Nauðsynleg viðbrögð við aðför SDG.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur heldur betur rótað upp í hinu pólitíska ástandi undanfarna daga með því að því að taka sér í hönd sprengju sem hann geti varpað inn í stjórnmálin hvenær sem er.

Sigmundur lætur eins og að samkomulagið, sem gert var í vor um kosningar í haust og afkastamikið og markvisst sumarþing, hafi bara verið til málamynda og að best sé að gefa sér strax þá forsendu að allt fari upp í loft, svo að kosningar frestist fram á næsta vor.

Öll lýsing SDG á viðhorfi sínu sem hann birti í grein í Morgunblaðinu er gersamlega sjálfmiðuð og breiðir yfir þau aðalatriði að í Wintrismálinu hagaði hann sér þannig, að alger trúnaðarbrestur varð milli hans og allra nema fámenns hóps jámanna í kringum hann.

Þingflokkur hans og Sjálfstæðismanna misstu á honum trú sem og forseti Íslands.

Þar að auki lætur SDG eins og hann einn og loforð hans fyrir fjórum árum hafi haft auknar þjóðartekjur í för með sér með því að minnast ekki á ferðaþjónustusprenginguna og lágt olíuverð.

Nú hefur Bjarni Benediktsson brugðist snöfurlega við og segir réttilega að það sé ekkert sem bendi til þess að samkomulagið um kosningar í lok október muni ekki halda.

Að vísu hrukku margir í stjórnarandstöðuflokkunum í kút þegar Sigmundur Davíð ruddist fram með yfirlýsingar sínar, en Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa tekið annan pól í hæðina og vonandi dugar það til að róa málið niður.  


mbl.is Bjarni segir að kosið verði í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hvað sem segja má um aðferðina við að ná forsætisráðherra í viðtal, þá gáfu viðbrögð hans til kynna að þar færi maður sem léti sér akki annt um sannleikann. Þetta er orðið gott hjá honum og enginn vegsauki í því að koma í drottningarviðtal á Útvarpi Sögu. 

Flosi Kristjánsson, 28.7.2016 kl. 14:28

2 identicon

Erum að losna við Ólaf Ragnar og Davíð Oddsson kominn í skammarkrókinn eftir nýlegar kosningar. En sitjum enn uppi með óþægan, arrogant og ómenntaðan kjána, Sigmund Davíð. Verðum að losna við hann við fyrsta tækifæri, þ.e. við kosningar í haust. Allt ruglið í kringum þetta "man-baby" er orðið hreinn skrípaleikur. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 14:47

3 identicon

Það, sem Haukur Kristinsson sagði .... og gott betur.

Hjörtur Howser (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband