Mannshvörf eru ævinlega hugstæð fólki.

Þótt dauðaslys og morð séu það dramatísk í eðli sínu að þau veki athygli og séu efni í sagnabókmenntir, eru mannshvörf jafnvel enn hugstæðari. 

Það er vegna óvissunnar, hins nagandi efa og hinnar óleystu gátu um það, hvað hafi gerst, hvernig og hvers vegna.  

Þetta á bæði við um heimssöguna og Íslandssöguna. 

Ekki þarf annað en að nefna nöfn eins og Amalía Erhardt, togarann Júlí, Reynistaðabræður, séra Odd í Miklabæ og Guðmund og Geirfinn Einarssyni. 

Hvað Reynistaðabræður og togarann Júlí áhrærir er talið nokkuð víst hvers vegna og hvar þau slys urðu, en engu að síður er mikilvægum spurningum ósvarað, svo sem það hvernig það mátti vera að líkin úr leiðangri Reynistaðabræðra voru ekki öll á sama stað. 

Og ef eitthvað finnst, lík eða munir, eru einstök atriði og hlutir oft efni í endalaus heilabrot eins og til dæmi hönd Jóns Austmanns, sem fannst tugi kílómetra frá þeim stað þar sem þessi dapurlegi leiðangur endaði. 

Í óleystum málum er ekki nóg þótt lík eða morðvopn liggi fyrir ef ekki upplýsist hver var morðinginn og hvar hann sé niðurkominn. 

Þannig var það formlega þegar Gunnar Tryggvason leigubílstjóri var myrtur. 

En formlega var þetta öfugt í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Lögreglan og dómskerfið töldu sig hafa fundið morðingjana en hinir meintu myrtu hafa aldrei fundist né heldur morðvopn.

Einhvern tíma hlýtur sá tími að koma að niðurstaðan verði sú, að málin þessi tvö séu og verði óupplýst með öllu.  

Hvarf M370 er stór óleyst mannhvarfsgáta en flugslysa- og sjóslysasagan sýna, að hún er ekkert einsdæmi.

Margfalt fleiri en Amalía Erhardt, togarinn Júlí og MH370 hafa horfið án þess gátan um hvarfið hafi verið ráðin að fullu. 


mbl.is Hinsta flugleiðin fannst í flugherminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átakanlegast er þegar lítil börn týnast og finnast ekki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband