Það var ekki allt sem sýndist.

Fyrir sextíu árum þóttust menn sjá í beislun kjarnorkunnar endanlega lausn orkuvanda veraldar.

Hrein og óendanlega mikil orka væri handan við hornið. Ein af röksemdunum fyrir því að flýta virkjun vatnsafls á Íslandi sem mest var sú, að nýta tækifærið áður en kjarnorkan gerði vatnsaflið úrelt. 

En það var ekki allt sem sýndist. Ekki var minnst á að úraníum, sem notað var, var takmörkuð auðlind en ekki óendanleg. 

Ekki var heldur minnst á þann vanda, sem þyrfti að leysa varðandi hinn mjög svo mengandi kjarnorkuúrgang. 

Menn sáu heldur ekki fyrir hættuna á kjarnorkuslysum á borð við Chernobyl og Fukushima. 

Nú liggur fyrir að langt er í frá að hægt verði að leysa orkuvanda veraldar með kjarnorkuverum þar sem úraníum er notað. 

Hins vegar er nú uppi áhugi á þóríum orkuverum, og svipað sagt um þau og sagt var um úraníum orkuverin í den:  miklu hreinni orkuvinnsla, úrgangur nær enginn og gnægð af þóríum. 

En einn galli er þó á gjöf Njarðar, sem sé sá að ekki er hægt að framleiða kjarnorkuvopn með notkun þóríums. 

Það er lýsandi fyrir hugsunarháttinn ef máttur orkunnar til hernaðarnota er svona framarlega í forgangsröðinni.

Og það þarf víst að bíða í einhverja áratugi eftir því að þessi undraorka verði beisluð. 

Og þá mun kannski vakna spurningin hvort allt varðandi hana hafir verið sem sýndist. 


mbl.is Fresta byggingu kjarnorkuvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lífið það er línudans,
langmest er þó grátur,
allt það fer til andskotans,
enginn verður hlátur.

Þorsteinn Briem, 29.7.2016 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband