Snýr dæminu alltaf í hring og trúir á átakastjórnmál.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér aðeins eina atburðarás framundan; sumarþing og síðar vetrarþing fram að kosningum vorið 2017. 

Hann gefur sér þær forsendur að það sé sama hvaða leið menn ætli að fara, stjórnarandstaðan muni alltaf beita málþófi til þess að eyðileggja málefnin fyrir ríkisstjórninni.

Hann kemur ekki auga á að í stórmálum hefur ósætti innan stjórnarflokkanna komið í veg fyrir framgang mála éins og húsnæðismálanna og afnáms verðtryggingarinnar.    

SDG hefur gert málþóf á Alþingi að meginatriðinu í sinni pólitík. 

Í merkilegri næturræðu þegar hann var í stjórnarandstöðu, sem kalla mætti Rakosi-ræðuna, af því að hann líkti þáverandi ráðamönnum við Rakosi, hinn illskeytta alræðisherra kommúnista í Ungverjalandi, sagði Sigmundur að ef samþykkt yrði ný stjórnarskrá fyrir þinglok 2013, myndi ríkisstjórnin, sem kæmi þar á eftir, láta gera nýja stjórnarskrá og gerólíka, og að þannig myndi þetta ganga sitt á hvað í framtíðinni kjörtímabil eftir kjörtímabil. 

Hótunin var skýr og stillt upp tveimur kostum: Enga nýja stjórnarskrá eða stjórnleysi og ringulreið. 

Núna gefur hann sér það að ef kosningadagur verði fyrirfram ákveðinn í október-nóvember í haust, muni stjórnarandstaðan, þvert ofan í það sem forseti Alþingis hefur lýst, fara í málþóf til að eyðileggja öll mál stjórnarinnar fyrir haustkosningarnar. 

SDG gefur ekkert fyrir þau orð forseta Alþingis að samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mál á síðsumarþinginu hafi gengið vel og lofi góðu. 

Sigmundir trúir nú, eins og fyrir þremur árum, staðfastlega á málþóf sem lykilatriði í íslenskum stjórnmálum og út á það ætlar hann að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að tryggja pólitíska skálmöld fram á næsta vor.

Hann virðist ætla að koma inn í stjórnmálin eins og fíll í glervörubúð.

Nú reynir á innviði Framsóknarflokksins á aldar afmæli sínu að afstýra þeim vandræðum, sem endurkoman svonefnda virðist ætla að hafa í för með sér.  


mbl.is „Ætlar að snúa atburðarásinni við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

""Hvað sem mönn­um kann að finn­ast þá er þetta bara búið og gert," seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um þau um­mæli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, að ekki sé víst að þing­kosn­ing­ar fari fram í haust.

Brynj­ar vís­ar þar til þess að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi ít­rekað sagt að stefnt væri að haust­kosn­ing­um.

"Það hafa auðvitað verið mis­mun­andi skoðanir á því hvenær ætti að kjósa.

Sum­ir vildu kjósa síðasta vor, aðrir vildu bíða til hausts­ins og enn aðrir kjósa næsta vor.

En niðurstaðan varð bara þessi og við sitj­um bara uppi með það hvort sem það þykir röng eða rétt ákvörðun," seg­ir Brynj­ar.

Flokk­arn­ir séu farn­ir að und­ir­búa kosn­ing­ar og áætl­un þings­ins miðist við kosn­ing­ar í haust."

Þorsteinn Briem, 26.7.2016 kl. 21:11

2 identicon

Ómar, - hann er fíll î glervörubúð.

Eiður (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 23:14

3 identicon

Æi Ómar minn, þessir pistlar þínir eru farnir að verða pólitískari og um leið slappari enda er maður orðinn latur að lesa þá, ekki bætir svo viðhengið úr! 

Þú ferð sjálfur einhvern undarlegan hring í pistlinum, misskilur eitthvað rök Sigmundar frá 2013 að ekki gangi að tilfallandi ríkisstjórnir breyti stjórnarskrá upp á sitt eindæmi og án almenns samráðs, þannig muni næsta ríkisstjórn gera það sama og svo koll af kolli. Semsagt ekki hótun heldur lýsing á ástandi. 

   Þegar svo S.D. talar um að málþóf stjórnarandstöðu geti sett strik í reikninginn þá færðu út úr öllu þessu að Sigmundur trúi á málþóf.

"Maður að nafni Jón lenti í því að stolið var frá honum, eftir það var hann kallaður Jón þjófur"

Hvers vegna á annars að kjósa í haust og það í blóra við stjórnarskrá sem mælir fyrir um fjögurra ára kjörtímabil?

Hver er hin knýjandi þörf?

Líklega í fyrsta skifti á lýðveldistímanum að kjörtímabil er stytt þó stjórnarmeirihluti sé tryggur.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 00:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í sjálfum sér nú Finn hann fann,
fór í marga hringi,
Simmi oft á rassinn rann,
ræfillinn á þingi.

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 00:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn ertu með framsóknarhausinn í beljunum þínum, Bjarni Gunnlaugur.

Engir nema fávitar halda að kjörtímabil Alþingis verði að vera fjögur ár samkvæmt stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 01:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 01:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn er búinn að drulla á sig í öllum málum og ekki bætir Bjarni Gunnlaugur þar úr skákinni við framsóknarpáfann.

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 01:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 20.12.2014

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 01:12

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 24% í nýrri skoðanakönnun MMR.

Vinstri græn mælast með 12,9% fylgi og Viðreisn 9,4%.

Samfylkingin mælist með 8,4% og Framsóknarflokkurinn 8,3%.

Fyrir margt löngu skíttapað mál fyrir ríkisstjórnina og skítbuxann Bjarna Gunnlaug.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 27.7.2016 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband