Skjóta fyrst og spyrja svo; Hvesta, Helguvík, Nubo, Sólvellir o.s.frv.

Með reglulegu millibili koma upp stórmál, þar sem farið er af stað með miklum látum án þess að athuga neitt eðli málsins og afleiðingar. 

Fyrir átta árum kom allt í einu upp sú staða að sögn bæjarstjóra Vesturbyggðatr að það yrði 99% öruggt að  rússnesk risa olíuhreinsistöð með 500 manns í vinnu risi í Hvestudal við Arnarfjörð. 

Í ljós kom að það var rússneskt skúffufyrirtæki í Skotlandi með nokkur sterlingspund í ár í árlegri veltu, sem myndi gera þetta og "bjarga Vestfjörðum".

Engin olíuhreinsistöð hefur risið á Vesturlöndum í aldarfjórðung af því að enginn vill hafa svona mengunarskrímsli hjá sér. 

En hér var hlaupið upp til handa og fóta. 

Enn er í minni þegar nánast var búið að ganga frá því að Kínverjinn Huang Nubo keypti Grímsstaði á Fjöllum og reisti þar risahótel með golfvelli og öllu tilheyrandi.

Fyrirtækið sem ætlar að reisa risa sjúkrahús við Sólvelli í Mosfellsbæ er líka með stórfelldar áætlanir um fjárfestingar í íslenskum auðlindum og fleira. 

Allt á þetta sameiginlegt í því að ekkert er spurt um áhrifin af þessu né eðli mála. Nei, það á að skjóta fyrst og spyrja svo, í nýjasta tilfellinu eftir að tugmilljarða króna sjúkrahús er risið.

Engum dettur í hug að það gæti verið gagnlegt að kanna reynslu af svipuðu erlendis, ef hún er þá til. 

2007 var tekin fyrsta skóflustungan að risaálveri í Helguvík án þess að hafa gengið frá raforkusamningum, lagningu raflína og gerð vega og virkjanamannvirkja í alls tólf sveitarfélögum. 

Enn er í fullu gildi einróma viljayfirlýsing núverandi ríkisstjórnar frá fyrsta starfsdegi sínum um að þessi ósköp verði að veruleika. 

Mörg fleiri dæmi af svipuðu tagi má nefna um allt land. 

 

 


mbl.is Mótfallin byggingu sjúkrahúss í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fátt er svo með öllu ill að ei boði gott. Sem betur fer varð bankaránið 2008 þess valdandi, að ekkert varð af tilvonandi olíuhreinsunarstöð á fisveiði-jöklasundunum viðkvæmu þarna fyrir vestan.

Mig minnir að Páll Bergþórsson veðurfræðingur hafi reynt að útskýra hættuna af ísjakahindrunum á þessum slóðum, sem rústað gætu hugsanlegum flutningum olíu, skemmdum á röralögnum og fleira tilheyrandi.

Kannski misminnir mig eitthvað, og biðst ég afsökunar ef svo er.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.7.2016 kl. 00:36

2 identicon

er það ekki skrítið að það skuli koma á svipuðum tíma útstreimi fjármagns vegna uppgjörs bankana og þessa mikklu uppbýggíngu +a þessu fyrirtæki nú reinir á bankana á íslandi og lífeyrisjóði hvort þeir vilji láta féfletta sig aftur. ættu að gera kröfu um að fá að vita hverjir eru raunveruleigir eigendur að félaginu. ríkistjórn gæti líka sett lög um gagnsætt eignarhald. það var mikkið um huldumenn fyrir 2008

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 06:41

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað varð um Nubo, og allar hans fjárfestingar í Noregi. Hefur einhver athugað það????

Sigurður I B Guðmundsson, 26.7.2016 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband