunglega þessa dagana enda elska ég knattspyrnu. cool ÁFRAM ÍSLAND!!laughing

Ragna Birgisdóttir, 30.6.2016 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband