Af hverju heitir Krýsuvíkurvirkjun Austurengjavirkjun?

Fyrir 14 árum lauk tíma nýrra stórra virkjana í Noregi með yfirlýsingu Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra, og þar með var tími nýrra stórra virkjana lokið á öllum Norðurlöndunum, - nema á Íslandi.

Síðan 2002 hefur virkjanaæðið hér á landi náð nýjum hæðum og ekkert lát er á því, ígildi tveggja Kárahnjúkavirkjana er á dagskrá.

Í Krýsuvík á að rísa virkjun, sem nefnd er Austurengjavirkjun. Skrokkölduvirkjun er í raun Köldukvíslarvirkjun.

Holtavirkjun er í raun Búðafossvirkjun, sjá mynd af honum. Búðafoss 

Af hverju mega þessar virkjanir ekki heita réttum nöfnum í stað nafna, sem segja fólki ekki neitt?

Kannski af því, að það sem almenningur þekkir ekki eru honum frekar alveg sama um. 

Með Krýsuvíkurvirkjun verður þessu stærsta náttúrulega hverasvæðí Reykjanesskagans og ósnortinni ásýnd Kleifarvatns, eina vatnsins á skaganum, fórnað fyrir óafturkræfa virkjun, sem felur í sér rányrkju, af því að ekki er gert ráð fyrir því að hún endist í nema 50 ár.

Með Skrokkölduvirkjun er virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár teygt 65 kílómetra inn á miðhálendi Íslands.

Með virkjunum í Neðri-Þjórsá verður brotin skuldbinding okkar Íslendinga í Ríósáttmálanum um að náttúran eigi að njóta vafans, - í þessu tilfelli varðandi eins stærsta laxastofn í Norður-Atlantshafi.

Reynt er að róa náttúruverndarflokk með því að nefna töluna 26 varðandi virkjanir í verndarnýtingarflokki.

En með hinum nýju virkjunum í orkunýtingarflokki verða 38 stórar virkjanir á Íslandi.

Það hallast því enn á. Þegar uglan skipti ostbitanum fyrir dýrin tvö í dæmisögunni, skipti hún alltaf skakkt til þess að geta byrjað að skipta upp á nýtt á þeim forsendum að þá yrði skipt jafnt.  

Með þessari aðferð tókst henni að éta allan ostbitann sjálf, en það virðist vera einbeittur vilji virkjanafíkla að nota svipaða aðferð. 


mbl.is Leggja til að átta nýir virkjunarkostir bætist í orkunýtingaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 07:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 07:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 07:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.7.2016:

"Bygg­ing­akrön­um hef­ur farið ört fjölg­andi und­an­far­in ár og á fyrri hluta þessa árs hef­ur Vinnu­eft­ir­litið skoðað 157 krana en þeir voru 165 á fyrri hluta ársins 2007.

Það er aukn­ing frá því sem var á fyrri hluta síðastliðins árs þegar 137 bygg­ing­a­kran­ar voru skoðaðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu og 319 á ár­inu í heild.

Ein­ung­is fóru fleiri kran­ar í skoðun hjá Vinnu­eft­ir­lit­inu árið 2007 eða 364.

Árni Jó­hanns­son, for­stöðumaður bygg­inga- og mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir að þrátt fyr­ir fjölg­un krana sé upp­bygg­ing í land­inu á upp­hafs­stig­um.

"Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á ár­un­um fyr­ir hrun er að upp­bygg­ing innviða er ekki haf­in af neinu viti.

Fyr­ir utan Þeistareyki og Búr­fells­virkj­un er ekk­ert í gangi hjá hinu op­in­bera.

Allt var á fleygi­ferð á veg­um hins op­in­bera fyr­ir hrun. Það er ekki svo núna. Upp­bygg­ing­in er studd af einka­geir­an­um,“ seg­ir Árni Jó­hanns­son."

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 07:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisa þarf nýjan Landspítala sem er geysistór nokkurra ára opinber framkvæmd sem ekki er hægt að bíða með.

Þorsteinn Briem, 27.8.2016 kl. 07:53

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Holtavirkjun eða Búðafossvirkjun, eins og þú nefnir að kalla hana, getur varla talist ógn við "stæðsta laxastofn í Norður Atlandshafi", þó hugsanlega sú virkjun gæti haft einhver áhrif á laxgengd í efri hluta Þjórsár, meðan á framkvæmdum stendur. Laxastigar eru vel þekkt fyrirbæri, bæði hér á landi sem erlendis og slíkt mannvirki mun auðveldlega geta komið laxinum upp fyrir virkjunina.

Í Þjórsá gengur einungis örlítið brot af Atlandshafslaxinum, aðrar ár hér á landi eru fjölmargar, þar sem þessi stofn hefur klakaðstöðu sína. Þá gengur þessi lax einnig til annarra landa, til klaks, t.d. Grænlands.

Mér er mjög umhugað um þann villta laxastofn sem hingað venur komu sína og vil veg hans allan. Virkjun í Þjórsá er engin ógn við þann stofn. Önnur og mun hættulegri ógn steðjar að Atlandshafslaxinum, en það er fiskeldi í sjó. 

Hafi menn áhyggjur af villtum laxi hér við land, ættu þeir að berjast gegn sjókvíaeldi, í hverri mynd sem hún þekkist. Annars fer fyrir okkur eins og Norðmönnum, villtur lax mun hverfa úr ÖLLUM ám landsins, á innan við einum áratug!!

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2016 kl. 08:03

7 identicon

Enginn efast um að laxastigar muni geta komið laxinum upp fyrir virkjanir í Þjórsá. Það sem stendur í mönnum er að upplýsa hvernig seiðin eiga að komast niður aftur. Þau eiga nefnilega ekki nema eina raunhæfa leið; í gegnum túrbínurnar. Og það munu þau ekki lifa af.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.8.2016 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband