Ekki brugðist við hækkun og stækkun.

Í frétt um hækkkun meðalhæðar fólks víða um lönd er ekki fjallað um þyngingu og stækkun fólks á þverveginn, enda skortir gögn í sentimetrum þótt vitað sé um þyngdaraukninguna. 

Þegar meðaljóninn og meðalgunnan stækka er það sjaldnast tekið með í reikninginn við hönnun hluta. 

Þannig voru þarþegaþotur okkar tíma og flugvélar flestar hannaðar fyrir 65 árum og það veldur æ fleiri farþegum óþægindum. Flugvélaframleiðendur eru tregir til að breikka flugvélaskrokkanna, því að bæði kostar það mikið fé og eykur þyngd, fyrirferð og loftmótstöðu vélanna sem aftur kostar aukna eldsneytiseyðslu. 

Þegar litlar flugvélar voru hannaðar var reiknað með að meðalþyngd farþega væri 75 kíló. Þetta er löngu orðið úrelt, en fyrir bragðið eru fjögurra sæta flugvélar flestar í raun aðeins þriggja sæta og stundum varla það. 

Mörkin á knattspyrnuvöllunum voru hönnuð með stærð og getu leikmana á 19. öld í huga. 

Með stækkun leikmanna og auknum krafti og snerpu hefur skoruðum mörkumm fækkað og það hefur gert úrslitin dauflegri og oft tilviljunarkenndari. 

Fyrir löngu er tímabært að stækka mörkin til samræmis við stækkun og eflingu leikmanna. 

En það myndi aftur á móti skemma fyrir samanburði á markaskorun fyrr og nú.

Það er helst að bifreiðaframleiðendur hafi brugðist við stækkun mannfólksins og meðalbíllinn nú er um 20 sentimetrum breiðari, 10 sentimetrum hærri og 30-50 sentimetrum lengri en fyrir nokkrum áratugum.

Það veldur því aftur á móti að bílastæðin eru höfð of mjó víðast hvar og það svo mjög sums staðar, að brýnt er að endurskoða það.  


mbl.is Íslenskir karlar þeir 9. hæstu í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband