Tekur Ólajó á þetta.

Á útmánuðum 1979 ríkti óvissuástand um það hvort ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar myndi lifa veturinn af. 

Ekki náðist samstaða um eitt mikilvægasta málið, verðtrygginguna, sem var Alþýðuflokksmönnum einkar hugleikið, einkum Vilmundi Gylfasyni, vegna hinnar stórfelldu og óréttlátu tilfærslu fjármuna frá sparifjár/fjármagnseigendum sem gríðarleg verðbólga hafði í för með sér. 

Ólafur Jóhannesson tók þá það til bragðs að höggva á hnútinn með því að leggja einn fram frumvarp um verðtryggingu. Sagt var að hann hefði samið það á eldhúsborðinu heima hjá sér og hét þessi löggjöf Ólafslög í munni almennings. 

Nú virðist Sigurður Ingi Jóhannsson ætla að taka Ólajó á stjórnarskrárbreytingar. 

En ekki er víst að hann nái sama árangri og Ólijó. Til þess eru ákvæðin um náttúruvernd og auðlindanýtingu orðnar of útvatnaðar og marklitlar í meðförum stjórnarskrárnefndar. 

Það er helst að greinin um þjóðaratkvæðagreiðslur kunni að verða samþykkt, þótt það sé líka gallað. 

Á sínum tíma taldi ég 10% þröskuldinn full lágan til þess að fara strax af stað með svo lága prósentutölu. Betra væri að byrja í 15% og sjá hver reynslan yrði af því, því að breyting á einni tölu væri tiltölulega einfalt mál, ef hún þætti nauðsynleg síðar. 

 


mbl.is Leggur til stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Sviss þarf 100.000 undirskriftir (þeirra sem hafa kosningarétt) til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu (Volksinitiative / Initiative populaire)um eitthvað mál. Samsvarar ca. 2% þeirra sem kosningarétt hafa. Tíu prósent þröskuldur fyrir skerið finnst mér við hæfi til að byrja með.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt of hár 15% þröskuldur er hvorki eini né stærsti gallinn á ákvæðinu um málskotsrétt kjósenda. Stærsti gallinn á því er að í þeirri mynd sem það er þá undanskilur það ákveðnar tegundir mála frá þjóðaratkvæðagreiðslu um þau á grundvelli undirskriftasöfnunar. Þar á meðal eru lög sem (sögð eru) hafa þann tilgang að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Ef slíkt ákvæði hefði verið í gildi þegar Icesave málið kom upp hefði það því líklega reynst haldlaust til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þau ólög sem þar áttu í hlut, þar sem þáverandi ríkisstjórn hélt því staðfastlega fram að ríkisábyrgð vegna Icesave væri nauðsynleg til að uppfylla einhverjar meintar skuldbindingar Íslands, þrátt fyrir að reglur sem gilda samkvæmt EES-samningnum leggi í raun bann við slíkri ríkisábyrgð! Nú er það svo að mjög stór hluti þeirrar lagasetningar sem afgreidd er frá Alþingi felur í sér innleiðingu á EES-reglum sem er nauðsynleg til að uppfylla þjóðréttarskuldbindingar. Í skjóli þess gæti ríkisstjórn með jafn einbeittan brotavilja og sú sem vildi gera íslenskan almenning ábyrgan fyrir Icesave skuldum Landsbankans, mögulega undanskilið frá þjóðaratkvæðagreiðslu hvaða óvinsæla skítamál sem henni dytti í hug að leiða í lög, með því einfaldlega að halda því fram að það væri nauðsynlegt til þess að uppfylla þjóðréttarskuldbindingar. Afleiðingin gæti orðið sú að öllum óvinsælum lagabreytingum yrði einfaldlega skeytt aftan við frumvörp til innleiðingar á EES-reglum, gagngert til þess að undanskilja þau frá rétti kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þær breytingar. Í slíkum tilvikum yrði eftir sem áður eina úrræði kjósenda að fara sömu bónleiðina til Bessastaða og hefur þurft að fara hingað til í slíkum tilvikum, og láta reyna á hvort sá forseti sem þar situr á hverjum tíma beri hagsmuni almennings fyrir brjósti eða sérhagsmuni spillingarafla sem vilja lögleiða einhverja óværu. Miðað við þann mannskap sem í undanförnum forsetakosningum hefur sóst eftir embættinu virðist alls ekki vera á vísan að róa með neitt í þeim efnum. Enn fremur gæti sá möguleiki skapast að forseti sem hlusti á rödd kjósenda eins og hún birtist í undirskriftasöfnun og beiti málskotsrétti sínum til að knýja fram þjóðatkvæðagreiðslu um lög sem stjórnvöld halda því fram að séu nauðsynleg til að uppfylla þjóðréttarskuldbindingar, verði gagnrýndur fyrir að sniðganga stjórnarskrá og það verði jafnvel notað sem tylliástæða fyrir því að steypa honum úr embætti þó svo að það ætti engan rétt á sér. Hverskyns glufur í málskotsréttinum eru því stórhættulegar fyrir stjórnskipan landsins. Fengin reynsla hefur sýnt að meirihluta almennings er miklu betur treystandi en stjórnmálamönnum til að ákveða hvort tiltekin lög séu nauðsynleg til að uppfylla (meintar) þjóðréttarskuldbindingar eða ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2016 kl. 15:01

3 identicon

"....með jafn einbeittan brotavilja og sú sem vildi gera íslenskan almenning ábyrgan...." Öfgarnar og ofsinn sem felast í þessum orðum Guðmundar gera öll ummælin ótrúverðug ef ekki einskis virði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 15:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haukur.

Í því tiltekna máli sem um ræðir, reyndi þáverandi ríkisstjórn í þrígang að brjóta EES-samninginn. Það var einbeittur vilji þeirra. Að nota rétt íslensk orð yfir þann brotavilja, eru hvorki öfgar né ofsi. Ef einhver hefur farið fram með öfgum og ofsa í því máli eru það borgunarsinnarnir, sem enn þann dag í dag eru margir froðufellandi yfir því að hafa ekki fengið sínu fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2016 kl. 16:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mikið rýkur nú moldin í logninu" hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:

"Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.

Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.

Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.


Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.


Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:24

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:35

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.3.2009:

Norska fjármálaráðuneytið:

Islands avtale om stabiliseringsprogram med IMF

St.prp. nr. 47 (2008-2009) Om fullmakt til å stille statsgaranti for lån fra Norges Bank til Seðlabanki Islands

„Tilråding fra Finansdepartementet av 13. mars 2009, godkjent i statsråd samme dag. (Regjeringen Stoltenberg II)“

Dokumentet i pdf-format (135 kb)


1.7.2009
:

„Loan agreements have today been signed between Iceland and Denmark, Finland and Sweden respectively, and between Seðlabanki Íslands, guaranteed by Iceland and Norges Bank, guaranteed by Norway. Under the agreements the Nordic lenders stand ready to provide Iceland with total credits of 1.775 billion euro.

The loans will be provided in relation to and as a support of Iceland’s economic stabilisation and reform programme with the International Monetary Fund (IMF). The loans are intended to strengthen Iceland’s foreign exchange reserves. The Nordic creditors – Denmark, Finland, Norway and Sweden – are with these loans making an important contribution to international crisis management.“

Sameiginleg fréttatilkynning Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1. júlí 2009

Fréttatilkynning Seðlabanka Noregs sama dag, 1. júlí 2009:

„Norges andel av lånet utgjør 480 millioner euro, motsvarende om lag 4,3 milliarder kroner. Den norske låneavtalen er organisert som et lån fra Norges Bank til Seðlabanki Islands med garanti fra den islandske og den norske stat. Lånet har en løpetid på 12 år med fem års avdragsfrihet. Lånebeløpet vil bli gjort tilgjengelig for Island i fire omganger, knyttet til IMFs kvartalsvise gjennomganger av landets økonomiske program.“

Norges Bank har undertegnet låneavtale med Seðlabanki Islands

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:41

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:44

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórn Svíþjóðar 2. júlí 2009:

Í NÓVEMBER 2008
STAÐFESTI ÍSLAND að landið ætlaði að standa við skuldbindingar sínar hvað snertir bankainnistæður að 20.887 evrum, samkvæmt tilskipun sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (94/19/EG) .

"I november 2008 bekräftade Island att landet kommer att leva upp till sina åtaganden enligt insättningsgarantidirektivet, det vill säga att ärsätta insättare i isändska bankers utländska filialer upp till det högsta möjliga beloppet enligt den isländska insättningsgarantin, 20.887 euro."

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:50

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2008: (Sama dag og Davíð Oddsson talaði um óreiðumenn í Kastljósinu.)

"Eins og fram hefur komið í morgun stendur til að íslenska ríkið fá allt að fjögurra milljarða evra [á núvirði um sex hundruð milljarða íslenskra króna] lán frá yfirvöldum í Rússlandi en fréttir af því eru þó enn óljósar.

Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag segir Davíð Oddsson [seðlabankastjóri] að viðræður við Rússana væru enn í gangi.

Seðlabanki Íslands sendi engu að síður frá sér tilkynningu snemma í morgun þar sem greint var frá því að Rússland hefði veitt Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra til að efla gjaldeyrisforða landsins."

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:51

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 25.8.2016 kl. 19:53

23 identicon

Það er vissulega að bera í bakkafullan lækinn að minna enn einu sinni á vissa þætti í Icesave-þjófnaði Íhaldsins á sparifé í Bretlandi og Hollandi. En enn koma ignorantar eins og þessi Guðmundur æAsgeirsson og sýna þá ósvífni að fullyrða að Icesave hafi verið í boði Samfylkingarinnar og VG. 

„Icesave var í boði eigenda og stjórnenda Landsbankans, sem stofnuðu til þessara reikninga til að reyna að bjarga eignum sínum eftir að bankinn var kominn upp að vegg með fjármögnun á alþjóðlegum fjármálamarkaði á árinu 2006. Þetta voru ekki bara uppáhaldsbankamenn Sjálfstæðisflokksins heldur var sjálfur framkvæmdstjóri Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Landsbankans þegar þeir tóku ákvörðun um að fara þessa leið með þessum hætti, sem skapaði íslensku þjóðinni stórkostlega áhættu og á endanum mikið tjón.“ Stefán Ólafsson.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 20:02

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður Guðmundur Ásgeirsson.

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2016 kl. 21:42

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haukur.

Landsbanki Íslands hf. bjó til reksturinn sem fór fram undir vörumerkinu Icesave. Ég hef aldrei og hvergi haldið því fram að neinn annar hafi gert það, og sérstaklega ekki að einhverjir tilteknir stjórnmálaflokkar hafi átt þar hlut að máli. Það er hinsvegar nákvæmlega það sem þú ert að gera með orðunum sem þú notar. Svo er ekki fallega gert af þér að ljúga því upp á mig að ég hafi fullyrt eitthvað sem ég hef aldrei gert og væri gegn betri vitund.

Svo geta aðrir dæmt um það hver sé "ignorant" og hver sé að sýna "ósvífni".

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2016 kl. 21:57

26 identicon

Slakaður á Guðmundur og fléttu upp merkingu hugtaksins; brotavilji. Annað hvort þekkir þú ekki merkinguna eða notar hugtakið af gáleysi. Góða nótt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 22:20

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í frumvarpi stjórnlagaráðs var settur varnagli varðandi það sem eru undantekningar í rétti almennings til að fá að kjósa beint um, með því að láta forseta Íslands hafa áfram málskotsréttinn, sem hann hefur nú og engar takmarkanir eru á.

Ómar Ragnarsson, 25.8.2016 kl. 23:03

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haukur.

Brotavilji: vilji til að brjóta (gegn gildandi reglum).

Fjöldi fólks hafði eindreginn vilja til þess að koma á ríkisábyrgð vegna innstæðna á Icesave reikningum Landsbankans, þrátt fyrir að slík ábyrgð hefði brotið gegn gildandi reglum. Um þá fyrirætlan voru jafnvel stofnuð sérstök samtök sem börðust fyrir því að afla stuðnings við þá fyrirætlan að fremja brotið. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir það. Þetta eru sögulegar staðreyndir sem ekki er hægt að þræta fyrir.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2016 kl. 14:14

29 identicon

Þú hakkar í sama farinu Guðmundur. „...stofnuð voru samtök ....til að fremja afbrot.“ Þú ert óforskammaður. Auðvitað á að semja þegar glíma þarf við eins alvarlegt mál og Icesave þjófnaðinn, hvað annað, slíkt gera siðaðar þjóðir. Og það var einmitt það sem ríkisstjórnirnar vildu gera. 

Dýrasti samningurinn var sá sem lagður var upp á vegum ríkisstjórnar Geirs Haarde og sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir á Alþingi fyrir árslok 2008 (um 13,4% af vergri landsframleiðslu). Kostnaður fyrri Svavars-samningsins, sem ýmsir hægri róttæklingar hafa útmáð sem “afleik aldarinnar”, var rétt rúmlega helmingur af Haarde-Mathiesen samningnum, en Baldur Guðlaugsson var formaður þeirrar samninganefndar.

Icesave IIB (seinni samningur Svavars-nefndarinnar) kostaði minna en helming af tapi Seðlabanka Davíðs, vegna ástarbréfa-lánanna til banka, sem hann sagðist eftirá hafa vitað að væru á leið í þrot.

Buchheit-samningurinn hefði einungis kostað ríkissjóð 2,8% af vergri landsframleiðslu eins árs. Hann var gerður af bestu mönnum með samráðum við stjórnarandstöðu, bauð upp á siðlega lausn á milliríkjadeilu með samningi og viðráðanlegum kostnaði.

Við gátum lokið málinu með sæmd.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband