Ekkert lát á ókeypis auglýsingum.

Ekkert lát virðist vera á ókeypis auglýsingum á íslenskum náttúruauðæfum, sem við innbyggjararnir höfum meira að segja heilmiklar tekjur að við að hjálpa hinum erlendum auglýsendum við myndatökurnar og flutninga á fólki og tækjum. 

Þegar tengt myndband á mbl.is er skoðað, sést, að efni hennar hafa íslendingar hingað til talið gersamlega glatað og ömurlegt, grjót, þoka, súld, sandur og raunar einn foss. 

Grjótið, klettarnir, grjótið, þokan og súldin verið talin svo mikill ljótleiki að helst þurfi að fela það fyrir útlendingum eða sökkva slíku í drullubrún aurug miðlunarlón jökuláa. 

Sem reyndar er margtuggin rangfærsla, því að langflest bestu lónstæðin eru líka gróðursælustu vinjar hálendisins, sem mynda andstæður við auðnirnar og eldfjöllin.

Með lónum aðeins tveggja virkjana, Blönduvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar, var sökkt mörgum tugum ferkílómetra af grónu landi og þrýst er á enn fleiri slíkar virkjanir.  


mbl.is Ísland í aðalhlutverki í nýju myndbandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.9.1999:

"Eyjabakkasvæðið er á margan hátt sambærilegt við Þjórsárver við Hofsjökul og eru bæði talin með merkustu hálendisvinjum Íslands.

Sá er þó munurinn að Þjórsárver hafa verið friðlýst um aldur og ævi en Eyjabakkar dæmdir til að kaffærast í jökullóni Fljótsdalsvirkjunar."

Dagbókarslitur af heiðum og hálendi - Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins

Þorsteinn Briem, 28.7.2016 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband