"...drjúgur verður síðasti leggurinn."? "Leggsigur"?

"Drottinn leiði drösulinn minn, /  drjúgur verður síðasti áfanginn." 

Þannig hljóðar ein hendingin í hinu þekkta kvæði Gríms Thomsen "Á Sprengisandi" og andi hennar gæti vel átt við í lokaáfanga stórmerkrar hnattferðar sólarknúnu flugvélarinnar Solar Impulse. 

Ef einhverjir gera lítið úr ferð þessa loftfars vegna þess hve hægt það flýgur og ber lítinn þunga ættu þeir að íhuga hvernig fyrsta vélknúna flugferð Wrigth-bræðra var, 37 metra löng, flogið í mest 3ja metra hæð á sex km/klst hraða á klukkustund miðað við jörð. 

Þetta litla og hæga flug var aðeins fyrsti áfanginn á langri sigurgöngu vélknúins flugs, áfangasigur. 

En, - meðal annarra orða: Er ekki nokkur leið að hamla gegn eins augljósri ofdýrkun á enskri tungu og þeirri sem birtist í því að stefna að því að útrýma hinu ágæta íslenska orði "áfangi" og taka upp enska orðið "leg" í staðinn með því að vera sífellt að klifa á því að floginn sé þessi leggurinn og hinn leggurinn?

Breyta orðinu "áfangasigur" í "leggsigur"?

Og að með sama áframhaldi verður að lokum sungið:

"Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti leggurinn." 

Mikil reisn yfir því?


mbl.is Hringferðinni lýkur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða ljóðið Leggir eftir Jón Helgason.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 12:32

2 identicon

Hvað þá með söguna Áfangi og skel eftir Jónas H?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband