80 ára gömul sýn Jónasar frá Hriflu hefur enn gildi.

Jónas Jónsson frá Hriflu, áhrifamesti og framsýnasti stjórnmálamaður Íslands á árunum 1916-1940, var næstu eins og tveir ólíkir menn í heimssýn sinni fyrir 80 árum.

Í aðra röndina hafði hafði hann óskaplega íhaldssamar skoðanir á listum og hafði draumkennda sýn á gildi smábænda í þjóðfélaginu.

Hann var því afar gagnrýninn á Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.

Á hinn bóginn var hann sér á parti varðandi aðra íslenska stjórnmálamenn hvað snerti víða sýn í heimsmálum. 

Á þessum tímum voru engir flugvellir á landinu og eina samgönguleiðin til útlanda var sjóleiðin.

Íslenskir ráðamenn voru því ósköp heimóttarlegir flestir hverjir á sama tíma sem Jónas fór að minnsta kosti í eina siglingu til útlanda á ári og bæði í austur- og vesturveg.

Hann var fyrstur áhrifamanna í stjórnmálum til að átta sig á því, að þjóðirnar, sem hann kallaði Engilsaxa, Bretar og Bandaríkjamenn, voru orðnir þvílíkir örlagavaldar Íslendinga, að öryggi landsins og hlutleysi þess yrði með engu móti tryggt nema að hafa náið samráð og samstarf við þessi miklu sjóveldi.

Jónas gekk svo langt í stríðslok að mæla með því að Íslendingar samþykktu beiðni Bandaríkjamanna 1945 um þrjár herstöðvar á Íslandi til 99 ára.

Með þessu taldi Jónas öryggi landsins best tryggt auk þess að í staðinn fengju Íslendingar fríverslunarsamstarf.

Eftir 1960 kom í ljós hvað bylting í samgöngum þýddi varðandi útflutning íslenskra fiskafurða til Bandaríkjanna og hve viðskipti við Engilsaxa voru orðin mikilvæg.

Jónas var einangraður, því að í kjölfar lýðveldisstofnunar 1944 var um það samstaða með öllum flokkum að hafna beiðni Bandaríkjamanna eindregið.

Þessi beiðni sýndi raunar mikið vanmat Kana á íslenskum aðstæðum og hugsunarhætti og var mikið klaufaspark gagnvart nýfrjálsri þjóð.

En Jónas hafði samt séð fyrir það sem í hönd fór, aðild að NATO 1949 og varnarsamninginn við Bandaríkin 1951.

Þótt Kalda stríðinu lyki um 1990 og Kanar færu frá Keflavíkurflugvelli 2006, og það liti út fyrir að sýn Jónasar væri ekki lengur í gildi, hefur annað komið á daginn nú síðustu árin.

Staða ríkja á norðurslóðum með tilliti til vaxandi togstreitu Rússa og Vesturveldanna hefur endurvakið þessa sýn hans um hernaðarástandið á Norður-Atlantshafi.

Ef Bretar ganga í EFTA og auka með því mjög samstarf við Íslendinga er að nýju hægt að tala um áhrif Engilsaxa varðandi stöðu Íslands.     


mbl.is Undirrituðu yfirlýsingu um varnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn:

Sigrún Magnúsdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni. Forseti Íslands mætti einnig.

Þorsteinn Briem, 29.6.2016 kl. 23:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef Bretar ganga í EFTA og auka með því mjög samstarf við Íslendinga er að nýju hægt að tala um áhrif Engilsaxa varðandi stöðu Íslands."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Sviss, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Bretland fær ekki að vera á Evrópska efnahagssvæðinu nema Evrópusambandsríkin leyfi það.

Og áhrif Breta á Ísland aukast ekkert við það að ganga í EFTA.

Eins og Sviss þarf Bretland að gera fjöldann allan af samningum við Evrópusambandið og til að gera samning þarf að minnsta kosti tvo til.

Þorsteinn Briem, 29.6.2016 kl. 23:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 00:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 00:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 00:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áhrif Breta á Ísland minnka við að segja sig úr Evrópusambandinu, þar sem Bretar taka þá að sjálfsögðu ekki þátt í að semja reglur sambandsins frekar en við Íslendingar.

Og Bretland vegur það ekki upp með því að ganga í EFTA.

Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 00:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alveg sjálfsagt að auka hernaðarbröltið hér í Norður-Atlantshafi, sem er eintóm sýndarmennska af hálfu bæði NATO og Rússlands, enda hvarflar ekki að þeim að fara í stríð við hvort annað frekar en Kína.

Þar að auki eru langflest Evrópusambandsríkin í NATO, Bretland og Ísland eru þar meðlimir og áhrif Breta á Ísland minnka við að segja sig úr Evrópusambandinu.

Áhrif Bandaríkjamanna á Ísland minnkuðu verulega þegar þeir lögðu niður herstöð sína á Miðnesheiði árið 2006 og nú sinna Evrópuríki mun meira loftrýmisgæslu hér við Ísland en Bandaríkin.

Evrópusambandsríkin Svíþjóð og Finnland taka nú þátt í loftrýmisgæslunni hér við land, enda þótt þessi ríki séu ekki í NATO.

"Í miðju Íraksstríðinu þar sem mjög reyndi á styrk Bandaríkjahers var tekin ákvörðun um að loka herstöðinni [á Miðnesheiði] endanlega.

30. september 2006 var íslenskum stjórnvöldum formlega afhent stöðin af síðasta yfirmanni hennar, Mark S. Laughton kafteini í Bandaríkjaflota."

Þorsteinn Briem, 30.6.2016 kl. 00:57

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Steini Briem.: Bretland er eitt þriggja voldugustu landa Evrópu. Bretland er einn stærsti viðskiptavinurinn á evrópska efnahagssvæðinu, ásamt því að vera einn stærsti framleiðandinn, inn á svæðið. Hvaða heilkenni er hægt að líkja því við, ef önnur evrópulönd halda, að með útgöngu Breta úr kola og stálsambandinu, verði Bretland Kórea eða Kúba norðursins? 

Ef þú ert sex sylindra, Steini Briem, er kominn tími til að athuga kertin. Þau eru greinilega orðin blaut og gefa lítinn neista. Þú gengur greinilega ekki nema á fjórum, ef ekki þremur. Alvarlegar gangtruflanir í hausnum á þér og vandséð að finnist verkstæði sem getur gert við þetta höfuðmein.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.6.2016 kl. 02:20

9 identicon

Það má vel vera að þetta sé sýndarmennska en einhvers staðar verða þeir að prófa nýjustu græjurnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 08:45

10 identicon

hriflu jónas hafi verið ágætur og  framhvæmdi mikið gleimdi hann því að það þurfti líka að afla tekna til að halda uppi öllu því kerfi sem hann kom upp embætismenn skapa ekki neitt ef ég man rétt var ísland gjaldþrota um 1940. vegna mikilla framhvæmdagleði jónasar. nú virðis vera á sömu leið þeir sem skapa ítið fá mest s.s, ráðuneitistjórar. reindar svolítið skonduið menn eru stundum bara stjórar yfir sjálfum sér 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband