Eins og Rússarnir 2008.

Það var dýrkeypt að setja það met á EM að hafa stillt upp sama byrjunarliði fimm leiki í röð því að eins og bent var á hér á síðunni fyrir nokkrum dögum, var hættan sú að liðið spryngi að lokum á því að halda uppi þeirri gífurlegu yfirferð og hraða, sem verið hefur aðall þess frá byrjun, án þess að keyra sig að lokum út.

Þau urðu örlög skemmtilegasta liðsins á EN, lið Rússa.

Fram eftir fyrri hálfleik áttum við marga ágæta spretti og marktækifæri, en það vantaði hársbreidd.

Síðustu mínútnar voru martröð, og sem dæmi má nefna að innkast Arons Einars var ekki svipur hjá sjón.

Í hverju móti fær hvert lið ákveðinn fjölda tækifæra. Við getum huggað okkur við það að þau tækifæri, sem fengust, duttu inn sem mörk á réttum augnablikum, síðari mörkin hjá Austurríki og Englandi.

Fyrir þá heppni komumst við svo langt á þessu móti að hvernig sem þessi leikur fer, fór frammistaðan langt fram úr vonum og liðið setti sitt ógleymanlega mark á þetta Evrópumeistaramót.

Frakkarnir eru einfaldlega miklu betri í þessum leik en Englendingar og aðrir mótherjar okkar voru og framhjá því verður ekki komist.

Í pistli í gær var fjallað um hina hárfínu línu á milli þess að hafa nauðsynlegt sjálfstraust eða ofmeta getu sína.

Það var skrifað sem varnaðarorð í tilefni af þeim ummælum fyrirliðans okkar að hann sæi ekki það lið, sem eftir væri á EM, sem gæti sigrað okkur.

Í fyrri hálfleik í kvöld höfum við séð lið, sem er líklegt til þess.

P.S. Og nú var Kolbeinn Sigþórsson að skora mark eftir frábæra sendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Það er eftir allt eins og Jón bróðir sagði stundum hér í gamla daga, þegar illa horfði í keppni: Rallið er ekki búið fyrr en það er búið.

Og íslensku stuðningsmennirnir á pöllunum eru sigurvegarar á sínu sviði, hvernig sem allt gengur.


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svona fór um sjóferð þá,
sundur var þar spilað,
samt nú hafa greyin grá,
geysi miklu skilað.

Þorsteinn Briem, 3.7.2016 kl. 20:52

2 identicon

Nú hlýtur Lars Lagerbäck að axla ábyrgð og segja upp, fyrst aðrir þjálfarar hafa gert það unnvörpum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 21:16

3 identicon

Við unnum seinni hálfleik 2-1 við verðandi Evrópumeistara ekki gleyma því. Þetta var glæsilegt allt saman hjá strákunum!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 21:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lars Lagerback hafði sagt fyrir mótið að hann yrði ekki áfram með liðið.

Lið Englendinga komst ekki eins langt og það íslenska og England er móðurland og Mekka fótboltans, hundrað sinnum fjölmennara land en Ísland.

Ómar Ragnarsson, 4.7.2016 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband